Texti um umskorinn lítinn svartan Sambó í söngbók leikskólabarna Jakob Bjarnar og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 8. apríl 2015 11:36 Fremur óviðeigandi texta er að finna í sönghefti sem leikskólakennarar styðjast við þegar þeir velja lög í samsöng leikskólabarna. Vísir hefur undir höndum allsérstæða söngbók, sem ætluð er til stuðnings leikskólakennurum þegar þeir velja lög fyrir leiksskólabörnin til söngs. Söngbókina mátti finna á eldri gerð heimasíðu leiksskólans Vesturberg í Reykjanesbæ, sem skipt var út fyrir skömmu. Þar kennir ýmissa grasa og ekkert endilega hefðbundin leikskólalög sem eru í þeirri samantekt; þarna eru lag eftir Megas: Spáðu í mig og Þykkvabæjarbragur Árna Johnsen, svo dæmi séu nefnd.Þarna koma þeir með hnífinn ryðgaðan og bitlausan En, það sem vekur mesta athygli er bragurinn Zulu, sem er texti sem menn sannarlega hefðu tæplega búist við því að finna í söngbók sem vistuð er á síðu leikskóla og hugsuð sem undirstöðurit þegar söngdagskráin er sett saman.Ég heiti Sambó og ég er Zulu,umskera þeir mig í kvöld.Ég skal þó játa, ég er ei spenntur,þeir hafa aldrei heyrt um deyfingar hér.Því ég er Zulu gæji af versta tagisem á að umskera í kvöld. (x2)Ég kann að búa til hús úr mykjuen aldrei komist kvenmann upp á.Ég hef drepið flóðhest og fílaen aldrei hef ég dottið í það.Því ég er Zulu gæji af versta tagisem á að umskera í kvöld. (x2)Þarna koma þeir með hnífinn,ryðgaðan og bitlausan.Ég vild‘ég væri fullur að flakasuður við Súgandafjörð. Vísi er ekki kunnugt um hvaða lag er notað við þennan umbúðalausa og sérstæða brag.Söngheftið aðeins ætlað leiksskólakennurum Vísir setti sig í samband við Brynju Aðalbergsdóttur en hún er leikskólastjóri Vesturbergs. Hún sagðist miður sín yfir textanum í söngbókinni, þegar Vísir innti hana eftir því hvernig það mætti vera að Zulu-sönginn væri þar að finna. Hún sjálf hafði aldrei rekið augu í þennan brag og hún fullyrðir að það hafi aldrei verið sungið í leikskólanum. Brynja gerir sér enga grein fyrir tilurð þessa. Hún telur líklegast að textinn hafi slysast inn í bókina, sem unnin var með „copy/paste“ úr annarri söngbók. Og það sé býsna langt síðan hún var tekin saman. Að minnsta kosti 10-15 ár. Þá segir Brynja leikskólabörnin aldrei hafa fengið þessa bók í hendurnar, hún hafi verið ætluð starfsfólkinu sem velji lögin sem sungin eru hverju sinni.Söngbókin var aðgengileg öllum á heimasíðu leikskólans, áður en skipt var um heimasíðu. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir „Aumingjaleg“ lækkun Seðlabankans Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira
Vísir hefur undir höndum allsérstæða söngbók, sem ætluð er til stuðnings leikskólakennurum þegar þeir velja lög fyrir leiksskólabörnin til söngs. Söngbókina mátti finna á eldri gerð heimasíðu leiksskólans Vesturberg í Reykjanesbæ, sem skipt var út fyrir skömmu. Þar kennir ýmissa grasa og ekkert endilega hefðbundin leikskólalög sem eru í þeirri samantekt; þarna eru lag eftir Megas: Spáðu í mig og Þykkvabæjarbragur Árna Johnsen, svo dæmi séu nefnd.Þarna koma þeir með hnífinn ryðgaðan og bitlausan En, það sem vekur mesta athygli er bragurinn Zulu, sem er texti sem menn sannarlega hefðu tæplega búist við því að finna í söngbók sem vistuð er á síðu leikskóla og hugsuð sem undirstöðurit þegar söngdagskráin er sett saman.Ég heiti Sambó og ég er Zulu,umskera þeir mig í kvöld.Ég skal þó játa, ég er ei spenntur,þeir hafa aldrei heyrt um deyfingar hér.Því ég er Zulu gæji af versta tagisem á að umskera í kvöld. (x2)Ég kann að búa til hús úr mykjuen aldrei komist kvenmann upp á.Ég hef drepið flóðhest og fílaen aldrei hef ég dottið í það.Því ég er Zulu gæji af versta tagisem á að umskera í kvöld. (x2)Þarna koma þeir með hnífinn,ryðgaðan og bitlausan.Ég vild‘ég væri fullur að flakasuður við Súgandafjörð. Vísi er ekki kunnugt um hvaða lag er notað við þennan umbúðalausa og sérstæða brag.Söngheftið aðeins ætlað leiksskólakennurum Vísir setti sig í samband við Brynju Aðalbergsdóttur en hún er leikskólastjóri Vesturbergs. Hún sagðist miður sín yfir textanum í söngbókinni, þegar Vísir innti hana eftir því hvernig það mætti vera að Zulu-sönginn væri þar að finna. Hún sjálf hafði aldrei rekið augu í þennan brag og hún fullyrðir að það hafi aldrei verið sungið í leikskólanum. Brynja gerir sér enga grein fyrir tilurð þessa. Hún telur líklegast að textinn hafi slysast inn í bókina, sem unnin var með „copy/paste“ úr annarri söngbók. Og það sé býsna langt síðan hún var tekin saman. Að minnsta kosti 10-15 ár. Þá segir Brynja leikskólabörnin aldrei hafa fengið þessa bók í hendurnar, hún hafi verið ætluð starfsfólkinu sem velji lögin sem sungin eru hverju sinni.Söngbókin var aðgengileg öllum á heimasíðu leikskólans, áður en skipt var um heimasíðu.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir „Aumingjaleg“ lækkun Seðlabankans Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira