Skortur á fjármagni ekki ástæða þess að uppbygging gengur hægt Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. september 2015 20:00 Yfir helmingur þeirra verkefna sem hafa fengið fjármagn úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er ólokið, og vinna við mörg þeirra ekki hafin. Ráðherra ferðamála segir að meðal annars sé um að kenna seinagangi og skipulagsleysi. Til greina komi að innkalla peningana. Fátt hefur verið rætt meira undanfarið en brýn nauðsyn þess að hefja uppbyggingu við ferðamannastaði landsins. Þrátt fyrir það hefur ekki gengið að útdeila því fé sem fyrir er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, og átti að nýtast til uppbyggingar í sumar. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila og skipulagsleysi. „Það sem að við erum að reka okkur á núna er að það er ekki skortur á fjármagni sem hefur tafið fyrir uppbyggingu, því er ekki einu um að kenna. Það eru ýmsar ástæður. Sumar eru eðlilegar, sum verkefni taka lengri tíma og var ætlað að taka kannski tvö til þrjú ár og er þess vegna ekki lokið, en aðrar ástæður er slæmt skipulag og vinnubrögð sem við getum bætt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Margir komi að uppbyggingarverkefnunum, svo sem umsjónaraðilar ferðamannastaða og sveitarfélög. Þar skorti alla samhæfingu. „Þannig að verkefni sem hafa fengið úthlutun úr sjóðnum hafa ekki verið að klárast,“ segir hún. Frá stofnun sjóðsins 2011 hefur hann fengið 2,3 milljarða en þar varð veruleg innspýting í ár. Rangheiður Elín segir að það hafi komið henni á óvart hversu hægt uppbyggingin hefur gengið. „Það kemur mér á óvart og kom mér á óvart þegar við sáum þessar tölur. Þetta er yfir helmingur verkefna sem úthlutað hefur verið til sem er enn ólokið“. Ráðherra vill að farið verði í samstillt átak þvert á stjórnsýslu, og að til greina komi að kalla fjármagn þeirra verkefna sem ekki eru farin af stað til baka. „Þá mun stjórn sjóðsins fara yfir það hvort að verkefni sem þegar hefur verið úthlutað til verði nokkurn tímann að veruleika. Þá ætlum við að leita leiða við að kalla þá fjármuni aftur inn og koma þeim í not þar sem við sjáum fram á að verkefni muni klárast ,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Tengdar fréttir Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Verja á 149 milljónum á fjárlögum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar liggur fé óhreyft frá fyrra ári vegna seinagangs framkvæmdaaðila og því óþarft að veita meira fé að sinni. 9. september 2015 07:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Yfir helmingur þeirra verkefna sem hafa fengið fjármagn úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er ólokið, og vinna við mörg þeirra ekki hafin. Ráðherra ferðamála segir að meðal annars sé um að kenna seinagangi og skipulagsleysi. Til greina komi að innkalla peningana. Fátt hefur verið rætt meira undanfarið en brýn nauðsyn þess að hefja uppbyggingu við ferðamannastaði landsins. Þrátt fyrir það hefur ekki gengið að útdeila því fé sem fyrir er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, og átti að nýtast til uppbyggingar í sumar. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila og skipulagsleysi. „Það sem að við erum að reka okkur á núna er að það er ekki skortur á fjármagni sem hefur tafið fyrir uppbyggingu, því er ekki einu um að kenna. Það eru ýmsar ástæður. Sumar eru eðlilegar, sum verkefni taka lengri tíma og var ætlað að taka kannski tvö til þrjú ár og er þess vegna ekki lokið, en aðrar ástæður er slæmt skipulag og vinnubrögð sem við getum bætt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Margir komi að uppbyggingarverkefnunum, svo sem umsjónaraðilar ferðamannastaða og sveitarfélög. Þar skorti alla samhæfingu. „Þannig að verkefni sem hafa fengið úthlutun úr sjóðnum hafa ekki verið að klárast,“ segir hún. Frá stofnun sjóðsins 2011 hefur hann fengið 2,3 milljarða en þar varð veruleg innspýting í ár. Rangheiður Elín segir að það hafi komið henni á óvart hversu hægt uppbyggingin hefur gengið. „Það kemur mér á óvart og kom mér á óvart þegar við sáum þessar tölur. Þetta er yfir helmingur verkefna sem úthlutað hefur verið til sem er enn ólokið“. Ráðherra vill að farið verði í samstillt átak þvert á stjórnsýslu, og að til greina komi að kalla fjármagn þeirra verkefna sem ekki eru farin af stað til baka. „Þá mun stjórn sjóðsins fara yfir það hvort að verkefni sem þegar hefur verið úthlutað til verði nokkurn tímann að veruleika. Þá ætlum við að leita leiða við að kalla þá fjármuni aftur inn og koma þeim í not þar sem við sjáum fram á að verkefni muni klárast ,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Tengdar fréttir Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Verja á 149 milljónum á fjárlögum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar liggur fé óhreyft frá fyrra ári vegna seinagangs framkvæmdaaðila og því óþarft að veita meira fé að sinni. 9. september 2015 07:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Verja á 149 milljónum á fjárlögum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar liggur fé óhreyft frá fyrra ári vegna seinagangs framkvæmdaaðila og því óþarft að veita meira fé að sinni. 9. september 2015 07:00