Skortur á fjármagni ekki ástæða þess að uppbygging gengur hægt Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. september 2015 20:00 Yfir helmingur þeirra verkefna sem hafa fengið fjármagn úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er ólokið, og vinna við mörg þeirra ekki hafin. Ráðherra ferðamála segir að meðal annars sé um að kenna seinagangi og skipulagsleysi. Til greina komi að innkalla peningana. Fátt hefur verið rætt meira undanfarið en brýn nauðsyn þess að hefja uppbyggingu við ferðamannastaði landsins. Þrátt fyrir það hefur ekki gengið að útdeila því fé sem fyrir er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, og átti að nýtast til uppbyggingar í sumar. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila og skipulagsleysi. „Það sem að við erum að reka okkur á núna er að það er ekki skortur á fjármagni sem hefur tafið fyrir uppbyggingu, því er ekki einu um að kenna. Það eru ýmsar ástæður. Sumar eru eðlilegar, sum verkefni taka lengri tíma og var ætlað að taka kannski tvö til þrjú ár og er þess vegna ekki lokið, en aðrar ástæður er slæmt skipulag og vinnubrögð sem við getum bætt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Margir komi að uppbyggingarverkefnunum, svo sem umsjónaraðilar ferðamannastaða og sveitarfélög. Þar skorti alla samhæfingu. „Þannig að verkefni sem hafa fengið úthlutun úr sjóðnum hafa ekki verið að klárast,“ segir hún. Frá stofnun sjóðsins 2011 hefur hann fengið 2,3 milljarða en þar varð veruleg innspýting í ár. Rangheiður Elín segir að það hafi komið henni á óvart hversu hægt uppbyggingin hefur gengið. „Það kemur mér á óvart og kom mér á óvart þegar við sáum þessar tölur. Þetta er yfir helmingur verkefna sem úthlutað hefur verið til sem er enn ólokið“. Ráðherra vill að farið verði í samstillt átak þvert á stjórnsýslu, og að til greina komi að kalla fjármagn þeirra verkefna sem ekki eru farin af stað til baka. „Þá mun stjórn sjóðsins fara yfir það hvort að verkefni sem þegar hefur verið úthlutað til verði nokkurn tímann að veruleika. Þá ætlum við að leita leiða við að kalla þá fjármuni aftur inn og koma þeim í not þar sem við sjáum fram á að verkefni muni klárast ,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Tengdar fréttir Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Verja á 149 milljónum á fjárlögum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar liggur fé óhreyft frá fyrra ári vegna seinagangs framkvæmdaaðila og því óþarft að veita meira fé að sinni. 9. september 2015 07:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Yfir helmingur þeirra verkefna sem hafa fengið fjármagn úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er ólokið, og vinna við mörg þeirra ekki hafin. Ráðherra ferðamála segir að meðal annars sé um að kenna seinagangi og skipulagsleysi. Til greina komi að innkalla peningana. Fátt hefur verið rætt meira undanfarið en brýn nauðsyn þess að hefja uppbyggingu við ferðamannastaði landsins. Þrátt fyrir það hefur ekki gengið að útdeila því fé sem fyrir er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, og átti að nýtast til uppbyggingar í sumar. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila og skipulagsleysi. „Það sem að við erum að reka okkur á núna er að það er ekki skortur á fjármagni sem hefur tafið fyrir uppbyggingu, því er ekki einu um að kenna. Það eru ýmsar ástæður. Sumar eru eðlilegar, sum verkefni taka lengri tíma og var ætlað að taka kannski tvö til þrjú ár og er þess vegna ekki lokið, en aðrar ástæður er slæmt skipulag og vinnubrögð sem við getum bætt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Margir komi að uppbyggingarverkefnunum, svo sem umsjónaraðilar ferðamannastaða og sveitarfélög. Þar skorti alla samhæfingu. „Þannig að verkefni sem hafa fengið úthlutun úr sjóðnum hafa ekki verið að klárast,“ segir hún. Frá stofnun sjóðsins 2011 hefur hann fengið 2,3 milljarða en þar varð veruleg innspýting í ár. Rangheiður Elín segir að það hafi komið henni á óvart hversu hægt uppbyggingin hefur gengið. „Það kemur mér á óvart og kom mér á óvart þegar við sáum þessar tölur. Þetta er yfir helmingur verkefna sem úthlutað hefur verið til sem er enn ólokið“. Ráðherra vill að farið verði í samstillt átak þvert á stjórnsýslu, og að til greina komi að kalla fjármagn þeirra verkefna sem ekki eru farin af stað til baka. „Þá mun stjórn sjóðsins fara yfir það hvort að verkefni sem þegar hefur verið úthlutað til verði nokkurn tímann að veruleika. Þá ætlum við að leita leiða við að kalla þá fjármuni aftur inn og koma þeim í not þar sem við sjáum fram á að verkefni muni klárast ,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Tengdar fréttir Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Verja á 149 milljónum á fjárlögum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar liggur fé óhreyft frá fyrra ári vegna seinagangs framkvæmdaaðila og því óþarft að veita meira fé að sinni. 9. september 2015 07:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Verja á 149 milljónum á fjárlögum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þar liggur fé óhreyft frá fyrra ári vegna seinagangs framkvæmdaaðila og því óþarft að veita meira fé að sinni. 9. september 2015 07:00