Enski boltinn

Gylfi að fá portúgalskan landsliðsframherja sem samherja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eder fagnar marki með Braga.
Eder fagnar marki með Braga. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson er við það að fá nýjan samherja, en sóknarmaðurinn Eder frá portúgalska liðinu Braga er við það að ganga í raðir Swansea samkvæmt heimildum Sky fréttastofunar.

Southampton, Bournemouth og Swansea voru öll sögð áhugasöm um kappann, en Swansea er talið bogra fimm milljónir punda fyrir þennan 27 ára gamla framherja.

Swansea seldi Wilfried Bony til Manchester City í janúar-glugganum á 25 milljónir punda og vill Gary Monk, stjóri Swansea, fá nýjan framherja eftir að lánsdvöl Nelson Oliveira rann út hjá félaginu.

Eder skoraði tíu mörk fyrir Braga í portúgölsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en hann hefur leikið átján landsleiki. Hann kom til Braga frá Academica Coimbra í júlí 2012 og mun veita Bafetimbi Gomis samkeppni hjá Swansea á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×