Þegar Jagger hringir og biður um lag Guðrún Ansnes skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Aðdáendur Kaleo þurfa ekki að bíða lengur en fram á föstudag með að heyra lagið No Good því þá dettur dýrðin inn á bæði Spotify og iTunes. Mynd/AlexandraValenti Þetta kom verulega á óvart, við vorum ekki einu sinni búnir með lagið,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo sem nú á lag í spánnýjum þáttum HBO úr smiðju sjálfs rokkhundsins Micks Jagger og Martins Scorsese stjörnuleikstjóra, og mun Terence Winter sömuleiðis koma að skrifum. Lagið prýðir nú þegar auglýsingar þáttanna, sem heita Vinyl og eru væntanlegir til sýningar í febrúar á næsta ári. „Ég fékk bara símtal í síðustu viku þar sem mér var sagt að Jagger og Scorsese vildu fá að máta lagið við nýja þáttaröð. Við höfðum þá alls þrjá daga til að klára það,“ segir Jökull og skellir upp úr, en líkt og áður segir var sveitin í miðju tónleikaferðalagi. „Ég varð bara að hoppa inn í næsta hljóðver í Pittsburgh og taka upp sönginn, svo það var óhjákvæmilegt að beila á þrennum tónleikum, því miður, en ég vona að við getum heimsótt þessa staði sem fyrst aftur og bætt þetta upp,“ útskýrir hann, en menn biðja Jagger væntanlega seint að hinkra örlítið „Persónulega fannst mér þetta hálf óþægilegt, ég er ekki hrifinn af að gera svona á síðustu stundu. En vissulega er þetta magnað tækifæri.“ Aðspurður um hvernig hafi komið til að óklárað lagið hafi ratað inn á borð til Jaggers, segist Jökull sannarlega hissa á því. „Atlantic Record, plötufyrirtækið okkar, hefur greinilega sýnt þeim það á einhverjum fundi, og þá bara svona hrátt mix,“ bendir hann á og segir það augljóslega hafa gengið vel, því þeir hafi orðið yfir sig hrifnir. Skyldu þeir eiga von á að hitta Jagger og Scorsese? „Það verður bara að koma í ljós, en það yrði ofboðslega gaman. Við fórum einmitt á tónleika með Rolling Stones í júní, og ég get fullyrt að þeir eru ekkert orðnir lúnir,“ svara Jökull og hlær. Sveitin er þó ekki óvön að stökkva inn og út úr hljóðverðum sí og æ, því meðfram tónleikaferðalaginu hafa þeir verið að taka upp plötu sem væntanleg er í byrjun næsta árs. „Þetta er búið að ganga vel, en síðasta hálfa árið hefur farið rosalega mikið í ferðalög og við höfum komið fram í yfir fjörutíu fylkjum hérna í Bandaríkjunum,“ segir Jökull og bætir við að nú þegar hafi efni plötunnar verið tekið upp í tíu hljóðverum. „Við ætlum svo líklega flestir að kíkja heim í smá jólafrí í Mosfellssveitina yfir jólin, en höldum svo áfram af fullum krafti strax annan janúar,“ segir í lokin, sérdeilis sáttur með að komast aðeins í íslenska hálku. Kaleo Tónlist Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Þetta kom verulega á óvart, við vorum ekki einu sinni búnir með lagið,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo sem nú á lag í spánnýjum þáttum HBO úr smiðju sjálfs rokkhundsins Micks Jagger og Martins Scorsese stjörnuleikstjóra, og mun Terence Winter sömuleiðis koma að skrifum. Lagið prýðir nú þegar auglýsingar þáttanna, sem heita Vinyl og eru væntanlegir til sýningar í febrúar á næsta ári. „Ég fékk bara símtal í síðustu viku þar sem mér var sagt að Jagger og Scorsese vildu fá að máta lagið við nýja þáttaröð. Við höfðum þá alls þrjá daga til að klára það,“ segir Jökull og skellir upp úr, en líkt og áður segir var sveitin í miðju tónleikaferðalagi. „Ég varð bara að hoppa inn í næsta hljóðver í Pittsburgh og taka upp sönginn, svo það var óhjákvæmilegt að beila á þrennum tónleikum, því miður, en ég vona að við getum heimsótt þessa staði sem fyrst aftur og bætt þetta upp,“ útskýrir hann, en menn biðja Jagger væntanlega seint að hinkra örlítið „Persónulega fannst mér þetta hálf óþægilegt, ég er ekki hrifinn af að gera svona á síðustu stundu. En vissulega er þetta magnað tækifæri.“ Aðspurður um hvernig hafi komið til að óklárað lagið hafi ratað inn á borð til Jaggers, segist Jökull sannarlega hissa á því. „Atlantic Record, plötufyrirtækið okkar, hefur greinilega sýnt þeim það á einhverjum fundi, og þá bara svona hrátt mix,“ bendir hann á og segir það augljóslega hafa gengið vel, því þeir hafi orðið yfir sig hrifnir. Skyldu þeir eiga von á að hitta Jagger og Scorsese? „Það verður bara að koma í ljós, en það yrði ofboðslega gaman. Við fórum einmitt á tónleika með Rolling Stones í júní, og ég get fullyrt að þeir eru ekkert orðnir lúnir,“ svara Jökull og hlær. Sveitin er þó ekki óvön að stökkva inn og út úr hljóðverðum sí og æ, því meðfram tónleikaferðalaginu hafa þeir verið að taka upp plötu sem væntanleg er í byrjun næsta árs. „Þetta er búið að ganga vel, en síðasta hálfa árið hefur farið rosalega mikið í ferðalög og við höfum komið fram í yfir fjörutíu fylkjum hérna í Bandaríkjunum,“ segir Jökull og bætir við að nú þegar hafi efni plötunnar verið tekið upp í tíu hljóðverum. „Við ætlum svo líklega flestir að kíkja heim í smá jólafrí í Mosfellssveitina yfir jólin, en höldum svo áfram af fullum krafti strax annan janúar,“ segir í lokin, sérdeilis sáttur með að komast aðeins í íslenska hálku.
Kaleo Tónlist Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira