Fjárkúgunin og nauðgunarkæra á leið til ríkissaksóknara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2015 13:57 Hlín Einarsdóttir. Rannsókn lögreglu á tilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand til að fjárkúga forsætisráðherra, fjárkúgun þeirra systra á hendur fyrrum samstarfsmanni Hlínar og kæru Hlínar á hendur sama samstarfsmanni fyrir nauðgun er langt á veg komin. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður á rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta við Vísi. Lögreglu bárust á dögunum niðurstöður úr rannsóknum á lífssýni sem fundust á fjárkúgunarbréfi sem þær systur sendu á heimili forsætisráðherra í maí. Friðrik segist ekki geta upplýst um hvað hafi komið úr úr rannsókninni á lífssýnum þeim sem fundust. „Rannsókn er enn í gangi en lýkur vonandi fljótlega,“ segir Friðrik Smári.Sjá einnig:Sérsveit kölluð til þótt öryggis ráðherra væri ekki ógnaðSysturnar voru sem kunnugt er handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði þegar þær ætluðu að sækja átta milljónir króna. Fjárhæðinnar kröfðust þær af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra en ella myndu þær leka upplýsingum í fjölmiðla sem kæmu honum illa. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða upplýsingar um meinta aðkomu forsætisráðherra á lánafyrirgreiðslu frá MP banka til Pressunnar, fjölmiðlafyrirtækis Björns Inga Hrafnssonar. Eftir að systurnar voru handteknar kærði fyrrum samstarfsfélagi Hlínar þær systur til lögreglu fyrir fjárkúgun í apríl eða tæpum þremur mánuðum fyrr. Sagði hann systurnar hafa hótað að kæra sig fyrir nauðgun samþykkti hann ekki greiðslurnar. Systurnar hafa viðurkennt að hafa tekið við 750 þúsund krónum en fullyrt að um miskabætur hafi verið að ræða, enginn hafi verið kúgaður. Nokkrum dögum eftir að maðurinn lagði fram kæru lagði Hlín sjálf fram kæru á hendur manninum fyrir nauðgun. Liggur fyrir að maðurinn og Hlín fóru heim saman laugardaginn 4. apríl en tvennur sögum fer af því hvað þar fór fram. Öll þrjú málin heyra undir Friðrik Smára sem reiknar með því að þau verði öll send ríkissaksóknara þegar rannsókn lýkur á næstunni. Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 Skilorðsbundnir dómar fyrir að kúga fé út úr forstjóra Nóa Siríus Samkvæmt refsirammanum gætu systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Fordæmi leiða líkur að mun vægari dómum. 4. júní 2015 07:00 Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Rannsókn lögreglu á tilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand til að fjárkúga forsætisráðherra, fjárkúgun þeirra systra á hendur fyrrum samstarfsmanni Hlínar og kæru Hlínar á hendur sama samstarfsmanni fyrir nauðgun er langt á veg komin. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður á rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta við Vísi. Lögreglu bárust á dögunum niðurstöður úr rannsóknum á lífssýni sem fundust á fjárkúgunarbréfi sem þær systur sendu á heimili forsætisráðherra í maí. Friðrik segist ekki geta upplýst um hvað hafi komið úr úr rannsókninni á lífssýnum þeim sem fundust. „Rannsókn er enn í gangi en lýkur vonandi fljótlega,“ segir Friðrik Smári.Sjá einnig:Sérsveit kölluð til þótt öryggis ráðherra væri ekki ógnaðSysturnar voru sem kunnugt er handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði þegar þær ætluðu að sækja átta milljónir króna. Fjárhæðinnar kröfðust þær af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra en ella myndu þær leka upplýsingum í fjölmiðla sem kæmu honum illa. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða upplýsingar um meinta aðkomu forsætisráðherra á lánafyrirgreiðslu frá MP banka til Pressunnar, fjölmiðlafyrirtækis Björns Inga Hrafnssonar. Eftir að systurnar voru handteknar kærði fyrrum samstarfsfélagi Hlínar þær systur til lögreglu fyrir fjárkúgun í apríl eða tæpum þremur mánuðum fyrr. Sagði hann systurnar hafa hótað að kæra sig fyrir nauðgun samþykkti hann ekki greiðslurnar. Systurnar hafa viðurkennt að hafa tekið við 750 þúsund krónum en fullyrt að um miskabætur hafi verið að ræða, enginn hafi verið kúgaður. Nokkrum dögum eftir að maðurinn lagði fram kæru lagði Hlín sjálf fram kæru á hendur manninum fyrir nauðgun. Liggur fyrir að maðurinn og Hlín fóru heim saman laugardaginn 4. apríl en tvennur sögum fer af því hvað þar fór fram. Öll þrjú málin heyra undir Friðrik Smára sem reiknar með því að þau verði öll send ríkissaksóknara þegar rannsókn lýkur á næstunni.
Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 Skilorðsbundnir dómar fyrir að kúga fé út úr forstjóra Nóa Siríus Samkvæmt refsirammanum gætu systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Fordæmi leiða líkur að mun vægari dómum. 4. júní 2015 07:00 Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08
Skilorðsbundnir dómar fyrir að kúga fé út úr forstjóra Nóa Siríus Samkvæmt refsirammanum gætu systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Fordæmi leiða líkur að mun vægari dómum. 4. júní 2015 07:00
Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað. 3. júní 2015 07:00