Gagnrýna hátt verðlag á ferðamannastöðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2015 09:15 Neytendasamtökin munu skoða verðlag á ferðamannastöðum á næstu misserum. VÍSIR/GVA „Ferðamenn skilja oft ekki hvernig við Íslendingar getum lifað á þessu landi. Þeir tala þá aðallega um verð á mat og verð á veitingastöðum miðað við meðallaun Íslendinga," segir Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna, um hátt verðlag á ferðamannastöðum á Íslandi. Kári hefur að undanförnu skoðað verð á ýmsum ferðamannastöðum á landinu. „Hátt verðlag á ferðamannastöðum er mjög neikvætt fyrir erlenda ferðamenn sem og Íslendinga sem langar að ferðast um landið,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.Jóhannes Gunnarsson„Verðlagning á Íslandi er frjáls og hafa Neytendasamtökin því engar lagaheimildir til þess að grípa til aðgerða gegn ríflegri álagningu á ferðamannastöðum. Ef menn eru þó farnir að fara langt yfir það sem eðlilegt telst verðum við að kanna hvað sé hægt að gera,“ segir Jóhannes og bætir því við að hátt verðlag á ferðamannastöðum sé gagnrýnisvert fyrir Ísland sem ferðamannaland. „Ég minni líka á það að neytendur á Íslandi eiga að vera gagnrýnir og forðast staði sem selja á óhóflegu verði.“ Neytendasamtökin munu skoða verðlag á ferðamannastöðum á næstu misserum. „Ég var með ferðamann um daginn sem keypti sér bol á 1.500 kr. merktan Hellisheiðarvirkjun. Daginn eftir vorum við í Bláa lóninu og þar kostaði bolur merktur frá þeim um 4.950 kr. Ekki get ég ímyndað mér mikinn gæðamun,” segir Kári.Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna.Kári skoðaði einnig verð á svokölluðum Bjórvettlingum. Bjórvettlingar eru framleiddir á íslandi og eru vettlingar úr ull með hólfi fyrir drykki sem haldast kaldir. „Mér var alveg ofboðið þegar ég sá verðið á vettlingunum í Vík. Þeir kostuðu heilar 5.000 kr., en sams konar vettlingar frá Icewear kosta 1.900 kr.“ Auk þessa skoðaði Kári verð á íslenska súkkulaðinu Omnom. „Sextíu og fimm grömm af súkkulaði á 1.490 kr. Hvað kosta þá 100 grömm? Ég spurði afgreiðslustúlku í Bláa lóninu hvort súkkulaðið seldist og hún sagði að mikið seldist af því,“ segir Kári og bætir við að hann bendi ferðamönnum á að kaupa súkkulaði frá Nóa Síríus á mun lægra verði. „Ég myndi ekki benda fólki á að kaupa súkkulaði frá Omnom.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Ferðamenn skilja oft ekki hvernig við Íslendingar getum lifað á þessu landi. Þeir tala þá aðallega um verð á mat og verð á veitingastöðum miðað við meðallaun Íslendinga," segir Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna, um hátt verðlag á ferðamannastöðum á Íslandi. Kári hefur að undanförnu skoðað verð á ýmsum ferðamannastöðum á landinu. „Hátt verðlag á ferðamannastöðum er mjög neikvætt fyrir erlenda ferðamenn sem og Íslendinga sem langar að ferðast um landið,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.Jóhannes Gunnarsson„Verðlagning á Íslandi er frjáls og hafa Neytendasamtökin því engar lagaheimildir til þess að grípa til aðgerða gegn ríflegri álagningu á ferðamannastöðum. Ef menn eru þó farnir að fara langt yfir það sem eðlilegt telst verðum við að kanna hvað sé hægt að gera,“ segir Jóhannes og bætir því við að hátt verðlag á ferðamannastöðum sé gagnrýnisvert fyrir Ísland sem ferðamannaland. „Ég minni líka á það að neytendur á Íslandi eiga að vera gagnrýnir og forðast staði sem selja á óhóflegu verði.“ Neytendasamtökin munu skoða verðlag á ferðamannastöðum á næstu misserum. „Ég var með ferðamann um daginn sem keypti sér bol á 1.500 kr. merktan Hellisheiðarvirkjun. Daginn eftir vorum við í Bláa lóninu og þar kostaði bolur merktur frá þeim um 4.950 kr. Ekki get ég ímyndað mér mikinn gæðamun,” segir Kári.Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna.Kári skoðaði einnig verð á svokölluðum Bjórvettlingum. Bjórvettlingar eru framleiddir á íslandi og eru vettlingar úr ull með hólfi fyrir drykki sem haldast kaldir. „Mér var alveg ofboðið þegar ég sá verðið á vettlingunum í Vík. Þeir kostuðu heilar 5.000 kr., en sams konar vettlingar frá Icewear kosta 1.900 kr.“ Auk þessa skoðaði Kári verð á íslenska súkkulaðinu Omnom. „Sextíu og fimm grömm af súkkulaði á 1.490 kr. Hvað kosta þá 100 grömm? Ég spurði afgreiðslustúlku í Bláa lóninu hvort súkkulaðið seldist og hún sagði að mikið seldist af því,“ segir Kári og bætir við að hann bendi ferðamönnum á að kaupa súkkulaði frá Nóa Síríus á mun lægra verði. „Ég myndi ekki benda fólki á að kaupa súkkulaði frá Omnom.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira