Mótmælandi handtekinn á Austurvelli Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2015 18:29 Þrír eða fjórir lögregluþjónar yfirbuguðu manninn. Vísir Lögregla handtók fyrir stuttu karlmann á miðjum aldri við mótmælin á Austurvelli sem nú standa yfir. Að sögn blaðamanns Vísis sem staddur er á mótmælunum hafði maðurinn stungið sér inn fyrir varnarvegg lögreglu og reyndi að komast inn í Alþingishúsið áður en lögregla yfirbugaði hann. Líkt og sjá má á myndum og myndskeiði með fréttinni, tóku nokkrir lögreglumenn þátt í því að yfirbuga manninn. Hann var síðan færður úr augsýn mótmælenda og svo virðist sem aukið hafi verið við mannskap lögreglu við þinghúsið í kjölfar atviksins. Hátt í þrjátíu lögreglumenn gæta nú hússins en aðeins um fimm til tíu gættu þess áður.Sjá einnig: 99 ástæður til byltingar Maðurinn reyndi fyrst að komast inn um gömlu dyr Alþingishússins en tókst það ekki. Hann hljóp nokkuð lengi undan lögregluþjónum en nam svo staðar með hendurnar út í loft til að reyna að halda lögreglumönnum frá. Þeir hlupu þó beint á hann og ýttu í jörðina. Að sögn blaðamanns Vísis á staðnum virtist handtaka mannsins ekki vekja mikla reiði meðal mótmælenda á Austurvelli. Örfáum eggjum og kínverjum hafi þó verið grýtt í þinghúsið eftir handtökuna en ekki endilega vegna hennar.Uppfært: Maðurinn sem var handtekinn, Björgvin Þór Hólm, framkvæmdastjóri Tölvuvirkni, kveðst hafa tekið meðvitaða ákvörðun um borgaralega óhlýðni af sinni hálfu í dag. Það hafi verið gert til þess að vekja athygli á störfum ríkisstjórnarinnar „sem séu óboðleg“. Honum þykir þó miður að hafa truflað störf lögreglu og segist hafa játað brot sitt skýlaust. Ekki sé hægt að setja út á störf lögreglu. Tengdar fréttir Enn ein mótmælin gegn ríkisstjórninni á Austurvelli Um 4.400 manns hafa boðað komu sína á Facebook. 24. maí 2015 18:26 Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. 26. maí 2015 12:15 „Ósvífið og óheiðarlegt að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað“ Forsætisráðherra fór yfir nokkrar staðreyndir á Alþingi í dag og sagði meðal annars tekjujöfnuð hafa aukist í tíð ríkisstjórnar sinnar. 26. maí 2015 15:40 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Lögregla handtók fyrir stuttu karlmann á miðjum aldri við mótmælin á Austurvelli sem nú standa yfir. Að sögn blaðamanns Vísis sem staddur er á mótmælunum hafði maðurinn stungið sér inn fyrir varnarvegg lögreglu og reyndi að komast inn í Alþingishúsið áður en lögregla yfirbugaði hann. Líkt og sjá má á myndum og myndskeiði með fréttinni, tóku nokkrir lögreglumenn þátt í því að yfirbuga manninn. Hann var síðan færður úr augsýn mótmælenda og svo virðist sem aukið hafi verið við mannskap lögreglu við þinghúsið í kjölfar atviksins. Hátt í þrjátíu lögreglumenn gæta nú hússins en aðeins um fimm til tíu gættu þess áður.Sjá einnig: 99 ástæður til byltingar Maðurinn reyndi fyrst að komast inn um gömlu dyr Alþingishússins en tókst það ekki. Hann hljóp nokkuð lengi undan lögregluþjónum en nam svo staðar með hendurnar út í loft til að reyna að halda lögreglumönnum frá. Þeir hlupu þó beint á hann og ýttu í jörðina. Að sögn blaðamanns Vísis á staðnum virtist handtaka mannsins ekki vekja mikla reiði meðal mótmælenda á Austurvelli. Örfáum eggjum og kínverjum hafi þó verið grýtt í þinghúsið eftir handtökuna en ekki endilega vegna hennar.Uppfært: Maðurinn sem var handtekinn, Björgvin Þór Hólm, framkvæmdastjóri Tölvuvirkni, kveðst hafa tekið meðvitaða ákvörðun um borgaralega óhlýðni af sinni hálfu í dag. Það hafi verið gert til þess að vekja athygli á störfum ríkisstjórnarinnar „sem séu óboðleg“. Honum þykir þó miður að hafa truflað störf lögreglu og segist hafa játað brot sitt skýlaust. Ekki sé hægt að setja út á störf lögreglu.
Tengdar fréttir Enn ein mótmælin gegn ríkisstjórninni á Austurvelli Um 4.400 manns hafa boðað komu sína á Facebook. 24. maí 2015 18:26 Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. 26. maí 2015 12:15 „Ósvífið og óheiðarlegt að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað“ Forsætisráðherra fór yfir nokkrar staðreyndir á Alþingi í dag og sagði meðal annars tekjujöfnuð hafa aukist í tíð ríkisstjórnar sinnar. 26. maí 2015 15:40 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Enn ein mótmælin gegn ríkisstjórninni á Austurvelli Um 4.400 manns hafa boðað komu sína á Facebook. 24. maí 2015 18:26
Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. 26. maí 2015 12:15
„Ósvífið og óheiðarlegt að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað“ Forsætisráðherra fór yfir nokkrar staðreyndir á Alþingi í dag og sagði meðal annars tekjujöfnuð hafa aukist í tíð ríkisstjórnar sinnar. 26. maí 2015 15:40