Róstusamt í ræðustólnum Snærós Sindradóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 13. júní 2015 07:00 Sigmundur Stjórnarandstaðan segir ráðamenn loka augunum gagnvart vanda heilbrigðiskerfisins. vísir/valli Það kom mörgum stjórnarandstæðingum í opna skjöldu á þingfundi í gær að Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, mælti fyrir frumvarpinu en ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. „Við höfum lengi kallað eftir því að fram færi samtal og umræða um þessi mál en við höfum greinilega talað við vitlausa menn,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, færi með kjaramál. Því spyr ég nú, hví varð landbúnaðarráðherra ekki við kröfum okkar um að taka kjaramál til umræðu?“Katrín Júlíusdóttir Mikil ólga var á Alþingi í gær undir umræðum um lög á verkfall Bandalags háskólamanna og hjúkrunarfræðinga. Umræður um frumvarpið stóðu enn á Alþingi þegar Fréttablaðið fór í prentun en að öllum líkindum verður fjallað um málið í allsherjar- og menntamálanefnd í dag og málinu lokið í seinni umræðum í kjölfarið. Frumvarpið sem Sigurður Ingi lagði fram bannar allar vinnustöðvanir og aðgerðir til að knýja fram kjarabætur. Hafi deiluaðilar ekki skrifað undir kjarasamninga fyrir 1. júlí skal Hæstiréttur skipa þrjá menn í gerðardóm sem ákveður kaup og kjör félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem um ræðir. Gerðardómur skal taka mið af kjörum þeirra stétta sem teljast sambærilegar í menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Auk þess skal gerðardómur gæta að stöðugleika efnahagsmála.Gunnar Bragi Sveinsson Hiti var í þingmönnum en meðal annars voru gerð hróp og köll að Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra þegar hann sakaði stjórnarandstöðuna um kjarkleysi og hlaut Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, lófatak úr áhorfendastúkum þegar hann hvatti þingheim til að leita annarra lausna en að setja lög á verkfallið. Við upphaf þingfundar voru félagsmenn BHM og Félags hjúkrunarfræðinga mættir á Austurvöll til að mótmæla frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóðið var þungt í fólki. „Það er bara hörmuleg niðurstaða,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um lagasetningu á verkföllin. „Versta mögulega niðurstaða. Við höfum samningsrétt samkvæmt stjórnarskrá og viljum semja um kaup okkar og kjör. Fólk er mjög reitt, það er vonsvikið og finnst það hafa verið niðurlægt í þessu langa ferli. Við höfum ekki fengið alvöru samningaviðræður. Ríkið gerði ekkert til að reyna að koma í veg fyrir verkföllin. Staðan er mjög alvarleg.“ Verkfall 2016 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Það kom mörgum stjórnarandstæðingum í opna skjöldu á þingfundi í gær að Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, mælti fyrir frumvarpinu en ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. „Við höfum lengi kallað eftir því að fram færi samtal og umræða um þessi mál en við höfum greinilega talað við vitlausa menn,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, færi með kjaramál. Því spyr ég nú, hví varð landbúnaðarráðherra ekki við kröfum okkar um að taka kjaramál til umræðu?“Katrín Júlíusdóttir Mikil ólga var á Alþingi í gær undir umræðum um lög á verkfall Bandalags háskólamanna og hjúkrunarfræðinga. Umræður um frumvarpið stóðu enn á Alþingi þegar Fréttablaðið fór í prentun en að öllum líkindum verður fjallað um málið í allsherjar- og menntamálanefnd í dag og málinu lokið í seinni umræðum í kjölfarið. Frumvarpið sem Sigurður Ingi lagði fram bannar allar vinnustöðvanir og aðgerðir til að knýja fram kjarabætur. Hafi deiluaðilar ekki skrifað undir kjarasamninga fyrir 1. júlí skal Hæstiréttur skipa þrjá menn í gerðardóm sem ákveður kaup og kjör félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem um ræðir. Gerðardómur skal taka mið af kjörum þeirra stétta sem teljast sambærilegar í menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Auk þess skal gerðardómur gæta að stöðugleika efnahagsmála.Gunnar Bragi Sveinsson Hiti var í þingmönnum en meðal annars voru gerð hróp og köll að Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra þegar hann sakaði stjórnarandstöðuna um kjarkleysi og hlaut Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, lófatak úr áhorfendastúkum þegar hann hvatti þingheim til að leita annarra lausna en að setja lög á verkfallið. Við upphaf þingfundar voru félagsmenn BHM og Félags hjúkrunarfræðinga mættir á Austurvöll til að mótmæla frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóðið var þungt í fólki. „Það er bara hörmuleg niðurstaða,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um lagasetningu á verkföllin. „Versta mögulega niðurstaða. Við höfum samningsrétt samkvæmt stjórnarskrá og viljum semja um kaup okkar og kjör. Fólk er mjög reitt, það er vonsvikið og finnst það hafa verið niðurlægt í þessu langa ferli. Við höfum ekki fengið alvöru samningaviðræður. Ríkið gerði ekkert til að reyna að koma í veg fyrir verkföllin. Staðan er mjög alvarleg.“
Verkfall 2016 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira