Fórnarlamb þurfti að skipta um skóla Snærós Sindradóttir skrifar 13. júní 2015 12:00 Mennirnir fimm voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald þegar málið kom upp í maí í fyrra. Þeir neita nú allir sök. vísir/daníel „Við vonumst auðvitað til þess að þeir verði sakfelldir,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, réttargæslumaður fórnarlambsins í hópnauðgunarmálinu. Mál fimmmenninganna sem gefið er að sök að hafa nauðgað sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í fyrra var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fórnarlambið var sextán ára þegar atvikið átti sér stað. „Brotaþoli hefur þurft að flýja heimili sitt ef við tölum hreint út. Hún hefur þurft að flýja heimili sitt og hefur búið annars staðar. Það er mjög erfitt í svona litlu samfélagi þegar það eru fimm aðilar sem ganga í sama skóla,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, réttargæslumaður brotaþola.Foreldrar stúlkunnar fara fram á rúmar tíu milljónir króna í miskabætur fyrir hönd hennar. „Það var gerð há bótakrafa í málinu sem lýsir því hversu alvarlegt málið er. Þetta er einstaklega erfitt mál. Það er mjög alvarlegt þegar svona hlutir koma upp og þú ert sextán ára og þarft að flytja í annað sveitarfélag.“ Eins og áður hefur komið fram lýstu fjórir mannanna sig saklausa við þingfestingu málsins í héraðsdómi í gær. Sá fimmti er búsettur í Svíþjóð en hann neitar líka sök. Mennirnir eru allir ákærðir fyrir að hafa nauðgað stúlkunni og neytt hana til munnmaka. Í ákæru er því lýst hvernig stúlkan gat ekki spornað við verknaðinum af ótta við mennina fimm. Þá er einn mannanna ákærður fyrir að hafa nauðgað henni aftur inni á baðherbergi íbúðarinnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti atvikið sér stað í lok samkvæmis í heimahúsi eins hinna ákærðu í Breiðholti. Heimildirnar herma að nær allir gestirnir, sem flestir voru undir lögaldri, hafi verið farnir úr samkvæminu þegar atvikið átti sér stað og að stúlkan hafi jafnvel verið ein eftir með mönnunum. Einn mannanna tók atvikið upp á myndband sem síðar var sýnt samnemendum stúlkunnar í matsal skólans. Það myndband er lagt fram sem sönnunargagn í málinu. Maðurinn er ákærður fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum með upptöku og birtingu myndbandsins. Frestur til að skila greinargerð í málinu er til 2. september. Í kjölfarið fer fram aðalmeðferð. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Við vonumst auðvitað til þess að þeir verði sakfelldir,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, réttargæslumaður fórnarlambsins í hópnauðgunarmálinu. Mál fimmmenninganna sem gefið er að sök að hafa nauðgað sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í fyrra var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fórnarlambið var sextán ára þegar atvikið átti sér stað. „Brotaþoli hefur þurft að flýja heimili sitt ef við tölum hreint út. Hún hefur þurft að flýja heimili sitt og hefur búið annars staðar. Það er mjög erfitt í svona litlu samfélagi þegar það eru fimm aðilar sem ganga í sama skóla,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, réttargæslumaður brotaþola.Foreldrar stúlkunnar fara fram á rúmar tíu milljónir króna í miskabætur fyrir hönd hennar. „Það var gerð há bótakrafa í málinu sem lýsir því hversu alvarlegt málið er. Þetta er einstaklega erfitt mál. Það er mjög alvarlegt þegar svona hlutir koma upp og þú ert sextán ára og þarft að flytja í annað sveitarfélag.“ Eins og áður hefur komið fram lýstu fjórir mannanna sig saklausa við þingfestingu málsins í héraðsdómi í gær. Sá fimmti er búsettur í Svíþjóð en hann neitar líka sök. Mennirnir eru allir ákærðir fyrir að hafa nauðgað stúlkunni og neytt hana til munnmaka. Í ákæru er því lýst hvernig stúlkan gat ekki spornað við verknaðinum af ótta við mennina fimm. Þá er einn mannanna ákærður fyrir að hafa nauðgað henni aftur inni á baðherbergi íbúðarinnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti atvikið sér stað í lok samkvæmis í heimahúsi eins hinna ákærðu í Breiðholti. Heimildirnar herma að nær allir gestirnir, sem flestir voru undir lögaldri, hafi verið farnir úr samkvæminu þegar atvikið átti sér stað og að stúlkan hafi jafnvel verið ein eftir með mönnunum. Einn mannanna tók atvikið upp á myndband sem síðar var sýnt samnemendum stúlkunnar í matsal skólans. Það myndband er lagt fram sem sönnunargagn í málinu. Maðurinn er ákærður fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum með upptöku og birtingu myndbandsins. Frestur til að skila greinargerð í málinu er til 2. september. Í kjölfarið fer fram aðalmeðferð.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira