Neitar því að hafa hótað Ásgeiri Kolbeins: „Þetta er leiksýning hjá honum“ Bjarki Ármannsson skrifar 16. mars 2015 21:14 Kamran Keivalou segir rekstur Austurs í núverandi mynd ólöglegan. Vísir/Vilhelm „Þetta er alls ekki satt,“ segir Kamran Keivalou, einn eigenda skemmtistaðarins Austur, um kæru Ásgeirs Kolbeinssonar til lögreglu vegna meintra hótana Kamran í sinn garð. Kamran og Ásgeir hafa deilt um rekstur skemmtistaðarins um nokkra hríð en sá fyrrnefndi segir að með kærunni sé verið að reyna að slá ryki í augu fólks. „Fyrir um mánuði fengum við lögmaður minn boð frá lögreglu um að koma og svara spurningum um þetta, hvort ég hafi hótað honum eður ei,“ segir hinn íranski Kamran. „Við neituðum því. Hann er að nota þetta til að rugla Íslendinga, og íslenska lögreglu, í ríminu og beina sjónum frá því ólöglega sem hann er að gera á Austri. Þetta er leiksýning hjá honum.“ Harðsvírar deilur um rekstur Austurs Stundin greindi fyrst frá deilum þeirra Kamran og Ásgeirs í síðustu viku. Félagið Alfacom General Trading í eigu Kamran gerði tilboð í 101 Austurstræti, félagið sem sér um rekstur Austurs, haustið 2013. Ásgeir Kolbeinsson, sem átti fjórðung í 101 Austurstræti, segir Kamran hafa samið um að kaupa allt hlutaféð en aðeins greitt fyrir helming þess. Kamran lét loka posum félagsins vegna deilna um samþykki fyrir greiðslum félagsins. Í kjölfar þess stofnaði Ásgeir félagið Austurstræti 5 sem tekur við greiðslum og starfrækir posa Austurs. Sjá einnig: Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Ásgeir sakar Kamran um hótanir.Vísir/Vilhelm Vínveitingarleyfi staðarins er hins vegar enn skráð á 101 Austurstræti. Þetta sætta forsvarsmenn sig Alfacom ekki við og hafa farið fram á við lögreglu og embætti sýslumanns að rekstri staðarins verði lokað þar sem félagið hafi hvorki leyfi til rekstursins né gildan leigusamning. „Alls ekki röddin mín“ Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Ásgeir hafa afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum Kamran í sinn garð. Ásgeir segir upptökuna óyggjandi sönnunargagn en Kamran segir hana falsaða og að einhver annar en hann sjálfur sé að tala inn á hana. „Þetta er alls ekki röddin mín,“ segir hann. „Það var engin þörf á að hóta nokkrum manni þar sem við vorum búnir að kæra þetta. Þegar maður kærir einhvern formlega til lögreglu, og gerir allt löglega, er engin þörf á að hóta viðkomandi.“ Kæra Kamran til lögreglu er nú hjá ákærusviði sem mun taka ákvörðun um hvort rannsaka þurfi málið frekar eða ástæða sé til að gefa út ákæru. Tengdar fréttir Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23 Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Sjá meira
„Þetta er alls ekki satt,“ segir Kamran Keivalou, einn eigenda skemmtistaðarins Austur, um kæru Ásgeirs Kolbeinssonar til lögreglu vegna meintra hótana Kamran í sinn garð. Kamran og Ásgeir hafa deilt um rekstur skemmtistaðarins um nokkra hríð en sá fyrrnefndi segir að með kærunni sé verið að reyna að slá ryki í augu fólks. „Fyrir um mánuði fengum við lögmaður minn boð frá lögreglu um að koma og svara spurningum um þetta, hvort ég hafi hótað honum eður ei,“ segir hinn íranski Kamran. „Við neituðum því. Hann er að nota þetta til að rugla Íslendinga, og íslenska lögreglu, í ríminu og beina sjónum frá því ólöglega sem hann er að gera á Austri. Þetta er leiksýning hjá honum.“ Harðsvírar deilur um rekstur Austurs Stundin greindi fyrst frá deilum þeirra Kamran og Ásgeirs í síðustu viku. Félagið Alfacom General Trading í eigu Kamran gerði tilboð í 101 Austurstræti, félagið sem sér um rekstur Austurs, haustið 2013. Ásgeir Kolbeinsson, sem átti fjórðung í 101 Austurstræti, segir Kamran hafa samið um að kaupa allt hlutaféð en aðeins greitt fyrir helming þess. Kamran lét loka posum félagsins vegna deilna um samþykki fyrir greiðslum félagsins. Í kjölfar þess stofnaði Ásgeir félagið Austurstræti 5 sem tekur við greiðslum og starfrækir posa Austurs. Sjá einnig: Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Ásgeir sakar Kamran um hótanir.Vísir/Vilhelm Vínveitingarleyfi staðarins er hins vegar enn skráð á 101 Austurstræti. Þetta sætta forsvarsmenn sig Alfacom ekki við og hafa farið fram á við lögreglu og embætti sýslumanns að rekstri staðarins verði lokað þar sem félagið hafi hvorki leyfi til rekstursins né gildan leigusamning. „Alls ekki röddin mín“ Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Ásgeir hafa afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum Kamran í sinn garð. Ásgeir segir upptökuna óyggjandi sönnunargagn en Kamran segir hana falsaða og að einhver annar en hann sjálfur sé að tala inn á hana. „Þetta er alls ekki röddin mín,“ segir hann. „Það var engin þörf á að hóta nokkrum manni þar sem við vorum búnir að kæra þetta. Þegar maður kærir einhvern formlega til lögreglu, og gerir allt löglega, er engin þörf á að hóta viðkomandi.“ Kæra Kamran til lögreglu er nú hjá ákærusviði sem mun taka ákvörðun um hvort rannsaka þurfi málið frekar eða ástæða sé til að gefa út ákæru.
Tengdar fréttir Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23 Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Sjá meira
Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23
Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48