Neitar því að hafa hótað Ásgeiri Kolbeins: „Þetta er leiksýning hjá honum“ Bjarki Ármannsson skrifar 16. mars 2015 21:14 Kamran Keivalou segir rekstur Austurs í núverandi mynd ólöglegan. Vísir/Vilhelm „Þetta er alls ekki satt,“ segir Kamran Keivalou, einn eigenda skemmtistaðarins Austur, um kæru Ásgeirs Kolbeinssonar til lögreglu vegna meintra hótana Kamran í sinn garð. Kamran og Ásgeir hafa deilt um rekstur skemmtistaðarins um nokkra hríð en sá fyrrnefndi segir að með kærunni sé verið að reyna að slá ryki í augu fólks. „Fyrir um mánuði fengum við lögmaður minn boð frá lögreglu um að koma og svara spurningum um þetta, hvort ég hafi hótað honum eður ei,“ segir hinn íranski Kamran. „Við neituðum því. Hann er að nota þetta til að rugla Íslendinga, og íslenska lögreglu, í ríminu og beina sjónum frá því ólöglega sem hann er að gera á Austri. Þetta er leiksýning hjá honum.“ Harðsvírar deilur um rekstur Austurs Stundin greindi fyrst frá deilum þeirra Kamran og Ásgeirs í síðustu viku. Félagið Alfacom General Trading í eigu Kamran gerði tilboð í 101 Austurstræti, félagið sem sér um rekstur Austurs, haustið 2013. Ásgeir Kolbeinsson, sem átti fjórðung í 101 Austurstræti, segir Kamran hafa samið um að kaupa allt hlutaféð en aðeins greitt fyrir helming þess. Kamran lét loka posum félagsins vegna deilna um samþykki fyrir greiðslum félagsins. Í kjölfar þess stofnaði Ásgeir félagið Austurstræti 5 sem tekur við greiðslum og starfrækir posa Austurs. Sjá einnig: Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Ásgeir sakar Kamran um hótanir.Vísir/Vilhelm Vínveitingarleyfi staðarins er hins vegar enn skráð á 101 Austurstræti. Þetta sætta forsvarsmenn sig Alfacom ekki við og hafa farið fram á við lögreglu og embætti sýslumanns að rekstri staðarins verði lokað þar sem félagið hafi hvorki leyfi til rekstursins né gildan leigusamning. „Alls ekki röddin mín“ Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Ásgeir hafa afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum Kamran í sinn garð. Ásgeir segir upptökuna óyggjandi sönnunargagn en Kamran segir hana falsaða og að einhver annar en hann sjálfur sé að tala inn á hana. „Þetta er alls ekki röddin mín,“ segir hann. „Það var engin þörf á að hóta nokkrum manni þar sem við vorum búnir að kæra þetta. Þegar maður kærir einhvern formlega til lögreglu, og gerir allt löglega, er engin þörf á að hóta viðkomandi.“ Kæra Kamran til lögreglu er nú hjá ákærusviði sem mun taka ákvörðun um hvort rannsaka þurfi málið frekar eða ástæða sé til að gefa út ákæru. Tengdar fréttir Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23 Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
„Þetta er alls ekki satt,“ segir Kamran Keivalou, einn eigenda skemmtistaðarins Austur, um kæru Ásgeirs Kolbeinssonar til lögreglu vegna meintra hótana Kamran í sinn garð. Kamran og Ásgeir hafa deilt um rekstur skemmtistaðarins um nokkra hríð en sá fyrrnefndi segir að með kærunni sé verið að reyna að slá ryki í augu fólks. „Fyrir um mánuði fengum við lögmaður minn boð frá lögreglu um að koma og svara spurningum um þetta, hvort ég hafi hótað honum eður ei,“ segir hinn íranski Kamran. „Við neituðum því. Hann er að nota þetta til að rugla Íslendinga, og íslenska lögreglu, í ríminu og beina sjónum frá því ólöglega sem hann er að gera á Austri. Þetta er leiksýning hjá honum.“ Harðsvírar deilur um rekstur Austurs Stundin greindi fyrst frá deilum þeirra Kamran og Ásgeirs í síðustu viku. Félagið Alfacom General Trading í eigu Kamran gerði tilboð í 101 Austurstræti, félagið sem sér um rekstur Austurs, haustið 2013. Ásgeir Kolbeinsson, sem átti fjórðung í 101 Austurstræti, segir Kamran hafa samið um að kaupa allt hlutaféð en aðeins greitt fyrir helming þess. Kamran lét loka posum félagsins vegna deilna um samþykki fyrir greiðslum félagsins. Í kjölfar þess stofnaði Ásgeir félagið Austurstræti 5 sem tekur við greiðslum og starfrækir posa Austurs. Sjá einnig: Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Ásgeir sakar Kamran um hótanir.Vísir/Vilhelm Vínveitingarleyfi staðarins er hins vegar enn skráð á 101 Austurstræti. Þetta sætta forsvarsmenn sig Alfacom ekki við og hafa farið fram á við lögreglu og embætti sýslumanns að rekstri staðarins verði lokað þar sem félagið hafi hvorki leyfi til rekstursins né gildan leigusamning. „Alls ekki röddin mín“ Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Ásgeir hafa afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum Kamran í sinn garð. Ásgeir segir upptökuna óyggjandi sönnunargagn en Kamran segir hana falsaða og að einhver annar en hann sjálfur sé að tala inn á hana. „Þetta er alls ekki röddin mín,“ segir hann. „Það var engin þörf á að hóta nokkrum manni þar sem við vorum búnir að kæra þetta. Þegar maður kærir einhvern formlega til lögreglu, og gerir allt löglega, er engin þörf á að hóta viðkomandi.“ Kæra Kamran til lögreglu er nú hjá ákærusviði sem mun taka ákvörðun um hvort rannsaka þurfi málið frekar eða ástæða sé til að gefa út ákæru.
Tengdar fréttir Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23 Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23
Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48