Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni ingvar haraldsson skrifar 13. mars 2015 10:48 vísir/austur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti sýslumanns eru með rekstur skemmtistaðarins og Austurs, við Austurstræti 7 í Reykjavík, til rannsóknar. Stundin greindir frá.Hafliði Þórðarson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að til rannsóknar sé mál til tengt rekstri Austurs. “Það hafa verið kærð ætluð saknæm háttsemi varðandi fjármál staðarins,“ segir Hafliði. Málið er nú statt hjá ákærusviði sem mun taka ákvörðun um hvort rannsaka þurfi málið frekar eða ástæða sé til að gefa út ákæru að sögn Hafliða. Harðvítugar deilur um eignarhald Málið snýst um harðvítugar deilur innan einkahlutafélagsins 101 Austurstrætis sem sér um rekstur Austurs. Deilurnar hófust þegar félagið Alfacom General Trading í eigu Íranans Kamran Keivanlou keypti helmingshlut í 101 Austurstræti haustið 2013. Félagið keypti fjórðung af Ásgeiri Kolbeinssyni og hinn fjórðunginn af félagi í eigu Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka.Styrmir Þór Bragason og Ásgeir Kolbeinsson eiga helming hlutafjár í Austurstræti 101.vísir/stefánFélagið hefur ekki greitt fyrir nema helming hlutafjárins. Styrmir og Ásgeir hafa stefnt Alfacom til að greiða afgang kaupverðsins. Á móti segir Kamran að staða félagsins hafi verið sögð mun betri fyrir kaupin en hún var í raun og veru. Þá hafi heldur ekki verið staðið við loforð um arðgreiðslur og um að Kamran veitti samþykki fyrir öllum greiðslum félagsins.Lét loka posum staðarins Vegna deilna um samþykki fyrir greiðslum félagsins lét Kamran loka posum félagsins. Um sama leiti var viðskiptum við Íslandsbanka, viðskiptabanka 101 Austurstræti, slitið. Í kjölfar þess stofnaði Ásgeir Kolbeinsson, félagið Austurstræti 5 sem tekur við greiðslum og starfrækir posa Austurs. Vínveitingarleyfi staðarins er hins vegar enn skráð á 101 Austurstræti. Þetta sætta forsvarsmenn sig Alfacom ekki við og hafa farið fram á við lögreglu og embætti sýslumanns að rekstri staðarins verði lokað þar sem félagið hafi hvorki leyfi til rekstursins né gildan leigusamning.Stefnur gengið á víxl Ásgeir blæs hins vegar á ásakanir um nokkuð misjafnt við Austurstræti 5 en félagið er til rannsóknar hjá embætti sýslumanns sem skoðar hvort félagið hafi tilskilin rekstarleyfi.Ásgeir Kolbeinsson hefur stefnt Kamran vegna vangreiðslu á helming þess hlutafjár sem hann keypti í Austurstræti 101 árið 2013.vísir/vilhelm„Það er ekkert ólöglegt í gangi hérna,“ segir Ásgeir í samtali við Stundina. Hann segir að Austurstræti 5 taki bara við greiðslum sem renni til 101 Austurstrætis. Því sjái Austurstræti 5 einungis um greiðslumiðlun fyrir félagið. Þá hafa stefnur gengið á víxl auk þess sem kærur hafa borist lögreglu. „Við stefndum honum til greiðslu á þessu. Auðvitað fer hann í gagnstefnu á móti og stefnir okkur fyrir að hitt og þetta hafi ekki staðist, og þess háttar. Það er ekkert launungamál að hann kærði okkur til lögreglu, bara til að varpa skugga á okkur. Það er ekkert í þessu. Við höfum ekkert að fela í þessu máli,“ segir Ásgeir. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti sýslumanns eru með rekstur skemmtistaðarins og Austurs, við Austurstræti 7 í Reykjavík, til rannsóknar. Stundin greindir frá.Hafliði Þórðarson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að til rannsóknar sé mál til tengt rekstri Austurs. “Það hafa verið kærð ætluð saknæm háttsemi varðandi fjármál staðarins,“ segir Hafliði. Málið er nú statt hjá ákærusviði sem mun taka ákvörðun um hvort rannsaka þurfi málið frekar eða ástæða sé til að gefa út ákæru að sögn Hafliða. Harðvítugar deilur um eignarhald Málið snýst um harðvítugar deilur innan einkahlutafélagsins 101 Austurstrætis sem sér um rekstur Austurs. Deilurnar hófust þegar félagið Alfacom General Trading í eigu Íranans Kamran Keivanlou keypti helmingshlut í 101 Austurstræti haustið 2013. Félagið keypti fjórðung af Ásgeiri Kolbeinssyni og hinn fjórðunginn af félagi í eigu Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka.Styrmir Þór Bragason og Ásgeir Kolbeinsson eiga helming hlutafjár í Austurstræti 101.vísir/stefánFélagið hefur ekki greitt fyrir nema helming hlutafjárins. Styrmir og Ásgeir hafa stefnt Alfacom til að greiða afgang kaupverðsins. Á móti segir Kamran að staða félagsins hafi verið sögð mun betri fyrir kaupin en hún var í raun og veru. Þá hafi heldur ekki verið staðið við loforð um arðgreiðslur og um að Kamran veitti samþykki fyrir öllum greiðslum félagsins.Lét loka posum staðarins Vegna deilna um samþykki fyrir greiðslum félagsins lét Kamran loka posum félagsins. Um sama leiti var viðskiptum við Íslandsbanka, viðskiptabanka 101 Austurstræti, slitið. Í kjölfar þess stofnaði Ásgeir Kolbeinsson, félagið Austurstræti 5 sem tekur við greiðslum og starfrækir posa Austurs. Vínveitingarleyfi staðarins er hins vegar enn skráð á 101 Austurstræti. Þetta sætta forsvarsmenn sig Alfacom ekki við og hafa farið fram á við lögreglu og embætti sýslumanns að rekstri staðarins verði lokað þar sem félagið hafi hvorki leyfi til rekstursins né gildan leigusamning.Stefnur gengið á víxl Ásgeir blæs hins vegar á ásakanir um nokkuð misjafnt við Austurstræti 5 en félagið er til rannsóknar hjá embætti sýslumanns sem skoðar hvort félagið hafi tilskilin rekstarleyfi.Ásgeir Kolbeinsson hefur stefnt Kamran vegna vangreiðslu á helming þess hlutafjár sem hann keypti í Austurstræti 101 árið 2013.vísir/vilhelm„Það er ekkert ólöglegt í gangi hérna,“ segir Ásgeir í samtali við Stundina. Hann segir að Austurstræti 5 taki bara við greiðslum sem renni til 101 Austurstrætis. Því sjái Austurstræti 5 einungis um greiðslumiðlun fyrir félagið. Þá hafa stefnur gengið á víxl auk þess sem kærur hafa borist lögreglu. „Við stefndum honum til greiðslu á þessu. Auðvitað fer hann í gagnstefnu á móti og stefnir okkur fyrir að hitt og þetta hafi ekki staðist, og þess háttar. Það er ekkert launungamál að hann kærði okkur til lögreglu, bara til að varpa skugga á okkur. Það er ekkert í þessu. Við höfum ekkert að fela í þessu máli,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira