Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni ingvar haraldsson skrifar 13. mars 2015 10:48 vísir/austur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti sýslumanns eru með rekstur skemmtistaðarins og Austurs, við Austurstræti 7 í Reykjavík, til rannsóknar. Stundin greindir frá.Hafliði Þórðarson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að til rannsóknar sé mál til tengt rekstri Austurs. “Það hafa verið kærð ætluð saknæm háttsemi varðandi fjármál staðarins,“ segir Hafliði. Málið er nú statt hjá ákærusviði sem mun taka ákvörðun um hvort rannsaka þurfi málið frekar eða ástæða sé til að gefa út ákæru að sögn Hafliða. Harðvítugar deilur um eignarhald Málið snýst um harðvítugar deilur innan einkahlutafélagsins 101 Austurstrætis sem sér um rekstur Austurs. Deilurnar hófust þegar félagið Alfacom General Trading í eigu Íranans Kamran Keivanlou keypti helmingshlut í 101 Austurstræti haustið 2013. Félagið keypti fjórðung af Ásgeiri Kolbeinssyni og hinn fjórðunginn af félagi í eigu Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka.Styrmir Þór Bragason og Ásgeir Kolbeinsson eiga helming hlutafjár í Austurstræti 101.vísir/stefánFélagið hefur ekki greitt fyrir nema helming hlutafjárins. Styrmir og Ásgeir hafa stefnt Alfacom til að greiða afgang kaupverðsins. Á móti segir Kamran að staða félagsins hafi verið sögð mun betri fyrir kaupin en hún var í raun og veru. Þá hafi heldur ekki verið staðið við loforð um arðgreiðslur og um að Kamran veitti samþykki fyrir öllum greiðslum félagsins.Lét loka posum staðarins Vegna deilna um samþykki fyrir greiðslum félagsins lét Kamran loka posum félagsins. Um sama leiti var viðskiptum við Íslandsbanka, viðskiptabanka 101 Austurstræti, slitið. Í kjölfar þess stofnaði Ásgeir Kolbeinsson, félagið Austurstræti 5 sem tekur við greiðslum og starfrækir posa Austurs. Vínveitingarleyfi staðarins er hins vegar enn skráð á 101 Austurstræti. Þetta sætta forsvarsmenn sig Alfacom ekki við og hafa farið fram á við lögreglu og embætti sýslumanns að rekstri staðarins verði lokað þar sem félagið hafi hvorki leyfi til rekstursins né gildan leigusamning.Stefnur gengið á víxl Ásgeir blæs hins vegar á ásakanir um nokkuð misjafnt við Austurstræti 5 en félagið er til rannsóknar hjá embætti sýslumanns sem skoðar hvort félagið hafi tilskilin rekstarleyfi.Ásgeir Kolbeinsson hefur stefnt Kamran vegna vangreiðslu á helming þess hlutafjár sem hann keypti í Austurstræti 101 árið 2013.vísir/vilhelm„Það er ekkert ólöglegt í gangi hérna,“ segir Ásgeir í samtali við Stundina. Hann segir að Austurstræti 5 taki bara við greiðslum sem renni til 101 Austurstrætis. Því sjái Austurstræti 5 einungis um greiðslumiðlun fyrir félagið. Þá hafa stefnur gengið á víxl auk þess sem kærur hafa borist lögreglu. „Við stefndum honum til greiðslu á þessu. Auðvitað fer hann í gagnstefnu á móti og stefnir okkur fyrir að hitt og þetta hafi ekki staðist, og þess háttar. Það er ekkert launungamál að hann kærði okkur til lögreglu, bara til að varpa skugga á okkur. Það er ekkert í þessu. Við höfum ekkert að fela í þessu máli,“ segir Ásgeir. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti sýslumanns eru með rekstur skemmtistaðarins og Austurs, við Austurstræti 7 í Reykjavík, til rannsóknar. Stundin greindir frá.Hafliði Þórðarson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að til rannsóknar sé mál til tengt rekstri Austurs. “Það hafa verið kærð ætluð saknæm háttsemi varðandi fjármál staðarins,“ segir Hafliði. Málið er nú statt hjá ákærusviði sem mun taka ákvörðun um hvort rannsaka þurfi málið frekar eða ástæða sé til að gefa út ákæru að sögn Hafliða. Harðvítugar deilur um eignarhald Málið snýst um harðvítugar deilur innan einkahlutafélagsins 101 Austurstrætis sem sér um rekstur Austurs. Deilurnar hófust þegar félagið Alfacom General Trading í eigu Íranans Kamran Keivanlou keypti helmingshlut í 101 Austurstræti haustið 2013. Félagið keypti fjórðung af Ásgeiri Kolbeinssyni og hinn fjórðunginn af félagi í eigu Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka.Styrmir Þór Bragason og Ásgeir Kolbeinsson eiga helming hlutafjár í Austurstræti 101.vísir/stefánFélagið hefur ekki greitt fyrir nema helming hlutafjárins. Styrmir og Ásgeir hafa stefnt Alfacom til að greiða afgang kaupverðsins. Á móti segir Kamran að staða félagsins hafi verið sögð mun betri fyrir kaupin en hún var í raun og veru. Þá hafi heldur ekki verið staðið við loforð um arðgreiðslur og um að Kamran veitti samþykki fyrir öllum greiðslum félagsins.Lét loka posum staðarins Vegna deilna um samþykki fyrir greiðslum félagsins lét Kamran loka posum félagsins. Um sama leiti var viðskiptum við Íslandsbanka, viðskiptabanka 101 Austurstræti, slitið. Í kjölfar þess stofnaði Ásgeir Kolbeinsson, félagið Austurstræti 5 sem tekur við greiðslum og starfrækir posa Austurs. Vínveitingarleyfi staðarins er hins vegar enn skráð á 101 Austurstræti. Þetta sætta forsvarsmenn sig Alfacom ekki við og hafa farið fram á við lögreglu og embætti sýslumanns að rekstri staðarins verði lokað þar sem félagið hafi hvorki leyfi til rekstursins né gildan leigusamning.Stefnur gengið á víxl Ásgeir blæs hins vegar á ásakanir um nokkuð misjafnt við Austurstræti 5 en félagið er til rannsóknar hjá embætti sýslumanns sem skoðar hvort félagið hafi tilskilin rekstarleyfi.Ásgeir Kolbeinsson hefur stefnt Kamran vegna vangreiðslu á helming þess hlutafjár sem hann keypti í Austurstræti 101 árið 2013.vísir/vilhelm„Það er ekkert ólöglegt í gangi hérna,“ segir Ásgeir í samtali við Stundina. Hann segir að Austurstræti 5 taki bara við greiðslum sem renni til 101 Austurstrætis. Því sjái Austurstræti 5 einungis um greiðslumiðlun fyrir félagið. Þá hafa stefnur gengið á víxl auk þess sem kærur hafa borist lögreglu. „Við stefndum honum til greiðslu á þessu. Auðvitað fer hann í gagnstefnu á móti og stefnir okkur fyrir að hitt og þetta hafi ekki staðist, og þess háttar. Það er ekkert launungamál að hann kærði okkur til lögreglu, bara til að varpa skugga á okkur. Það er ekkert í þessu. Við höfum ekkert að fela í þessu máli,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira