Ólafur F. hefur aldrei verið hamingjusamari Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. október 2015 08:00 Ólafur F. Magnússon er kominn í tónlistina og semur bæði lög og texta. Fréttablaðið/Anton Brink Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur. „Ég hef aldrei verið hamingjusamari og tónlistin hefur hjálpað mér gífurlega mikið við endurreisnina,“ segir Ólafur. Hann missti heilsuna og glímdi við mikil veikindi en reis aftur upp árið 2013. „Þetta er ótrúlegt, ég hef upplifað algjörlega nýtt líf síðan 2013, það er þá þegar ég rís upp nánast frá dauðum, eignast nýtt líf. Þegar ég kemst aftur út í lífið eftir veikindin fer ég að yrkja,“ segir Ólafur.Byrjaður að læra söng Lögin tvö sem komu út fyrir skömmu bera titlana Máttur gæskunnar og Ferðabæn. Ólafur vann lögin með Vilhjálmi Guðjónssyni og Gunnari Þórðarsyni og þá syngur Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir með Ólafi í öðru þeirra. Myndbönd við lögin voru frumsýnd á Vísi fyrir skömmu en Friðrik Grétarsson tók þau upp. „Það var mikil gæfa að hitta Vilhjálm Guðjónsson. Ég á honum að þakka að ég þorði að byrja að syngja sjálfur. Ég samdi til dæmis Ferðabænina 25. júní síðastliðinn og fór þá með hana til Vilhjálms og hún varð fljótlega að lagi. Við töluðum svo við Gunnar Þórðarson sem tók vel í að spila undir við þetta lag,“ útskýrir Ólafur, en lögin eru tekin upp í hljóðveri Vilhjálms. Ólafur hefur verið að læra söng hjá Guðlaugu. „Hún er ótrúlega fjölhæf tónlistarkona, söngkona góð og með afbrigðum góður kennari. Ég er henni mjög þakklátur.“ Hann fékk þó ekki tónlistarmenntun þegar hann var barn en varð fljótt hrifinn af tónlist í æsku og segir Tsjaíkovskíj og Bítlana vera sína eftirlætistónlistarmenn og -hljómsveit. „Ég er er ekki nútímamaður þegar kemur að tónlist og enginn rokkari en hef melódískan smekk,“ bætir hann við.Bjargaði Austurbæjarbíói Ólafur segir þó að upphaf tónlistarferilsins megi rekja til ársins 2003. „Það var þegar ég bjargaði Austurbæjarbíói frá niðurrifi, þá héldu Hljómar 40 ára afmælistónleika þar til styrktar Austurbæjarbíói og síðan þá höfum við Gunnar verið miklir félagar. Ég leitaði svo ráða hjá honum síðar varðandi lögin og benti hann mér á að tala við meistara Vilhjálm Guðjónsson. Vilhjálmur er hógvær, þolinmóður og ljúfur og maður færist allur í aukana á að vinna með slíkum snillingi.“ Ólafur hefur þó áður samið tónlist og hefur meðal annars sent inn lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Páll Rósinkranz hefur sungið fimm lög fyrir mig, tvö þeirra hef ég sent inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins,“ segir Ólafur og bætir við: „Ég ætla að gefa þessum óbirtu lögum eftir mig, með söng Páls, sem er að mínu mati okkar fremsti dægurlagasöngvari, við undirleik Vilhjálms, tónföður míns og lærimeistara, tækifæri, í Söngvakeppni Sjónvarpsins, áður en þau verða flutt opinberlega.“Feginn að vera laus úr pólitíkinni Eins og fyrr segir var Ólafur borgarstjóri árið 2008 og var í borgarstjórn í um tuttugu ár en vegna deilna gegndi hann því embætti til skamms tíma en segist vera ákaflega hamingjusamur með að vera laus úr pólitíkinni. „Það fór að birta til hjá mér þegar ég fór úr borgarstjórn. Ég var líka svo innilega feginn, haustið 2008, að vera laus undan návist Hönnu Birnu, að ég samdi lag, sem heitir Ákall og er við ljóð afa míns, Stefáns Ágústs Kristjánssonar,“ segir Ólafur léttur í lund. Hann segist ekki stefna á plötuútgáfu sem stendur en ætlar að gefa út lög áfram. „Ef tími væri til þá tæki stuttan tíma að gera heilan geisladisk en það er ekki í augsýn og ekki markmið á þessari stundu. Ég er enginn tónlistarmaður,“ bætir Ólafur við og hlær. Tengdar fréttir Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56 Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur. „Ég hef aldrei verið hamingjusamari og tónlistin hefur hjálpað mér gífurlega mikið við endurreisnina,“ segir Ólafur. Hann missti heilsuna og glímdi við mikil veikindi en reis aftur upp árið 2013. „Þetta er ótrúlegt, ég hef upplifað algjörlega nýtt líf síðan 2013, það er þá þegar ég rís upp nánast frá dauðum, eignast nýtt líf. Þegar ég kemst aftur út í lífið eftir veikindin fer ég að yrkja,“ segir Ólafur.Byrjaður að læra söng Lögin tvö sem komu út fyrir skömmu bera titlana Máttur gæskunnar og Ferðabæn. Ólafur vann lögin með Vilhjálmi Guðjónssyni og Gunnari Þórðarsyni og þá syngur Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir með Ólafi í öðru þeirra. Myndbönd við lögin voru frumsýnd á Vísi fyrir skömmu en Friðrik Grétarsson tók þau upp. „Það var mikil gæfa að hitta Vilhjálm Guðjónsson. Ég á honum að þakka að ég þorði að byrja að syngja sjálfur. Ég samdi til dæmis Ferðabænina 25. júní síðastliðinn og fór þá með hana til Vilhjálms og hún varð fljótlega að lagi. Við töluðum svo við Gunnar Þórðarson sem tók vel í að spila undir við þetta lag,“ útskýrir Ólafur, en lögin eru tekin upp í hljóðveri Vilhjálms. Ólafur hefur verið að læra söng hjá Guðlaugu. „Hún er ótrúlega fjölhæf tónlistarkona, söngkona góð og með afbrigðum góður kennari. Ég er henni mjög þakklátur.“ Hann fékk þó ekki tónlistarmenntun þegar hann var barn en varð fljótt hrifinn af tónlist í æsku og segir Tsjaíkovskíj og Bítlana vera sína eftirlætistónlistarmenn og -hljómsveit. „Ég er er ekki nútímamaður þegar kemur að tónlist og enginn rokkari en hef melódískan smekk,“ bætir hann við.Bjargaði Austurbæjarbíói Ólafur segir þó að upphaf tónlistarferilsins megi rekja til ársins 2003. „Það var þegar ég bjargaði Austurbæjarbíói frá niðurrifi, þá héldu Hljómar 40 ára afmælistónleika þar til styrktar Austurbæjarbíói og síðan þá höfum við Gunnar verið miklir félagar. Ég leitaði svo ráða hjá honum síðar varðandi lögin og benti hann mér á að tala við meistara Vilhjálm Guðjónsson. Vilhjálmur er hógvær, þolinmóður og ljúfur og maður færist allur í aukana á að vinna með slíkum snillingi.“ Ólafur hefur þó áður samið tónlist og hefur meðal annars sent inn lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Páll Rósinkranz hefur sungið fimm lög fyrir mig, tvö þeirra hef ég sent inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins,“ segir Ólafur og bætir við: „Ég ætla að gefa þessum óbirtu lögum eftir mig, með söng Páls, sem er að mínu mati okkar fremsti dægurlagasöngvari, við undirleik Vilhjálms, tónföður míns og lærimeistara, tækifæri, í Söngvakeppni Sjónvarpsins, áður en þau verða flutt opinberlega.“Feginn að vera laus úr pólitíkinni Eins og fyrr segir var Ólafur borgarstjóri árið 2008 og var í borgarstjórn í um tuttugu ár en vegna deilna gegndi hann því embætti til skamms tíma en segist vera ákaflega hamingjusamur með að vera laus úr pólitíkinni. „Það fór að birta til hjá mér þegar ég fór úr borgarstjórn. Ég var líka svo innilega feginn, haustið 2008, að vera laus undan návist Hönnu Birnu, að ég samdi lag, sem heitir Ákall og er við ljóð afa míns, Stefáns Ágústs Kristjánssonar,“ segir Ólafur léttur í lund. Hann segist ekki stefna á plötuútgáfu sem stendur en ætlar að gefa út lög áfram. „Ef tími væri til þá tæki stuttan tíma að gera heilan geisladisk en það er ekki í augsýn og ekki markmið á þessari stundu. Ég er enginn tónlistarmaður,“ bætir Ólafur við og hlær.
Tengdar fréttir Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56 Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56
Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35