Skaftá hreif mælitæki Veðurstofunnar með sér Una Sighvatsdóttir skrifar 15. október 2015 19:00 Vísindamenn telja mikilvægt að öðlast skilning á því hvers vegna Skaftárhlaup var jafnstórt og raun ber vitni og um leið leggja mat á hvort svo stór hlaup muni endurtaka sig. Hluta af tækjabúnaði Veðurstofu Íslands skolaði burt í hamförunum. Hættustigi sem lýst var yfir vegna Skaftárhlaupsins þann fyrsta október var formlega aflýst í dag af hálfu Almannavarna. Hlaupið var það stærsta síðan mælingar hófust en vísindamenn vinna enn að því að kortleggja nákvæmlega hversu mikið umfang þess var. GPS-mælitækið í henglum Fréttastofa flaug með Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni upp að jökli í gær og má sjá myndir úr ferðinni í myndskeiðinu hér að ofan. Markmiðið var meðal annars að reyna að leggja mat á rúmmál sigskálarinnar í Eystri Skaftárkatli, en auk þess var þetta hálfgerður björgunarleiðangur til að forða mælitækjum Veðurstofunnar. Hlaupið reyndist hinsvegar hafa tekið sinn toll. „Rétt fyrir ofan jökulsporðinn, þar voru gríðarleg ummerki um flóðið," segir Benedikt G. Ófeigsson, jarðvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands. Eitt af mælitækjum Veðurstofunnar var ofan á farveginum fyrir hlaupið en það hafði henst langar leiðir burt í atganginum. „Við fundum leifar af því einhverja hundruð metra frá staðnum sem það var sett uphaflega á og það var bara allt í henglum. Og við fundum ekki tækið eða neitt þannig að það hefur mikið gengið á," segir Benedikt. Reyna að rýna inn í framtíðina Engu að síður hefur miklu af gögnum verið safnað um bæði aðdraganda og umfang flóðsins og segir Benedikt nú þurfa að leggjast vandlega yfir þau til að reyna að átta sig á því hversu stórt rúmmál flóðsins var. Vegna versnandi skyggnis í gær tókst illa að meta rúmmál sigskálarinnar í jöklinum en þess í stað verður reynt að notast við gervihnattamyndir af katlinum. „Við þurfum líka að skilja betur af hverju [hlaupið] var svona stórt. Er það bara vegna þess hversu langur tími var á milli flóða eða er einhver önnur skýring? Eru breytingar á katlinum sem við þurfum að hafa auga á?" segir Benedikt og bætir við að miklu skipti fyrir íbúa á svæðinu að vita hvort von sé á því að slíkar hamfarir verði reglulegur viðburður. „Nú þurfa jöklafræðingar og aðrir vísindamenn sem hafa verið að vinna í þessu að skoða gögnin sem við höfum safnað og reyna að skilja betur hvað gerðist þarna, af hverju þetta var svona stórt og hverju við megum eiga von á í framtíðinni úr Skaftárkötlum." Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Landslag mikið breytt eftir hamfarirnar á Suðurlandi Skaftárhlaupið og flóðin síðustu daga hafa mikil áhrif á landslag og líf heimafólks. Í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verða afleiðingar hamfaranna útskýrðar í máli og myndum. 5. október 2015 16:30 Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Lífríkið stendur Skaftárhlaupið af sér 6. október 2015 09:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Sjá meira
Vísindamenn telja mikilvægt að öðlast skilning á því hvers vegna Skaftárhlaup var jafnstórt og raun ber vitni og um leið leggja mat á hvort svo stór hlaup muni endurtaka sig. Hluta af tækjabúnaði Veðurstofu Íslands skolaði burt í hamförunum. Hættustigi sem lýst var yfir vegna Skaftárhlaupsins þann fyrsta október var formlega aflýst í dag af hálfu Almannavarna. Hlaupið var það stærsta síðan mælingar hófust en vísindamenn vinna enn að því að kortleggja nákvæmlega hversu mikið umfang þess var. GPS-mælitækið í henglum Fréttastofa flaug með Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni upp að jökli í gær og má sjá myndir úr ferðinni í myndskeiðinu hér að ofan. Markmiðið var meðal annars að reyna að leggja mat á rúmmál sigskálarinnar í Eystri Skaftárkatli, en auk þess var þetta hálfgerður björgunarleiðangur til að forða mælitækjum Veðurstofunnar. Hlaupið reyndist hinsvegar hafa tekið sinn toll. „Rétt fyrir ofan jökulsporðinn, þar voru gríðarleg ummerki um flóðið," segir Benedikt G. Ófeigsson, jarðvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands. Eitt af mælitækjum Veðurstofunnar var ofan á farveginum fyrir hlaupið en það hafði henst langar leiðir burt í atganginum. „Við fundum leifar af því einhverja hundruð metra frá staðnum sem það var sett uphaflega á og það var bara allt í henglum. Og við fundum ekki tækið eða neitt þannig að það hefur mikið gengið á," segir Benedikt. Reyna að rýna inn í framtíðina Engu að síður hefur miklu af gögnum verið safnað um bæði aðdraganda og umfang flóðsins og segir Benedikt nú þurfa að leggjast vandlega yfir þau til að reyna að átta sig á því hversu stórt rúmmál flóðsins var. Vegna versnandi skyggnis í gær tókst illa að meta rúmmál sigskálarinnar í jöklinum en þess í stað verður reynt að notast við gervihnattamyndir af katlinum. „Við þurfum líka að skilja betur af hverju [hlaupið] var svona stórt. Er það bara vegna þess hversu langur tími var á milli flóða eða er einhver önnur skýring? Eru breytingar á katlinum sem við þurfum að hafa auga á?" segir Benedikt og bætir við að miklu skipti fyrir íbúa á svæðinu að vita hvort von sé á því að slíkar hamfarir verði reglulegur viðburður. „Nú þurfa jöklafræðingar og aðrir vísindamenn sem hafa verið að vinna í þessu að skoða gögnin sem við höfum safnað og reyna að skilja betur hvað gerðist þarna, af hverju þetta var svona stórt og hverju við megum eiga von á í framtíðinni úr Skaftárkötlum."
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Landslag mikið breytt eftir hamfarirnar á Suðurlandi Skaftárhlaupið og flóðin síðustu daga hafa mikil áhrif á landslag og líf heimafólks. Í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verða afleiðingar hamfaranna útskýrðar í máli og myndum. 5. október 2015 16:30 Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Lífríkið stendur Skaftárhlaupið af sér 6. október 2015 09:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35
Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11
Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Landslag mikið breytt eftir hamfarirnar á Suðurlandi Skaftárhlaupið og flóðin síðustu daga hafa mikil áhrif á landslag og líf heimafólks. Í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verða afleiðingar hamfaranna útskýrðar í máli og myndum. 5. október 2015 16:30
Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent