Fólk kaupir hjálpartæki fyrir kynlífið í byggingavöruverslunum og gæludýrabúðum Guðrún Ansnes skrifar 11. febrúar 2015 08:00 Að sögn formanns BDSM-félagsins á Íslandi er Bauhaus vinsæll á meðal þeirra sem vilja finna ódýr hjálpartæki í kynlífið. Eigendur erótískra verslana segja að sala á svokölluðum hjálpartækjum ástarlífsins hafi stóraukist í kjölfar útgáfu bókarinnar 50 Shades of Grey fyrir tveimur árum. Eigendurnir búa sig nú undir annan kipp í sölu í kjölfar frumsýningar á samnefndri kvikmynd. En þeir eru ekki þeir einu sem þurfa að búa sig undir aukna eftirspurn, að sögn formanns BDSM-félags Íslands. Ljóst er að fólk hugsar út fyrir rammann þegar það kemur að þessum efnum því Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, bendir á að fólk sæki í auknum mæli í byggingavöruverslanir á borð við Bauhaus og BYKO eftir hjálpartækjum innblásnum af bókinni. Ber þá helst að nefna reipi, teip, dragbönd og fleira í þeim dúr. Hann segir að fólk leiti einnig í gæludýrabúðir, því þar má kaupa ódýrari ólar sem nota má í svefnherberginu. „Bauhaus hefur til dæmis verið vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja bæta í safnið. Það er einfaldlega mun ódýrara en að versla í erótískum verslunum. Þú færð oft ódýrari og endingabetri vöru þar.“ Magnús bætir við að gæludýraverslanir fái einnig sinn skerf af viðskiptavinum í kjölfar aukinnar upplýsingar um BDSM, þar sem bestu hundaólarnar megi oftar en ekki nálgast þar og á hagstæðu verði. Hvorki starfsmenn Bauhaus né BYKO könnuðust við að hafa heyrt um að verið væri að versla við þá með BDSM sérstaklega í huga þegar blaðamaður hafði samband, en töldu það svo sem ekki ólíklegt. Erlendis þekkist það að byggingavöruverslanir búi sig nú undir aukna eftirspurn, eftir að myndin 50 Shades of Grey verður frumsýnd. Til að mynda hefur breski byggingavöruverslunarrisinn B&Q gert kröfu til starfsfólks síns að það lesi bækurnar. Þannig sé það reiðubúið til að aðstoða fólk við val á reipi og teipi eftir bestu mögulegri getu. Hér að neðan má sjá umfjöllun sjónvarpsþáttarins Today um atriði úr 50 shades of Grey sem gerist einmitt í byggingavöruverslun og má ætla að þar sé verið að versla eitthvað sem nota má í svefnherberginu. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Eigendur erótískra verslana segja að sala á svokölluðum hjálpartækjum ástarlífsins hafi stóraukist í kjölfar útgáfu bókarinnar 50 Shades of Grey fyrir tveimur árum. Eigendurnir búa sig nú undir annan kipp í sölu í kjölfar frumsýningar á samnefndri kvikmynd. En þeir eru ekki þeir einu sem þurfa að búa sig undir aukna eftirspurn, að sögn formanns BDSM-félags Íslands. Ljóst er að fólk hugsar út fyrir rammann þegar það kemur að þessum efnum því Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, bendir á að fólk sæki í auknum mæli í byggingavöruverslanir á borð við Bauhaus og BYKO eftir hjálpartækjum innblásnum af bókinni. Ber þá helst að nefna reipi, teip, dragbönd og fleira í þeim dúr. Hann segir að fólk leiti einnig í gæludýrabúðir, því þar má kaupa ódýrari ólar sem nota má í svefnherberginu. „Bauhaus hefur til dæmis verið vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja bæta í safnið. Það er einfaldlega mun ódýrara en að versla í erótískum verslunum. Þú færð oft ódýrari og endingabetri vöru þar.“ Magnús bætir við að gæludýraverslanir fái einnig sinn skerf af viðskiptavinum í kjölfar aukinnar upplýsingar um BDSM, þar sem bestu hundaólarnar megi oftar en ekki nálgast þar og á hagstæðu verði. Hvorki starfsmenn Bauhaus né BYKO könnuðust við að hafa heyrt um að verið væri að versla við þá með BDSM sérstaklega í huga þegar blaðamaður hafði samband, en töldu það svo sem ekki ólíklegt. Erlendis þekkist það að byggingavöruverslanir búi sig nú undir aukna eftirspurn, eftir að myndin 50 Shades of Grey verður frumsýnd. Til að mynda hefur breski byggingavöruverslunarrisinn B&Q gert kröfu til starfsfólks síns að það lesi bækurnar. Þannig sé það reiðubúið til að aðstoða fólk við val á reipi og teipi eftir bestu mögulegri getu. Hér að neðan má sjá umfjöllun sjónvarpsþáttarins Today um atriði úr 50 shades of Grey sem gerist einmitt í byggingavöruverslun og má ætla að þar sé verið að versla eitthvað sem nota má í svefnherberginu.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira