Mynduðu meirihluta til að segja upp sveitarstjóra Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2015 15:37 Eygló Kristjánsdóttir lætur af störfum sem sveitarstjóri Skaftárhrepps í lok mánaðar. Oddviti sveitarstjórnar segir trúnaðarbrest hafa orðið til þess að ekki sé samstaða á meðal sveitarstjórans og meirihluta D-listans og Z-listans í sveitarstjórninni. Vísir/Getty „Þetta eru skrýtin vinnubrögð,“ segir Guðmundur Ingi Ingason, oddviti óháðra í Skaftárhreppi, um ákvörðun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og flokksins Sól í Skaftárhreppi að láta Eygló Kristjánsdóttur fara sem sveitarstjóra Skaftárhrepps. Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, ber við trúnaðarbresti og segir ekki samstöðu á milli sveitarstjórans og meirihlutans vegna hans. Eygló var ráðin sem sveitarstjóri Skaftárhrepps árið 2010 sem er eitt af víðlendustu sveitarfélögum landsins sem nær yfir alla Vestur-Skaftafellssýslu að Mýrdalshreppi undanskildum. Íbúar sveitarfélagsins voru 452 talsins í fyrra en á síðasta kjörtímabili gerði hreppurinn samkomulag við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um fjárhagslega endurskipulagningu hreppsins. Guðmundur Ingi Ingason.Segir Eygló hafa átt stóran þátt í viðsnúningi Lögregluvarðstjórinn Guðmundur Ingi segir félagið hafa skuldað 30 milljónir króna þegar Ó-listinn tók við búinu árið 2010 en skilaði bæjarsjóðnum í fjörutíu milljónum í plús vorið 2014 og segir Guðmundur sveitarstjórann Eygló hafa átt stóran þátt í þeim viðsnúningi. „Það gekk allt upp en þetta voru sársaukafullar aðgerðir sem sveitarstjórinn þurfti að ráðast í. Við þurftum að taka til hjá okkur án þess að það bitnaði á grunnþjónustu og skólum,“ segir Guðmundur. Ó-listinn fékk 44,7 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra og fékk tvo menn inn líkt og Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk 34,9 prósent greiddra atkvæða. Z-listinn fékk einn mann inn með 20,4 prósentum atkvæða. Guðmundur Ingi segir Sjálfstæðisflokkinn og Z-listann ekki hafa viljað endurráða Eygló eftir kosningarnar í fyrra en fulltrúum Ó-listans fannst það ótækt. Að lokum náðist samkomulag og var ritað undir samstarfssamning á milli flokkanna þar sem ákveðið var að Eygló yrði áfram sveitarstjóri en Sjálfstæðisflokkurinn fengi oddvitasætið í sveitarstjórninni.Eva Björk Harðardóttir.Ber við trúnaðarbresti Hótelstjórinn Eva Björk Harðardóttir tók því sæti oddvita í sveitarstjórninni en hún segir samstarf Eyglóar við Sjálfstæðisflokkinn og Z-listann ekki ganga upp vegna trúnaðarbrests. „Þetta samstarf gengur ekki upp vegna trúnaðarbrests á milli sveitarstjórans og meirihluta sveitarstjórnar,“ segir Eva Björk en vill ekki nefna hvað felst í þessum trúnaðarbresti. Hún segir ekkert eitt mál gera útslagið og þá er hún ekki ósammála mati Guðmundar Inga að Eygló hafi náð árangri þegar kemur að fjármálum bæjarins. „Málið snýst ekki um það. Við fettum ekkert fingur út í það,“ segir Eva Björk. Guðmundur Ingi segir Sjálfstæðisflokkinn og Z-listann hafa farið á bakvið lista óháðra með því að láta Eygló fara en Eva Björk segir að þar sem ekki er samstaða um störf sveitarstjórans þá séu ekki forsendur fyrir þeim samstarfssamningi sem var undirrtaður eftir kosningarnar í fyrra og meirihluti og minnihluti hafi í kjölfarið myndast sjálfkrafa. Segir samstarfið milli sveitarstjórans og oddvita ekki gott Líkt og fyrr segir vill Eva Björk ekki tjá sig frekar um þennan trúnaðarbrest en Guðmundur Ingi segir samstarfið á milli oddvitans og sveitarstjórans ekki hafa verið upp á það allra besta. „Það hefur snúist í sambandsleysi og svo endar það með því að þau fóru á bakvið okkur,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist ekki vera hrifinn af þeirri hugmynd að myndaður hafi verið meirihluti í hreppnum en hingað til hafi allir listar unnið saman. „Í svona litlu sveitarfélagi finnst manni eins og að þetta ætti ekki að vera í svona formi. Þetta er lítið samfélag, brothætt. Hér þekkja allir alla,“ segir Guðmundur Ingi sem segir mikinn feng í Eygló. „Að mínu viti er hún búin að standa sig vel en það þarf kannski ekkert rosalega mikið þegar fólk er pirrað út í hvort annað. En hagsmunir sveitarfélagsins eiga að fá að ráð finnst mér. Ég held að margir íbúar séu mjög ósáttir við þetta.“ Eygló lætur af störfum í lok mánaðarins en Eva Björk býst við því að sveitarfélagið muni auglýsa eftir sveitarstjóra. Tengdar fréttir Sveitarstjórinn á Kirkjubæjarklaustri látinn fara Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir ekki ríkja traust um störf hennar hjá meirihluta sveitarstjórnar. 10. febrúar 2015 18:03 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira
„Þetta eru skrýtin vinnubrögð,“ segir Guðmundur Ingi Ingason, oddviti óháðra í Skaftárhreppi, um ákvörðun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og flokksins Sól í Skaftárhreppi að láta Eygló Kristjánsdóttur fara sem sveitarstjóra Skaftárhrepps. Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, ber við trúnaðarbresti og segir ekki samstöðu á milli sveitarstjórans og meirihlutans vegna hans. Eygló var ráðin sem sveitarstjóri Skaftárhrepps árið 2010 sem er eitt af víðlendustu sveitarfélögum landsins sem nær yfir alla Vestur-Skaftafellssýslu að Mýrdalshreppi undanskildum. Íbúar sveitarfélagsins voru 452 talsins í fyrra en á síðasta kjörtímabili gerði hreppurinn samkomulag við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um fjárhagslega endurskipulagningu hreppsins. Guðmundur Ingi Ingason.Segir Eygló hafa átt stóran þátt í viðsnúningi Lögregluvarðstjórinn Guðmundur Ingi segir félagið hafa skuldað 30 milljónir króna þegar Ó-listinn tók við búinu árið 2010 en skilaði bæjarsjóðnum í fjörutíu milljónum í plús vorið 2014 og segir Guðmundur sveitarstjórann Eygló hafa átt stóran þátt í þeim viðsnúningi. „Það gekk allt upp en þetta voru sársaukafullar aðgerðir sem sveitarstjórinn þurfti að ráðast í. Við þurftum að taka til hjá okkur án þess að það bitnaði á grunnþjónustu og skólum,“ segir Guðmundur. Ó-listinn fékk 44,7 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra og fékk tvo menn inn líkt og Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk 34,9 prósent greiddra atkvæða. Z-listinn fékk einn mann inn með 20,4 prósentum atkvæða. Guðmundur Ingi segir Sjálfstæðisflokkinn og Z-listann ekki hafa viljað endurráða Eygló eftir kosningarnar í fyrra en fulltrúum Ó-listans fannst það ótækt. Að lokum náðist samkomulag og var ritað undir samstarfssamning á milli flokkanna þar sem ákveðið var að Eygló yrði áfram sveitarstjóri en Sjálfstæðisflokkurinn fengi oddvitasætið í sveitarstjórninni.Eva Björk Harðardóttir.Ber við trúnaðarbresti Hótelstjórinn Eva Björk Harðardóttir tók því sæti oddvita í sveitarstjórninni en hún segir samstarf Eyglóar við Sjálfstæðisflokkinn og Z-listann ekki ganga upp vegna trúnaðarbrests. „Þetta samstarf gengur ekki upp vegna trúnaðarbrests á milli sveitarstjórans og meirihluta sveitarstjórnar,“ segir Eva Björk en vill ekki nefna hvað felst í þessum trúnaðarbresti. Hún segir ekkert eitt mál gera útslagið og þá er hún ekki ósammála mati Guðmundar Inga að Eygló hafi náð árangri þegar kemur að fjármálum bæjarins. „Málið snýst ekki um það. Við fettum ekkert fingur út í það,“ segir Eva Björk. Guðmundur Ingi segir Sjálfstæðisflokkinn og Z-listann hafa farið á bakvið lista óháðra með því að láta Eygló fara en Eva Björk segir að þar sem ekki er samstaða um störf sveitarstjórans þá séu ekki forsendur fyrir þeim samstarfssamningi sem var undirrtaður eftir kosningarnar í fyrra og meirihluti og minnihluti hafi í kjölfarið myndast sjálfkrafa. Segir samstarfið milli sveitarstjórans og oddvita ekki gott Líkt og fyrr segir vill Eva Björk ekki tjá sig frekar um þennan trúnaðarbrest en Guðmundur Ingi segir samstarfið á milli oddvitans og sveitarstjórans ekki hafa verið upp á það allra besta. „Það hefur snúist í sambandsleysi og svo endar það með því að þau fóru á bakvið okkur,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist ekki vera hrifinn af þeirri hugmynd að myndaður hafi verið meirihluti í hreppnum en hingað til hafi allir listar unnið saman. „Í svona litlu sveitarfélagi finnst manni eins og að þetta ætti ekki að vera í svona formi. Þetta er lítið samfélag, brothætt. Hér þekkja allir alla,“ segir Guðmundur Ingi sem segir mikinn feng í Eygló. „Að mínu viti er hún búin að standa sig vel en það þarf kannski ekkert rosalega mikið þegar fólk er pirrað út í hvort annað. En hagsmunir sveitarfélagsins eiga að fá að ráð finnst mér. Ég held að margir íbúar séu mjög ósáttir við þetta.“ Eygló lætur af störfum í lok mánaðarins en Eva Björk býst við því að sveitarfélagið muni auglýsa eftir sveitarstjóra.
Tengdar fréttir Sveitarstjórinn á Kirkjubæjarklaustri látinn fara Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir ekki ríkja traust um störf hennar hjá meirihluta sveitarstjórnar. 10. febrúar 2015 18:03 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira
Sveitarstjórinn á Kirkjubæjarklaustri látinn fara Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir ekki ríkja traust um störf hennar hjá meirihluta sveitarstjórnar. 10. febrúar 2015 18:03