Björguðu sínum dyggasta stuðningsmanni og eru skyndihjálparmenn ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2015 17:56 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og félagar geta verið stolt af afreki sínu á liðnu ári. Vísir/Daníel Handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og fyrrum liðsfélagar hennar í Val hafa verið útnefndar skyndihjálparmenn ársins 2014 af Rauða krossinum. Anna Úrsúla og félagar komu einum dyggasta stuðningsmanni Vals til hjálpar á ögurstundu síðastliðið vor. Æfing var í þann mund að hefjast hjá kvennaliði Vals þegar Anna Úrsúla varð vör við að Guðmundur Helgi Magnússon, 56 ára gamall Valsmaður, virtist missa meðvitund og falla til jarðar. Höfuð hans hafnaði í vegg og blæddi úr því. Guðmundur Helgi hafði verið að skokka í kringum áhorfendapalla Vodafone-hallarinnar á Hlíðarenda þegar hann fékk hjartaáfall. Brugðust Anna og félagar hárrétt við og er Guðmundur Helgi í dag við góða heilsu. Rauði krossinn á Íslandi útnefnir árlega skyndihjálparmann ársins í tilefni 1-1-2 dagsins sem er í dag. Markmiðið með deginum er að kynna mikilvægi neyðarnúmersins 112 og hvernig neyðarlínan nýtist almenningi. Rauði krossinn fær þann heiður að útnefna skyndihjálparmann ársins við tilefnið.Rebekka Rut SkúladóttirGasellustökk Önnu Stefán Arnarsson, þáverandi þjálfari Vals, deildi sinni upplifun á því sem gerðist í bloggfærslu í desember. Hvernig Anna hefði tekið á mikið „gasellustökk“ yfir áhorfendapallana, þegar tekið að athafna sig við Guðmund og kallað á hjálp. Samhæfingin og liðsheildin var greinilega til staðar því á svipstundu fengu allar konurnar sitt hlutverk. Ein hringdi í neyðarlínuna, ein náði í hjartastuðtæki, ein byrjaði að hnoða og ein skar bolinn utan af Guðmundi svo hefja mætti endurlífgun með hjartastuðtæki. „Maðurinn sem missti meðvitund var og er mjög virtur innan hópsins og þ.a.l. var björgunin mjög tilfinningamikil og hafði mikil áhrif á hópinn,“ skrifaði Stefán. „Stelpurnar byrjuðu að hnoða og Rebekka Rut (Skúladóttir) stuðaði einstaklinginn sem leiddi til þess maðurinn komst til meðvitundar um svipað leyti og sjúkrabíllinn mætti á staðinn,“ segir hann. Stefán hafði á orði við það tilefni að ekki væri til meiri sigur en að bjarga mannslífi. „Það er hefð sem fylgir áramótum að velja mann eða konu ársins, hjá mér er valið einfalt, Anna Úrsula, Rebekka Rut og þeir leikmenn sem komu að björguninni eru menn ársins að mínu mati,“ segir Stefán. Rauði krossinn var sammála eins og kemur fram í niðurstöðu þeirra í kjöri á skyndihjálparmanni ársins. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og fyrrum liðsfélagar hennar í Val hafa verið útnefndar skyndihjálparmenn ársins 2014 af Rauða krossinum. Anna Úrsúla og félagar komu einum dyggasta stuðningsmanni Vals til hjálpar á ögurstundu síðastliðið vor. Æfing var í þann mund að hefjast hjá kvennaliði Vals þegar Anna Úrsúla varð vör við að Guðmundur Helgi Magnússon, 56 ára gamall Valsmaður, virtist missa meðvitund og falla til jarðar. Höfuð hans hafnaði í vegg og blæddi úr því. Guðmundur Helgi hafði verið að skokka í kringum áhorfendapalla Vodafone-hallarinnar á Hlíðarenda þegar hann fékk hjartaáfall. Brugðust Anna og félagar hárrétt við og er Guðmundur Helgi í dag við góða heilsu. Rauði krossinn á Íslandi útnefnir árlega skyndihjálparmann ársins í tilefni 1-1-2 dagsins sem er í dag. Markmiðið með deginum er að kynna mikilvægi neyðarnúmersins 112 og hvernig neyðarlínan nýtist almenningi. Rauði krossinn fær þann heiður að útnefna skyndihjálparmann ársins við tilefnið.Rebekka Rut SkúladóttirGasellustökk Önnu Stefán Arnarsson, þáverandi þjálfari Vals, deildi sinni upplifun á því sem gerðist í bloggfærslu í desember. Hvernig Anna hefði tekið á mikið „gasellustökk“ yfir áhorfendapallana, þegar tekið að athafna sig við Guðmund og kallað á hjálp. Samhæfingin og liðsheildin var greinilega til staðar því á svipstundu fengu allar konurnar sitt hlutverk. Ein hringdi í neyðarlínuna, ein náði í hjartastuðtæki, ein byrjaði að hnoða og ein skar bolinn utan af Guðmundi svo hefja mætti endurlífgun með hjartastuðtæki. „Maðurinn sem missti meðvitund var og er mjög virtur innan hópsins og þ.a.l. var björgunin mjög tilfinningamikil og hafði mikil áhrif á hópinn,“ skrifaði Stefán. „Stelpurnar byrjuðu að hnoða og Rebekka Rut (Skúladóttir) stuðaði einstaklinginn sem leiddi til þess maðurinn komst til meðvitundar um svipað leyti og sjúkrabíllinn mætti á staðinn,“ segir hann. Stefán hafði á orði við það tilefni að ekki væri til meiri sigur en að bjarga mannslífi. „Það er hefð sem fylgir áramótum að velja mann eða konu ársins, hjá mér er valið einfalt, Anna Úrsula, Rebekka Rut og þeir leikmenn sem komu að björguninni eru menn ársins að mínu mati,“ segir Stefán. Rauði krossinn var sammála eins og kemur fram í niðurstöðu þeirra í kjöri á skyndihjálparmanni ársins.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira