Innlent

Bílar löskuðust í Herjólfi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Einhverjir bílar skullu saman og löskuðust.
Einhverjir bílar skullu saman og löskuðust. mynd/aðsend
Öldugangur varð til þess að skemmdir urðu á bílum í ferð Herjólfs frá Þorlákshöfn til Eyja seinnipartinn í gær.

„Það urðu engar skemmdir á skipinu sjálfu,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa. Veður hafi verið vont í gær og sjórinn úfinn. Ein aldan kastaði skipinu mikið til með þeim afleiðingum að bílar hreyfðust og skullu einhverjir þeirra saman. Verið er að meta hve mikið tjón varð.

Farþegi í ferðarinnar segir að veltingurinn hafi verið nokkuð hressilegur. Hann hafi heyrt af því að innrétting í matsal starfsfólksins hafi losnað og það hafi verið sérstaklega mikið þegar bílarnir fóru á flakk. Hann hafi upplifað verri Herjólfsferðir en kona hans, sem einnig var með í för, segir þessa hafa verið sína verstu.


Tengdar fréttir

Ný ferja til Eyja kynnt á föstudag

Hönnun nýrrar Vestmannaeyjuferju er vel á veg komin og er hún um margt frábrugðin Herjólfi samkvæmt heimildum Eyjar.net sem fjallaði um málið í gær.

Nýr Herjólfur í útboð

Smíði og útboð nýs Herjólfs fer af stað á fyrri hluta næsta árs ef marka má tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Gæti sparað allt að fjögur hundruð milljónir árlega.

Var ellefu tíma í Herjólfi

Saga af pilti úr Garðabænum sem svaf ansi lengi í Herjólfi var rifðjuð upp eftir að Facebook-hrekkur sló í gegn. Lag sem samið var í tilefni þessarar löngu ferðar fylgir fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×