Baráttan um merkingu orðanna í stjórnmálum Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2015 19:30 Formaður Vinstri grænna segir baráttuna á vettvangi stjórnmálanna ekki hvað síst snúast um merkingu orða eins og frelsi, stöðugleiki og hjól atvinnulífsins. Stjórnarflokkarnir byðu upp á stórkallalausnir sem áttu sinn þátt í hruninu, en Vinstri græn berðust fyrir frelsi vinnandi fólks til að lifa lífinu á mannsæmandi kjörum, kvenfrelsi og sjálfbærni. Formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi í dag að vinstri græn og stjórnarandstaðan hefðu lagt fram fjölmörg mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnir á Alþingi í anda þeirrar stefnu sem vinstri græn berðust fyrir varðandi jöfnuð, sjálfbærni, kvenfrelsi og frið. Vinstri græn hefðu engan áhuga á að líkjast núverandi stjórnarflokkum þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð skipta miklu máli í stjórnmálum og vinstri græn ættu að tileinka sér mörg orð sem hægriöflin hefðu nánast slegið eignarhaldi sínu á. Það væri mikilvægt fyrir vinstrimenn að koma fram sínum skilningi á lykilhugtökum stjórnmálanna. Eitt þeirra hugtaka væri „frelsi“ sem aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hefðu veigrað sér við að nota. „En hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað frelsis fjöldans,“ spurði formaður Vinstri grænna. Á Íslandi væru tæp 10 prósent landsmanna undir lágtekjumörkum sem væru um 170 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir einstakling og um 360 þúsund fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þá væri gripið til annars mikilvægs orðs sem vinstrimenn þyrftu að skilgreina. „Í hvert sinn sem skúringafólk biður um kjarabætur er stöðuleikanum ógnað. Og um hvað snýst sá stöðugleiki? Er það stöðugleikinn um að þeir sem eiga mest haldi áfram að eiga meir og meir? Því þannig er staðan á Íslandi í dag að ríkustu 10 prósentin, og nú er ég að tala um eignir en ekki tekjur, eiga 70 prósent alls auðsins,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin hefði með aðgerðum sínum aukið enn meira á ójöfnuðinn. Þá vék Katrín að fleiri orðum eins og „öryggi“ og „hjólum atvinnulífsins,“ sem þyrfti að snúa með stöðugt fleiri virkjunum. „Og skella þeim í nýtingarflokk án þess að hafa fyrir því nein rök önnur en hjól atvinnulífsins. Þetta eru réttnefndar stórkallalausnir sem einkenndu atvinnustefnu fyrir hrun og skildu samfélagið eftir í sárum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir baráttuna á vettvangi stjórnmálanna ekki hvað síst snúast um merkingu orða eins og frelsi, stöðugleiki og hjól atvinnulífsins. Stjórnarflokkarnir byðu upp á stórkallalausnir sem áttu sinn þátt í hruninu, en Vinstri græn berðust fyrir frelsi vinnandi fólks til að lifa lífinu á mannsæmandi kjörum, kvenfrelsi og sjálfbærni. Formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi í dag að vinstri græn og stjórnarandstaðan hefðu lagt fram fjölmörg mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnir á Alþingi í anda þeirrar stefnu sem vinstri græn berðust fyrir varðandi jöfnuð, sjálfbærni, kvenfrelsi og frið. Vinstri græn hefðu engan áhuga á að líkjast núverandi stjórnarflokkum þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð skipta miklu máli í stjórnmálum og vinstri græn ættu að tileinka sér mörg orð sem hægriöflin hefðu nánast slegið eignarhaldi sínu á. Það væri mikilvægt fyrir vinstrimenn að koma fram sínum skilningi á lykilhugtökum stjórnmálanna. Eitt þeirra hugtaka væri „frelsi“ sem aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hefðu veigrað sér við að nota. „En hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað frelsis fjöldans,“ spurði formaður Vinstri grænna. Á Íslandi væru tæp 10 prósent landsmanna undir lágtekjumörkum sem væru um 170 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir einstakling og um 360 þúsund fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þá væri gripið til annars mikilvægs orðs sem vinstrimenn þyrftu að skilgreina. „Í hvert sinn sem skúringafólk biður um kjarabætur er stöðuleikanum ógnað. Og um hvað snýst sá stöðugleiki? Er það stöðugleikinn um að þeir sem eiga mest haldi áfram að eiga meir og meir? Því þannig er staðan á Íslandi í dag að ríkustu 10 prósentin, og nú er ég að tala um eignir en ekki tekjur, eiga 70 prósent alls auðsins,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin hefði með aðgerðum sínum aukið enn meira á ójöfnuðinn. Þá vék Katrín að fleiri orðum eins og „öryggi“ og „hjólum atvinnulífsins,“ sem þyrfti að snúa með stöðugt fleiri virkjunum. „Og skella þeim í nýtingarflokk án þess að hafa fyrir því nein rök önnur en hjól atvinnulífsins. Þetta eru réttnefndar stórkallalausnir sem einkenndu atvinnustefnu fyrir hrun og skildu samfélagið eftir í sárum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira