Innlent

Sá handtekni hefur hafið afplánun vegna fyrri dóms

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi og í nótt.
Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi og í nótt.
Benedikt Bragason, maðurinn sem handtekinn var af lögreglu við Vellina í Hafnarfirði í nótt, hefur hafið afplánun vegna fyrri dóms sem hann hlaut á árinu. Fangelsismálastofnun nýtti sér heimild sem hún hefur til að flýta afplánun ef viðkomandi fremur brot áður en til afplánunar kemur. Þetta staðfest­ir Mar­geir Sveins­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn og stöðvar­stjóri í Hafnar­f­irði við Vísi.

„Hann fékk dóm fyrr á árinu og hefur hafið afplánun á honum.“

Benedikt var dæmdur í 10 mánaða fangelsi í mars sl. en hafði ekki fengið tilkynningu um að hefja afplánun á honum frá Fangelsismálastofnun. Í flestum tilvikum sendir Fangelsismálastofnun út tilkynningu með þriggja vikna fyrirvara áður en afplánun á að hefjast.

„Það var ekki búið að senda tilkynningu en ákvörðun um að láta hann hefja afplánun var tekin á grundvelli þessarar undanþágu um að hægt sé að taka menn inn ef framið er brot.“

Aðgerðir lögreglunnar í gær voru umfangsmiklar en afbrotaferill Benedikts er langur. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×