Maðurinn var vopnaður golfkylfu og hnífi Birgir Olgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 10:14 Frá lögregluaðgerðum við Kirkjuvelli. Vísir Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í Vallahverfinu í Hafnarfirði í nótt var vopnaður golfkylfu og hnífi þegar sérsveitarmenn fóru inn í íbúð hans. Lögreglan hafði haft afskipti af manninum í gærkvöldi eftir að kvartað hafði verið undan hávaða á heimili hans. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og veittist að henni. Þegar reynt var að handtaka hann náði hann að komast undan lögreglu og læsa sig inni í íbúðinni. Þar tilkynnti hann lögreglu að hann væri vopnaður skotvopni en samkvæmt tilkynningum sem bárust var talið að skothvellir hefðu heyrst á svæðinu.Var ekki vopnaður skotvopnum „Hann var ekki vopnaður skotvopnum eins og talið var í upphafi,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um aðgerðina. Hann segir manninn ekki hafa komið sjálfviljugan út heldur fór lögreglan inn í íbúð hans á Kirkjuvöllum þar sem hann var handtekinn. „Hann veitti enga mótspyrnu, hann fékk ekki tækifæri til þess. En hann hafði í hendinni golfkylfu og hníf þegar hann var handtekinn.“ Maðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin en síðast hlaut hann tíu mánaða dóm fyrir brot gegn valdstjórninni í mars og hefur hlotið dóma af svipuðum toga í Austurríki.Sjá einnig: Langur brotaferill mannsins: Fíkniefnalagabrot, hótanir og skothríð á ReykhólumEiga eftir að yfirheyra hann Hann er nú í haldi lögreglu en Margeir gat ekki svarað því að svo stöddu hvort lögreglan mun fara fram á gæsluvarðhald yfir honum. „Það er í skoðun, við eigum eftir að ræða við hann og við erum að meta þetta,“ segir Margeir og segir lögregluaðgerðina hafa gengið vel miðað hvernig málið leit út í fyrstu. Hann segir að um 30 manns hafi tekið þátt í þessari aðgerð en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögregla lokaði allri umferð inn í Vallarhverfið og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra á meðan aðgerðum stóð. Tilkynnt var um málið um klukkan tíu í gærkvöldi og var maðurinn handtekinn um þremur tímum síðar eða um klukkan eitt í nótt. Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23 Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í Vallahverfinu í Hafnarfirði í nótt var vopnaður golfkylfu og hnífi þegar sérsveitarmenn fóru inn í íbúð hans. Lögreglan hafði haft afskipti af manninum í gærkvöldi eftir að kvartað hafði verið undan hávaða á heimili hans. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og veittist að henni. Þegar reynt var að handtaka hann náði hann að komast undan lögreglu og læsa sig inni í íbúðinni. Þar tilkynnti hann lögreglu að hann væri vopnaður skotvopni en samkvæmt tilkynningum sem bárust var talið að skothvellir hefðu heyrst á svæðinu.Var ekki vopnaður skotvopnum „Hann var ekki vopnaður skotvopnum eins og talið var í upphafi,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um aðgerðina. Hann segir manninn ekki hafa komið sjálfviljugan út heldur fór lögreglan inn í íbúð hans á Kirkjuvöllum þar sem hann var handtekinn. „Hann veitti enga mótspyrnu, hann fékk ekki tækifæri til þess. En hann hafði í hendinni golfkylfu og hníf þegar hann var handtekinn.“ Maðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin en síðast hlaut hann tíu mánaða dóm fyrir brot gegn valdstjórninni í mars og hefur hlotið dóma af svipuðum toga í Austurríki.Sjá einnig: Langur brotaferill mannsins: Fíkniefnalagabrot, hótanir og skothríð á ReykhólumEiga eftir að yfirheyra hann Hann er nú í haldi lögreglu en Margeir gat ekki svarað því að svo stöddu hvort lögreglan mun fara fram á gæsluvarðhald yfir honum. „Það er í skoðun, við eigum eftir að ræða við hann og við erum að meta þetta,“ segir Margeir og segir lögregluaðgerðina hafa gengið vel miðað hvernig málið leit út í fyrstu. Hann segir að um 30 manns hafi tekið þátt í þessari aðgerð en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Lögregla lokaði allri umferð inn í Vallarhverfið og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra á meðan aðgerðum stóð. Tilkynnt var um málið um klukkan tíu í gærkvöldi og var maðurinn handtekinn um þremur tímum síðar eða um klukkan eitt í nótt.
Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23 Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23
Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08