Leikhúsið þarf að vera lifandi og hugrakkt Magnús Guðmundsson skrifar 1. september 2015 10:15 Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri er spennt fyrir nýju leikári, því fyrsta sem hún mótar að fullu. Visir/Stefán Við vorum með opið hús að vanda og það komu hingað fleiri þúsund manns á öllum aldri, sem er auðvitað afar ánægjulegt fyrir okkur. Það er gaman að sjá hvað borgarbúar hafa mikinn áhuga á leikhúsinu sínu og þá ekki síst ferlinu að því hvernig leikhús verður til.“ Segja má að leikárið sem Kristín Eysteinsdóttir kynnti nýverið sé það fyrsta sem hún mótar að fullu sem leikhússtjóri. „Þegar ég tók við var búið að leggja leikárið að talsverðu leyti en nú er ég að vinna þetta meira frá grunni þó svo að ég vinni þetta að sjálfsögðu með öðru fólki, verkefnavalsnefnd og fleira gott fólk kemur að því að móta þetta með mér. Auðvitað koma nýjar áherslur með nýju fólki. Við erum til dæmis að frumsýna sjö ný íslensk verk og viljum þannig leggja aukna áherslu á frumsköpun og höfundastarf. Svo eru margir leikstjórar að koma nýir inn í húsið og svo erum við að fara í verkefni sem eru kannski ólík því sem áður var, eins og heimildarverk um snjóflóðin fyrir vestan og fleira. Þegar við vorum að leggja leikárið þá spurðum við okkur þeirrar spurningar hvaða sögur þurfum við að segja. Í framhaldinu ákváðum við svo að setja fókus á bæði sögur í fortíð okkar og nútíð, en Flóð og Njála eru dæmi um slík verk. Við vildum líka taka inn nýjar vinnuaðferðir með nýjum leikstjórum á borð við Egil Heiðar Anton Pálsson sem hefur ekki leikstýrt hjá okkur áður en mun leikstýra Hver er hræddur við Virginíu Wolf? Þorleifur Örn mun vinna Njálu sem við vinnum í samstarfi við Íslenska dansflokkinn og þar erum við að skeyta saman spennandi listamönnum í Þorleifi og Ernu Ómars. Yana Ross er rísandi stjarna í evrópsku leikhúsi, verðlaunaleikstjóri frá Litháen sem mun setja upp Mávinn og svo mætti lengi telja. Þetta verður gríðarlega spennandi og skemmtilegt leikár.“ Aðspurð hvort hún telji að leikhúsið eigi að vera pólitískt þá segir Kristín að það sé nú kannski allt pólitískt í sjálfu sér. „Ég er á þeirri skoðun að leikhúsið eigi að spyrja spurninga frekar en að predika. Gott leikhús spyr stórra spurninga en er ekki að búa til svörin heldur lætur áhorfendum eftir að svara. En mér finnst ákaflega mikilvægt að þegar við erum að taka fyrir klassísk verk, eins og við erum að gera talsvert af í vetur, þá sé veitt einhver ný sýn á verkið. Þannig að við spyrjum okkur alltaf að því af hverju við erum að setja upp viðkomandi verk í samtímanum og reynum að finna ákveðna samfélagslega tengingu við það hverju sinni. Þetta er stór liður í verkefnavalinu. Njála til að mynda er stór hluti af því hvernig við urðum að þjóð og það er eitthvað sem talar að okkar mati sterkt inn í samtímann í umræðu um þjóðerniskennd og margt fleira. Það verða líka fleiri verk sem takast á við stórar spurningar í samtímanum og við erum alltaf að reyna að skoða hvað það er sem brennur mest á okkur í dag. Leikhúsið þarf að vera lifandi og hugrakkt og við ákváðum að vera það bæði listrænt og verkefnavalslega í vetur. En svo er líka mikilvægt að fólk eigi sér griðastað í leikhúsinu. Komi og skemmti sér með fjölskyldu og vinum. Það er alveg jafn mikilvægt eins og hitt. En aðalatriðið er að það sé vel gert og því setjum við markið hátt í þeim sýningum sem er ætlað að skemmta. Okkur fannst takast vel til við Billy Elliot sem snýr að sjálfsögðu aftur á fjalirnar og svo kemur Mamma Mia og þar ætlum við svo sannarlega að gera vel og gleðja leikhúsgesti.“ Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Við vorum með opið hús að vanda og það komu hingað fleiri þúsund manns á öllum aldri, sem er auðvitað afar ánægjulegt fyrir okkur. Það er gaman að sjá hvað borgarbúar hafa mikinn áhuga á leikhúsinu sínu og þá ekki síst ferlinu að því hvernig leikhús verður til.“ Segja má að leikárið sem Kristín Eysteinsdóttir kynnti nýverið sé það fyrsta sem hún mótar að fullu sem leikhússtjóri. „Þegar ég tók við var búið að leggja leikárið að talsverðu leyti en nú er ég að vinna þetta meira frá grunni þó svo að ég vinni þetta að sjálfsögðu með öðru fólki, verkefnavalsnefnd og fleira gott fólk kemur að því að móta þetta með mér. Auðvitað koma nýjar áherslur með nýju fólki. Við erum til dæmis að frumsýna sjö ný íslensk verk og viljum þannig leggja aukna áherslu á frumsköpun og höfundastarf. Svo eru margir leikstjórar að koma nýir inn í húsið og svo erum við að fara í verkefni sem eru kannski ólík því sem áður var, eins og heimildarverk um snjóflóðin fyrir vestan og fleira. Þegar við vorum að leggja leikárið þá spurðum við okkur þeirrar spurningar hvaða sögur þurfum við að segja. Í framhaldinu ákváðum við svo að setja fókus á bæði sögur í fortíð okkar og nútíð, en Flóð og Njála eru dæmi um slík verk. Við vildum líka taka inn nýjar vinnuaðferðir með nýjum leikstjórum á borð við Egil Heiðar Anton Pálsson sem hefur ekki leikstýrt hjá okkur áður en mun leikstýra Hver er hræddur við Virginíu Wolf? Þorleifur Örn mun vinna Njálu sem við vinnum í samstarfi við Íslenska dansflokkinn og þar erum við að skeyta saman spennandi listamönnum í Þorleifi og Ernu Ómars. Yana Ross er rísandi stjarna í evrópsku leikhúsi, verðlaunaleikstjóri frá Litháen sem mun setja upp Mávinn og svo mætti lengi telja. Þetta verður gríðarlega spennandi og skemmtilegt leikár.“ Aðspurð hvort hún telji að leikhúsið eigi að vera pólitískt þá segir Kristín að það sé nú kannski allt pólitískt í sjálfu sér. „Ég er á þeirri skoðun að leikhúsið eigi að spyrja spurninga frekar en að predika. Gott leikhús spyr stórra spurninga en er ekki að búa til svörin heldur lætur áhorfendum eftir að svara. En mér finnst ákaflega mikilvægt að þegar við erum að taka fyrir klassísk verk, eins og við erum að gera talsvert af í vetur, þá sé veitt einhver ný sýn á verkið. Þannig að við spyrjum okkur alltaf að því af hverju við erum að setja upp viðkomandi verk í samtímanum og reynum að finna ákveðna samfélagslega tengingu við það hverju sinni. Þetta er stór liður í verkefnavalinu. Njála til að mynda er stór hluti af því hvernig við urðum að þjóð og það er eitthvað sem talar að okkar mati sterkt inn í samtímann í umræðu um þjóðerniskennd og margt fleira. Það verða líka fleiri verk sem takast á við stórar spurningar í samtímanum og við erum alltaf að reyna að skoða hvað það er sem brennur mest á okkur í dag. Leikhúsið þarf að vera lifandi og hugrakkt og við ákváðum að vera það bæði listrænt og verkefnavalslega í vetur. En svo er líka mikilvægt að fólk eigi sér griðastað í leikhúsinu. Komi og skemmti sér með fjölskyldu og vinum. Það er alveg jafn mikilvægt eins og hitt. En aðalatriðið er að það sé vel gert og því setjum við markið hátt í þeim sýningum sem er ætlað að skemmta. Okkur fannst takast vel til við Billy Elliot sem snýr að sjálfsögðu aftur á fjalirnar og svo kemur Mamma Mia og þar ætlum við svo sannarlega að gera vel og gleðja leikhúsgesti.“
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira