Eigendur bústaða ætla ekki að víkja Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2015 08:00 Sumarhúsin í Elliðavatnsblettum hafa sum staðið frá því á þriðja tug síðustu aldar og eru menningarverðmæti segir lögmaður eigendanna. vísir/gva „Orkuveitu Reykjavíkur er ekki heimilt að ganga fram í sýslan sinni eins og þeir sem þar hafa verið settir til ábyrgðar séu að höndla með sína eigin hagsmuni eða reka söluturn,“ segir Ástráður Haraldsson, lögmaður eigenda tólf sumarhúsa í landi Orkuveitunnar við Elliðavatn, í bréfi til lögmanna OR.Ástráður Haraldsson.vísir/ernirFram hefur komið í Fréttablaðinu að Orkuveitan telur nauðsynlegt að öll sumarhúsin á svæðinu hverfi þaðan á endanum vegna vatnsverndarsjónarmiða. Bústaðirnir standa á leigulóðum og lítur OR þannig á að leigusamningar um þær hafi runnið út í árslok 2012. Hús eru á 25 af 35 lóðum OR í Elliðavatnsblettum. Áður hafði Orkuveitan krafist þess að húsin yrðu fjarlægð á kostnað eigendanna en stefnubreyting varð í haust þegar fyrirtækið tók sjálft að sér niðurrif á litlum bústað þar sem eigandinn hafði fallið frá.Bjarni Bjarnason„Þetta geta verið umtalsverðir fjármunir fyrir einstaklinga en í hinu stóra samhengi vatnsverndarmála væru þetta ekki mikil útgjöld fyrir Orkuveituna,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í Fréttablaðinu 24. september síðastliðinn. Bjarni undirstrikaði þá að Orkuveitunni væri treyst fyrir nýtingu vatnsauðlindarinnar og hún bæri því mikla ábyrgð. Ástráður segir að sumarhúsaeigendunum hafi borist bréf frá Orkuveitunni þar sem boðin séu tvenns konar kjör. „Annars vegar er nokkrum þeirra tilkynnt um að leigusamningur verði ekki endurnýjaður og þeim boðið að Orkuveita Reykjavíkur kosti brottflutning mannvirkja af lóðinni. Hins vegar er í flestum tilvikum boðið upp á tímabundna endurnýjun leigusamninga um ótilgreindan tíma,“ upplýsir Ástráður. Orkuveitan vísar til ástands húsanna og þess hvort þau séu mikið notuð varðandi það hvort þau fái tímabundna framlengingu á leigu eða hvort niðurrifs sé krafist. Ástráður segir engin málefnaleg rök fyrir þeirri mismunun enda standist ekki fullyrðingar OR um ásigkomulag húsanna eða notkun þeirra. Þá segir lögmaðurinn varðandi tímabundna framlengingu leigusamninga að stefna Orkuveitunnar þurfi að byggjast á lögmætum sjónarmiðum. „Ekki verður annað séð en að duttlungar og geðþótti ráði þar einir för,“ skrifar lögmaðurinn. Hann nefnir að á fyrsta áratug þessarar aldar hafi verið gerðar ýmsar úrbætur á bústöðunum í samráði við Orkuveituna. „Á sama tíma hafa orðið eigendaskipti á bústöðum með vitund og samþykki Orkuveitu Reykjavíkur. Hinir nýju eigendur keyptu á markaðsverði í trausti þess að bústaðirnir fengju að standa,“ segir í bréfi lögmannsins. Fram að stefnubreytingu hjá Orkuveitunni hafi eigendur sumarhúsanna haft réttmætar væntingar um að byggðin fengi að standa „en yrði ekki útlæg ger á á grundvelli geðþótta stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur eða borgaryfirvalda“. Lögmaðurinn bendir á að í nýrri vatnsverndarsamþykkt sé ekki minnst á sumarbústaðina. Í greinargerð með samþykktinni sé þó getið um að fáein sumarhús séu í jaðri grannsvæðisins í Reykjavík. „Ekki er talin forsenda eða nægilega traust gögn til að beita almennu banni við notkun þeirra,“ vitnar Ástráður til greinargerðarinnar. Þá rekur Ástráður að í aðalskipulagi segi í umsögn um gróðurbeltið umhverfis höfuðborgarsvæðið, Græna trefilinn svokallaða, að ekki sé gert ráð fyrir fjölgun sumarhúsa þar en að lagfæra megi gömul hús eða endurbyggja í sömu stærð. Meðal þess sem lögmaður bústaðaeigendanna vitnar til er saga sumarhúsabyggðarinnar við Elliðavatnsbletti. „Þessi byggð og elsta frístundabyggð landsins við Þingvallavatn eru fyrstu sumarhús sem Íslendingar reistu,“ fullyrðir lögmaðurinn sem kveður mörg húsanna hafa byggingarsögulegt gildi og byggðina alla menningarsögulegt gildi. „Núgildandi stefna Orkuveitu Reykjavíkur er að mati umbjóðenda minna upprennandi menningarsögulegt stórslys sem innan skamms tíma myndi verða talið borgaryfirvöldum til háðungar.“ Bréf lögmannsins hefur verið lagt fram í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Tengdar fréttir Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
„Orkuveitu Reykjavíkur er ekki heimilt að ganga fram í sýslan sinni eins og þeir sem þar hafa verið settir til ábyrgðar séu að höndla með sína eigin hagsmuni eða reka söluturn,“ segir Ástráður Haraldsson, lögmaður eigenda tólf sumarhúsa í landi Orkuveitunnar við Elliðavatn, í bréfi til lögmanna OR.Ástráður Haraldsson.vísir/ernirFram hefur komið í Fréttablaðinu að Orkuveitan telur nauðsynlegt að öll sumarhúsin á svæðinu hverfi þaðan á endanum vegna vatnsverndarsjónarmiða. Bústaðirnir standa á leigulóðum og lítur OR þannig á að leigusamningar um þær hafi runnið út í árslok 2012. Hús eru á 25 af 35 lóðum OR í Elliðavatnsblettum. Áður hafði Orkuveitan krafist þess að húsin yrðu fjarlægð á kostnað eigendanna en stefnubreyting varð í haust þegar fyrirtækið tók sjálft að sér niðurrif á litlum bústað þar sem eigandinn hafði fallið frá.Bjarni Bjarnason„Þetta geta verið umtalsverðir fjármunir fyrir einstaklinga en í hinu stóra samhengi vatnsverndarmála væru þetta ekki mikil útgjöld fyrir Orkuveituna,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í Fréttablaðinu 24. september síðastliðinn. Bjarni undirstrikaði þá að Orkuveitunni væri treyst fyrir nýtingu vatnsauðlindarinnar og hún bæri því mikla ábyrgð. Ástráður segir að sumarhúsaeigendunum hafi borist bréf frá Orkuveitunni þar sem boðin séu tvenns konar kjör. „Annars vegar er nokkrum þeirra tilkynnt um að leigusamningur verði ekki endurnýjaður og þeim boðið að Orkuveita Reykjavíkur kosti brottflutning mannvirkja af lóðinni. Hins vegar er í flestum tilvikum boðið upp á tímabundna endurnýjun leigusamninga um ótilgreindan tíma,“ upplýsir Ástráður. Orkuveitan vísar til ástands húsanna og þess hvort þau séu mikið notuð varðandi það hvort þau fái tímabundna framlengingu á leigu eða hvort niðurrifs sé krafist. Ástráður segir engin málefnaleg rök fyrir þeirri mismunun enda standist ekki fullyrðingar OR um ásigkomulag húsanna eða notkun þeirra. Þá segir lögmaðurinn varðandi tímabundna framlengingu leigusamninga að stefna Orkuveitunnar þurfi að byggjast á lögmætum sjónarmiðum. „Ekki verður annað séð en að duttlungar og geðþótti ráði þar einir för,“ skrifar lögmaðurinn. Hann nefnir að á fyrsta áratug þessarar aldar hafi verið gerðar ýmsar úrbætur á bústöðunum í samráði við Orkuveituna. „Á sama tíma hafa orðið eigendaskipti á bústöðum með vitund og samþykki Orkuveitu Reykjavíkur. Hinir nýju eigendur keyptu á markaðsverði í trausti þess að bústaðirnir fengju að standa,“ segir í bréfi lögmannsins. Fram að stefnubreytingu hjá Orkuveitunni hafi eigendur sumarhúsanna haft réttmætar væntingar um að byggðin fengi að standa „en yrði ekki útlæg ger á á grundvelli geðþótta stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur eða borgaryfirvalda“. Lögmaðurinn bendir á að í nýrri vatnsverndarsamþykkt sé ekki minnst á sumarbústaðina. Í greinargerð með samþykktinni sé þó getið um að fáein sumarhús séu í jaðri grannsvæðisins í Reykjavík. „Ekki er talin forsenda eða nægilega traust gögn til að beita almennu banni við notkun þeirra,“ vitnar Ástráður til greinargerðarinnar. Þá rekur Ástráður að í aðalskipulagi segi í umsögn um gróðurbeltið umhverfis höfuðborgarsvæðið, Græna trefilinn svokallaða, að ekki sé gert ráð fyrir fjölgun sumarhúsa þar en að lagfæra megi gömul hús eða endurbyggja í sömu stærð. Meðal þess sem lögmaður bústaðaeigendanna vitnar til er saga sumarhúsabyggðarinnar við Elliðavatnsbletti. „Þessi byggð og elsta frístundabyggð landsins við Þingvallavatn eru fyrstu sumarhús sem Íslendingar reistu,“ fullyrðir lögmaðurinn sem kveður mörg húsanna hafa byggingarsögulegt gildi og byggðina alla menningarsögulegt gildi. „Núgildandi stefna Orkuveitu Reykjavíkur er að mati umbjóðenda minna upprennandi menningarsögulegt stórslys sem innan skamms tíma myndi verða talið borgaryfirvöldum til háðungar.“ Bréf lögmannsins hefur verið lagt fram í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00