Wu-Tang Clan á leiðinni til Íslands í júní Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. mars 2015 10:49 Wu-Tang á tónleikum. Rappsveitin Wu-Tang Clan er á leið til landsins í júní. Sveitin verður þá á tónleikaferðalagi um Evrópu og herma heimildir Fréttablaðsins að samningar hafi náðst við sveitina um að spila hér á landi. Ekki hefur fengist staðfest hvar sveitin mun troða upp. Wu-Tang Clan hefur áður boðað komu sína til landsins, en þurfti frá að hverfa vegna þess að einn meðlimur sveitarinnar, Ol’ Dirty Bastard, meiddist skömmu fyrir tónleikana. Sveitin fer í tónleikaferðalag í júní og fer þá meðal annars til Írlands, Englands og Noregs, auk þess að koma hingað til lands. Allir meðlimir sveitarinnar munu vera með á ferðlaginu en alls eru rapparar sveitarinnar átta talsins. Áður hafa tveir meðlimir hennar, þeir Raekwon og Ghostface Killah, troðið upp hér á landi. Raekwon spilaði á Gauki á Stöng árið 2004 og Ghostface Killah lék á Nasa árið 2011. Wu-Tang Clan var stofnuð árið 1992 og hefur sveitin gefið út sex breiðskífur. Fyrsta plata sveitarinnar, Enter The Wu-Tang (36 chambers), og Wu-Tang Forever nutu mestra vinsælda. Sú fyrrnefnda kom út árið 1993 og sú síðarnefnda 1997. Plötur sveitarinnar hafa selst í milljónum eintaka. Vinsældir hennar voru svo miklar að heil fatalína var gerð í nafni hennar og kallaðist Wu Wear. Einnig var gefinn út tölvuleikur með meðlimunum og hafa sumir þeirra einnig látið að sér kveða í kvikmyndaheiminum. Sveitin, sem er frá Staten Island í New York, lét lítið fyrir sér fara í nokkur ár, á meðan meðlimir hennar deildu innbyrðis. Nú hafa þeir grafið stríðsöxina og gáfu út plötuna A Better Tomorrow í fyrra, sem náði 29. sæti Billboard-listans yfir sölutölur fyrstu viku eftir útgáfu. Sveitin vakti svo athygli þegar hún gaf út plötuna Once Upon a Time in Shaolin í fyrra. Hún lét aðeins framleiða eitt eintak sem er í geymslu í Marokkó. Eintakið verður selt á uppboði í ár og er talið að kaupverðið geti hlaupið á milljónum Bandaríkjadala. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Rappsveitin Wu-Tang Clan er á leið til landsins í júní. Sveitin verður þá á tónleikaferðalagi um Evrópu og herma heimildir Fréttablaðsins að samningar hafi náðst við sveitina um að spila hér á landi. Ekki hefur fengist staðfest hvar sveitin mun troða upp. Wu-Tang Clan hefur áður boðað komu sína til landsins, en þurfti frá að hverfa vegna þess að einn meðlimur sveitarinnar, Ol’ Dirty Bastard, meiddist skömmu fyrir tónleikana. Sveitin fer í tónleikaferðalag í júní og fer þá meðal annars til Írlands, Englands og Noregs, auk þess að koma hingað til lands. Allir meðlimir sveitarinnar munu vera með á ferðlaginu en alls eru rapparar sveitarinnar átta talsins. Áður hafa tveir meðlimir hennar, þeir Raekwon og Ghostface Killah, troðið upp hér á landi. Raekwon spilaði á Gauki á Stöng árið 2004 og Ghostface Killah lék á Nasa árið 2011. Wu-Tang Clan var stofnuð árið 1992 og hefur sveitin gefið út sex breiðskífur. Fyrsta plata sveitarinnar, Enter The Wu-Tang (36 chambers), og Wu-Tang Forever nutu mestra vinsælda. Sú fyrrnefnda kom út árið 1993 og sú síðarnefnda 1997. Plötur sveitarinnar hafa selst í milljónum eintaka. Vinsældir hennar voru svo miklar að heil fatalína var gerð í nafni hennar og kallaðist Wu Wear. Einnig var gefinn út tölvuleikur með meðlimunum og hafa sumir þeirra einnig látið að sér kveða í kvikmyndaheiminum. Sveitin, sem er frá Staten Island í New York, lét lítið fyrir sér fara í nokkur ár, á meðan meðlimir hennar deildu innbyrðis. Nú hafa þeir grafið stríðsöxina og gáfu út plötuna A Better Tomorrow í fyrra, sem náði 29. sæti Billboard-listans yfir sölutölur fyrstu viku eftir útgáfu. Sveitin vakti svo athygli þegar hún gaf út plötuna Once Upon a Time in Shaolin í fyrra. Hún lét aðeins framleiða eitt eintak sem er í geymslu í Marokkó. Eintakið verður selt á uppboði í ár og er talið að kaupverðið geti hlaupið á milljónum Bandaríkjadala.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira