Wu-Tang Clan á leiðinni til Íslands í júní Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. mars 2015 10:49 Wu-Tang á tónleikum. Rappsveitin Wu-Tang Clan er á leið til landsins í júní. Sveitin verður þá á tónleikaferðalagi um Evrópu og herma heimildir Fréttablaðsins að samningar hafi náðst við sveitina um að spila hér á landi. Ekki hefur fengist staðfest hvar sveitin mun troða upp. Wu-Tang Clan hefur áður boðað komu sína til landsins, en þurfti frá að hverfa vegna þess að einn meðlimur sveitarinnar, Ol’ Dirty Bastard, meiddist skömmu fyrir tónleikana. Sveitin fer í tónleikaferðalag í júní og fer þá meðal annars til Írlands, Englands og Noregs, auk þess að koma hingað til lands. Allir meðlimir sveitarinnar munu vera með á ferðlaginu en alls eru rapparar sveitarinnar átta talsins. Áður hafa tveir meðlimir hennar, þeir Raekwon og Ghostface Killah, troðið upp hér á landi. Raekwon spilaði á Gauki á Stöng árið 2004 og Ghostface Killah lék á Nasa árið 2011. Wu-Tang Clan var stofnuð árið 1992 og hefur sveitin gefið út sex breiðskífur. Fyrsta plata sveitarinnar, Enter The Wu-Tang (36 chambers), og Wu-Tang Forever nutu mestra vinsælda. Sú fyrrnefnda kom út árið 1993 og sú síðarnefnda 1997. Plötur sveitarinnar hafa selst í milljónum eintaka. Vinsældir hennar voru svo miklar að heil fatalína var gerð í nafni hennar og kallaðist Wu Wear. Einnig var gefinn út tölvuleikur með meðlimunum og hafa sumir þeirra einnig látið að sér kveða í kvikmyndaheiminum. Sveitin, sem er frá Staten Island í New York, lét lítið fyrir sér fara í nokkur ár, á meðan meðlimir hennar deildu innbyrðis. Nú hafa þeir grafið stríðsöxina og gáfu út plötuna A Better Tomorrow í fyrra, sem náði 29. sæti Billboard-listans yfir sölutölur fyrstu viku eftir útgáfu. Sveitin vakti svo athygli þegar hún gaf út plötuna Once Upon a Time in Shaolin í fyrra. Hún lét aðeins framleiða eitt eintak sem er í geymslu í Marokkó. Eintakið verður selt á uppboði í ár og er talið að kaupverðið geti hlaupið á milljónum Bandaríkjadala. Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Rappsveitin Wu-Tang Clan er á leið til landsins í júní. Sveitin verður þá á tónleikaferðalagi um Evrópu og herma heimildir Fréttablaðsins að samningar hafi náðst við sveitina um að spila hér á landi. Ekki hefur fengist staðfest hvar sveitin mun troða upp. Wu-Tang Clan hefur áður boðað komu sína til landsins, en þurfti frá að hverfa vegna þess að einn meðlimur sveitarinnar, Ol’ Dirty Bastard, meiddist skömmu fyrir tónleikana. Sveitin fer í tónleikaferðalag í júní og fer þá meðal annars til Írlands, Englands og Noregs, auk þess að koma hingað til lands. Allir meðlimir sveitarinnar munu vera með á ferðlaginu en alls eru rapparar sveitarinnar átta talsins. Áður hafa tveir meðlimir hennar, þeir Raekwon og Ghostface Killah, troðið upp hér á landi. Raekwon spilaði á Gauki á Stöng árið 2004 og Ghostface Killah lék á Nasa árið 2011. Wu-Tang Clan var stofnuð árið 1992 og hefur sveitin gefið út sex breiðskífur. Fyrsta plata sveitarinnar, Enter The Wu-Tang (36 chambers), og Wu-Tang Forever nutu mestra vinsælda. Sú fyrrnefnda kom út árið 1993 og sú síðarnefnda 1997. Plötur sveitarinnar hafa selst í milljónum eintaka. Vinsældir hennar voru svo miklar að heil fatalína var gerð í nafni hennar og kallaðist Wu Wear. Einnig var gefinn út tölvuleikur með meðlimunum og hafa sumir þeirra einnig látið að sér kveða í kvikmyndaheiminum. Sveitin, sem er frá Staten Island í New York, lét lítið fyrir sér fara í nokkur ár, á meðan meðlimir hennar deildu innbyrðis. Nú hafa þeir grafið stríðsöxina og gáfu út plötuna A Better Tomorrow í fyrra, sem náði 29. sæti Billboard-listans yfir sölutölur fyrstu viku eftir útgáfu. Sveitin vakti svo athygli þegar hún gaf út plötuna Once Upon a Time in Shaolin í fyrra. Hún lét aðeins framleiða eitt eintak sem er í geymslu í Marokkó. Eintakið verður selt á uppboði í ár og er talið að kaupverðið geti hlaupið á milljónum Bandaríkjadala.
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira