Búast við framboði Ólafar Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. október 2015 07:00 Búist er við því að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefi kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem fram fer 23. – 25. október. Þetta er mat samflokksmanna Ólafar sem Fréttablaðið hefur talað við. Ólöf neitaði í gær að tjá sig um mögulegt framboð við fjölmiðla en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegt að hún tilkynni ákvörðun innan fárra daga. Hanna Birna Kristjánsdóttir, núverandi varaformaður flokksins, lýsti því yfir í viðtali við Stöð 2 fyrir mánuði að hún hygðist að óbreyttu gefa kost á sér til forystu í flokknum. „Ég held ég hafi mjög góðan stuðning á meðal sjálfstæðismanna, mér hefur alltaf gengið vel í þeim kosningum sem ég hef farið í hjá Sjálfstæðisfslokknum. En svo er þetta bara annað mál og mín staða í stjórnmálum hefur auðvitað breyst eilítið, það liggur alveg fyrir,“ sagði Hanna Birna þá. Töluverður þrýstingur hefur verið á Ólöfu, sem tók við innanríkisráðuneytinu af Hönnu Birnu í desember, að bjóða sig fram til formanns. Allt þar til á síðustu dögum hefur sú hvatning farið fram utan kastljóss fjölmiðlanna. En undanfarna daga hefur þrýstingurinn aukist með því að einstaka félög innan Sjálfstæðisflokksins hafa skorað á hana í framboð. Sjálfstæðisfélagið í Langholtshverfi reið á vaðið með ályktun fyrr í mánuðinum. Seint í fyrrakvöld bættust svo sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi við og skoruðu á Ólöfu að gefa kost á sér. Á mbl.is birtist svo áskorun frá tíu sjálfstæðismönnum á landinu sem allir gegna, eða hafa gegnt, forystuhlutverki í innra starfi flokksins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að fleiri aðilar kunni að birta áskoranir opinberlega. Ekki náðist tal af Óttarri Guðlaugssyni, formanni Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Hanna Birna ekki berjast fyrir endurkjöri, fari svo að Ólöf gefi kost á sér í embættið. Bjarni Benediktsson mun áfram gefa kost á sér sem formaður flokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson mun gefa kost á sér sem ritari. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Sjá meira
Búist er við því að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefi kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem fram fer 23. – 25. október. Þetta er mat samflokksmanna Ólafar sem Fréttablaðið hefur talað við. Ólöf neitaði í gær að tjá sig um mögulegt framboð við fjölmiðla en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegt að hún tilkynni ákvörðun innan fárra daga. Hanna Birna Kristjánsdóttir, núverandi varaformaður flokksins, lýsti því yfir í viðtali við Stöð 2 fyrir mánuði að hún hygðist að óbreyttu gefa kost á sér til forystu í flokknum. „Ég held ég hafi mjög góðan stuðning á meðal sjálfstæðismanna, mér hefur alltaf gengið vel í þeim kosningum sem ég hef farið í hjá Sjálfstæðisfslokknum. En svo er þetta bara annað mál og mín staða í stjórnmálum hefur auðvitað breyst eilítið, það liggur alveg fyrir,“ sagði Hanna Birna þá. Töluverður þrýstingur hefur verið á Ólöfu, sem tók við innanríkisráðuneytinu af Hönnu Birnu í desember, að bjóða sig fram til formanns. Allt þar til á síðustu dögum hefur sú hvatning farið fram utan kastljóss fjölmiðlanna. En undanfarna daga hefur þrýstingurinn aukist með því að einstaka félög innan Sjálfstæðisflokksins hafa skorað á hana í framboð. Sjálfstæðisfélagið í Langholtshverfi reið á vaðið með ályktun fyrr í mánuðinum. Seint í fyrrakvöld bættust svo sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi við og skoruðu á Ólöfu að gefa kost á sér. Á mbl.is birtist svo áskorun frá tíu sjálfstæðismönnum á landinu sem allir gegna, eða hafa gegnt, forystuhlutverki í innra starfi flokksins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að fleiri aðilar kunni að birta áskoranir opinberlega. Ekki náðist tal af Óttarri Guðlaugssyni, formanni Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Hanna Birna ekki berjast fyrir endurkjöri, fari svo að Ólöf gefi kost á sér í embættið. Bjarni Benediktsson mun áfram gefa kost á sér sem formaður flokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson mun gefa kost á sér sem ritari.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Sjá meira