Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Hættustigi lýst yfir 1. október 2015 16:41 Á myndinni má sjá bíl fréttastofu Stöðvar 2 úti í Skaftá. Rennslisaukning við Sveinstind er sú örasta frá því að stöðinni var komið á fót árið 1971. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir hættustigi vegna kröftugs hlaups úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli. Hlaupið í Skaftá gæti verið það stærsta frá upphafi mælinga en þær hófust 1971. Hlaupsins varð vart á mælum við Sveinstind um hálf fjögurleytið í nótt. Hlaupið hefur vaxið mjög hratt í dag. „Allt bendir til þess að þetta sé mjög stórt hlaup og jafnvel stærsta hlaup sem að hefur komið úr kötlunum eftir að mælingar hófust sem var held ég 1971. Þar af leiðandi mun þetta væntanlega hafa meiri áhrif heldur en þau hlaup sem við erum vanir að fylgjast með þarna og menn eru orðnir nokkuð vanir síðustu árin. Meiri hætta þá á vegaskemmdum uppi í Skaftárdal og þar og því svæði og síðan náttúrlega eru þá orðnar auknar líkur á að það flæði hugsanlega yfir þjóðveg 1. Sem þýðir að það geti hugsanlega þurft að loka honum um einhvern tíma,“ segir Víðir Reynisson verkefnastjóri hjá almannavörnum á Suðurlandi. „Þetta er bara í stöðugri skoðun og við erum með lögreglumenn og Vegagerðina á staðnum við þjóðveg 1 þar sem að þetta er talið líklegt og síðan eru vatnamælingamenn Verðurstofunni uppi með fram Skaftánni að mæla og gefa okkur stöðugt upplýsingar um stöðuna,“ segir Víðir. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á Suðurlandi ráðleggja ferðamönnum frá því að vera nálægt upptökum Skaftár og Hverfisfljóts og við bakka þeirra. Sér í lagi vegna hættu af brennisteinsmengun. Hugsanlegt er að hlaupvatn flæði upp á þjóðveg 1 í Eldhrauni, 5-10 kílómetrum vestan við Kirkjubæjarklaustur og er meiri úrkomu spáð næstu daga. Kristján Már Unnarsson og Friðrik Þór Halldórsson, frétta- og tökumenn Stöðvar 2, eru komnir á svæðið og í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verður meðal annars sýnt beint frá vettvangi og rætt við heimamenn. Hlaup í Skaftá 2015 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir hættustigi vegna kröftugs hlaups úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli. Hlaupið í Skaftá gæti verið það stærsta frá upphafi mælinga en þær hófust 1971. Hlaupsins varð vart á mælum við Sveinstind um hálf fjögurleytið í nótt. Hlaupið hefur vaxið mjög hratt í dag. „Allt bendir til þess að þetta sé mjög stórt hlaup og jafnvel stærsta hlaup sem að hefur komið úr kötlunum eftir að mælingar hófust sem var held ég 1971. Þar af leiðandi mun þetta væntanlega hafa meiri áhrif heldur en þau hlaup sem við erum vanir að fylgjast með þarna og menn eru orðnir nokkuð vanir síðustu árin. Meiri hætta þá á vegaskemmdum uppi í Skaftárdal og þar og því svæði og síðan náttúrlega eru þá orðnar auknar líkur á að það flæði hugsanlega yfir þjóðveg 1. Sem þýðir að það geti hugsanlega þurft að loka honum um einhvern tíma,“ segir Víðir Reynisson verkefnastjóri hjá almannavörnum á Suðurlandi. „Þetta er bara í stöðugri skoðun og við erum með lögreglumenn og Vegagerðina á staðnum við þjóðveg 1 þar sem að þetta er talið líklegt og síðan eru vatnamælingamenn Verðurstofunni uppi með fram Skaftánni að mæla og gefa okkur stöðugt upplýsingar um stöðuna,“ segir Víðir. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á Suðurlandi ráðleggja ferðamönnum frá því að vera nálægt upptökum Skaftár og Hverfisfljóts og við bakka þeirra. Sér í lagi vegna hættu af brennisteinsmengun. Hugsanlegt er að hlaupvatn flæði upp á þjóðveg 1 í Eldhrauni, 5-10 kílómetrum vestan við Kirkjubæjarklaustur og er meiri úrkomu spáð næstu daga. Kristján Már Unnarsson og Friðrik Þór Halldórsson, frétta- og tökumenn Stöðvar 2, eru komnir á svæðið og í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verður meðal annars sýnt beint frá vettvangi og rætt við heimamenn.
Hlaup í Skaftá 2015 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira