Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júní 2015 13:17 Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kvartaði undan dónaskap einstakra þingmanna í umræðum á Alþingi í dag og sagðist eiga erfitt með að tileinka sér góða siði sem henni hefðu verið kenndir í uppeldinu um samskipti við fólk við þessar aðstæður. „Eins og umhverfið hefur verið er valda boðlegt að vinna hér. Gróusögur, kýtingar, uppnefni, baktal og leiðindi. Ég hef alltaf verið þakklát þeim gildum sem foreldrar mínir sendu mig út í lífið, meðal annars að kurteisi kostaði ekkert og að ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldra fólki,“ sagði Jóhanna í upphafi ræðu sinnar en bætti svo við að hegðan margra þingmanna gerði henni það erfitt um vik. Það væri ólíðandi að þurfa að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. Sé slíkt tal ómissandi væri réttast að færa það úr þingsal og inn á þingflokksfundi eða bakherbergi þingsins. „Ef þetta væri annar vinnustaður og mér dytti í hug að kalla samstarfsfólk mitt hryggleysingja, lindýr, talíbana, dólga og einræðisherra eða ef ég myndi líkja þeim við menn sem framið hafa hræðilega glæpi, fjöldamorð eða annað sem hefur sett svartan blett á heimssöguna, þá væri ekki lengið að kalla mig inn á teppið.“ Jóhanna lagði því til að þingmenn myndu líta í eigin barm og skoða gildi sín og mannleg samskipti. Einnig fór hún fram á að þjóðkjörnir fulltrúarnir myndu láta af frammíköllum úr salnum enda væri slíkt lágmarkskurteisi. Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kvartaði undan dónaskap einstakra þingmanna í umræðum á Alþingi í dag og sagðist eiga erfitt með að tileinka sér góða siði sem henni hefðu verið kenndir í uppeldinu um samskipti við fólk við þessar aðstæður. „Eins og umhverfið hefur verið er valda boðlegt að vinna hér. Gróusögur, kýtingar, uppnefni, baktal og leiðindi. Ég hef alltaf verið þakklát þeim gildum sem foreldrar mínir sendu mig út í lífið, meðal annars að kurteisi kostaði ekkert og að ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldra fólki,“ sagði Jóhanna í upphafi ræðu sinnar en bætti svo við að hegðan margra þingmanna gerði henni það erfitt um vik. Það væri ólíðandi að þurfa að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. Sé slíkt tal ómissandi væri réttast að færa það úr þingsal og inn á þingflokksfundi eða bakherbergi þingsins. „Ef þetta væri annar vinnustaður og mér dytti í hug að kalla samstarfsfólk mitt hryggleysingja, lindýr, talíbana, dólga og einræðisherra eða ef ég myndi líkja þeim við menn sem framið hafa hræðilega glæpi, fjöldamorð eða annað sem hefur sett svartan blett á heimssöguna, þá væri ekki lengið að kalla mig inn á teppið.“ Jóhanna lagði því til að þingmenn myndu líta í eigin barm og skoða gildi sín og mannleg samskipti. Einnig fór hún fram á að þjóðkjörnir fulltrúarnir myndu láta af frammíköllum úr salnum enda væri slíkt lágmarkskurteisi.
Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira