Heilluðu samfélagsmiðla snillinginn með Youtube saumaskapnum Guðrún Ansnes skrifar 19. nóvember 2015 10:00 Þeir sitja ekki auðum höndum strákarnir, enda engin ástæða til þegar eftirspurnin eftir fötunum er líkt og raun ber vitni. Vísir/GVA Oliver Luckett ætlar sumsé að koma okkur á kortið,“ segir Róbert Elmarsson, einn þríeykisins Inklaw Clothing sem hefur verið að gera það ansi gott undanfarið og kemur til með að færa út kvíarnar í byrjun næsta árs með hjálp þessa nafntogaða samfélagsmiðlasnillings. Auk Róberts eru þeir Guðjón Geir Geirsson og Anton Birkir Sigfússon mennirnir á bak við merkið, allir fæddir á tíunda áratug síðustu aldar í Hafnarfirði, með alls engan bakgrunn í fatahönnun. Liggur leið þessa íslenska herratískufatamerkis til Los Angeles í janúar þar sem stendur til að koma upp aðstöðu til framleiðslu. „Luckett er náttúrulega einn sá fremsti á sínu sviði í heiminum í dag, og gríðarlega vel tengdur svo þetta verður spennandi,“ segir Róbert. Aðspurður hvernig standi á að þrír ungir Hafnfirðingar sem saumi og hanni föt rati í fangið á slíkum bandarískum stórlaxi segir Róbert það samstarf allt að því tilviljunarkennt. „Við fréttum af honum á landinu, og hittum hann svo fyrir slysni niðri í bæ. Þá gripum við gæsina og sögðum honum frá okkur, og hvernig við höfðum náð ansi góðum árangri á samfélagsmiðlunum með okkar vöru, og ætli hann hafi ekki bara séð eitthvað í okkur sem hann tengdi við. Auk þeirrar staðreyndar að Guðjón saumar allar vörurnar, og hann hefur sjálfur tekið upp á að læra að sauma með hjálp YouTube,“ segir Róbert og bendir á að Luckett sé enginn smákarl þegar kemur að stórsigrum á samfélagsmiðlunum en hann ber meðal annars ábyrgð á Selfie-song, sem tröllreið öllu, og rúmlega það, árið 2014. Þá hefur hann komið Disney á kortið á samfélagsmiðlunum og eflaust kannast flestir við herferðina „My Calvins“, fyrir nærfatalínu Calvin Klein, svo örfá dæmi séu nefnd.Luckett er býsna vel tengdur og mun eflaust reynast strákunum vel.Þá hafa þeir náð samningum við fjölmiðlafulltrúa vestanhafs svo nú er þeim ekkert að vanbúnaði með útrásina. „Við fórum út til Los Angeles fyrr í haust í boði Lucketts, og þar sló hann upp viðburði þar sem áhrifamiklir einstaklingar létu sjá sig og vörumerkið okkar var svolítið kynnt,“ útskýrir Róbert, sem segir nánast fulla vinnu að halda sér niðri á jörðinni og skellir upp úr. Segir Róbert meginmarkmiðið að heilla Bandaríkjamenn upp úr skónum, en hingað til hafa einmitt þeir, Ástralar og Bretar verið æstastir í Inklow-fötin. „Það sem oft þykir líka merkilegt, er að við auglýsum okkur ekkert nema bara á samfélagsmiðlunum og ég held ég geti sagt að við séum langstærsta fatamerkið á Íslandi á Instagram til dæmis, með okkar rúmlega þrjátíu og sex þúsund fylgjendur á Instagram.“ Strákarnir hafa eflst ansi hratt frá því að fyrirtækið var stofnað árið 2013, þá með áttatíu þúsund krónur í start sem þeir höfðu safnað sér í sumarvinnunni það árið. „Við ákváðum að hjóla í þetta, þar sem við höfðum verið að vinna í tískufataverslunum og höfðum brennandi áhuga á tísku. Okkur fannst þó eitthvað vanta, þar sem allir eru voðalega eins klæddir hérna,“ útskýrir Róbert. Fljótt vatt verkefnið upp á sig og síðan þá hefur greinilega ansi mikið vatn runnið til sjávar, og sífellt birtast fréttir þess efnis að stórstjörnur séu að skarta Inklaw-fatnaði og virðast heimsþekktir íþróttamenn hafa sérlegt dálæti á fötunum. „Það er svolítið sérstakt en auðvitað gaman, og frábær auglýsing fyrir okkur að sjá menn eins og Robert Lewandowski hjá Bayern München og NBA-leikmanninn Shaun Livingston, sem við sérsaumuðum á, nota fötin okkar,“ segir Róbert að lokum, yfir sig spenntur fyrir komandi tímum. Tengdar fréttir Alþjóðlega viðskiptaráðstefnan Point Zero haldin í Reykjavík Alþjóðlegi viðburðurinn Point Zero verður haldinn í Reykjavík dagana 21.-23. apríl og í tengslum við hann fer fram ráðstefna í Gamla Bíói þann 22.apríl. 18. mars 2015 10:49 Landsbankinn úthlutar 10 milljónum til nýsköpunarverkefna Fjórtán verkefni hlutu styrk. 6. febrúar 2015 15:17 Risavaxið fjölskylduboð haldið á nýárskvöld Bandaríski samfélagsmiðlagúrúinn Oliver Luckett ætlar að fagna nýju ári á Íslandi. 31. desember 2014 10:00 Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Oliver Luckett ætlar sumsé að koma okkur á kortið,“ segir Róbert Elmarsson, einn þríeykisins Inklaw Clothing sem hefur verið að gera það ansi gott undanfarið og kemur til með að færa út kvíarnar í byrjun næsta árs með hjálp þessa nafntogaða samfélagsmiðlasnillings. Auk Róberts eru þeir Guðjón Geir Geirsson og Anton Birkir Sigfússon mennirnir á bak við merkið, allir fæddir á tíunda áratug síðustu aldar í Hafnarfirði, með alls engan bakgrunn í fatahönnun. Liggur leið þessa íslenska herratískufatamerkis til Los Angeles í janúar þar sem stendur til að koma upp aðstöðu til framleiðslu. „Luckett er náttúrulega einn sá fremsti á sínu sviði í heiminum í dag, og gríðarlega vel tengdur svo þetta verður spennandi,“ segir Róbert. Aðspurður hvernig standi á að þrír ungir Hafnfirðingar sem saumi og hanni föt rati í fangið á slíkum bandarískum stórlaxi segir Róbert það samstarf allt að því tilviljunarkennt. „Við fréttum af honum á landinu, og hittum hann svo fyrir slysni niðri í bæ. Þá gripum við gæsina og sögðum honum frá okkur, og hvernig við höfðum náð ansi góðum árangri á samfélagsmiðlunum með okkar vöru, og ætli hann hafi ekki bara séð eitthvað í okkur sem hann tengdi við. Auk þeirrar staðreyndar að Guðjón saumar allar vörurnar, og hann hefur sjálfur tekið upp á að læra að sauma með hjálp YouTube,“ segir Róbert og bendir á að Luckett sé enginn smákarl þegar kemur að stórsigrum á samfélagsmiðlunum en hann ber meðal annars ábyrgð á Selfie-song, sem tröllreið öllu, og rúmlega það, árið 2014. Þá hefur hann komið Disney á kortið á samfélagsmiðlunum og eflaust kannast flestir við herferðina „My Calvins“, fyrir nærfatalínu Calvin Klein, svo örfá dæmi séu nefnd.Luckett er býsna vel tengdur og mun eflaust reynast strákunum vel.Þá hafa þeir náð samningum við fjölmiðlafulltrúa vestanhafs svo nú er þeim ekkert að vanbúnaði með útrásina. „Við fórum út til Los Angeles fyrr í haust í boði Lucketts, og þar sló hann upp viðburði þar sem áhrifamiklir einstaklingar létu sjá sig og vörumerkið okkar var svolítið kynnt,“ útskýrir Róbert, sem segir nánast fulla vinnu að halda sér niðri á jörðinni og skellir upp úr. Segir Róbert meginmarkmiðið að heilla Bandaríkjamenn upp úr skónum, en hingað til hafa einmitt þeir, Ástralar og Bretar verið æstastir í Inklow-fötin. „Það sem oft þykir líka merkilegt, er að við auglýsum okkur ekkert nema bara á samfélagsmiðlunum og ég held ég geti sagt að við séum langstærsta fatamerkið á Íslandi á Instagram til dæmis, með okkar rúmlega þrjátíu og sex þúsund fylgjendur á Instagram.“ Strákarnir hafa eflst ansi hratt frá því að fyrirtækið var stofnað árið 2013, þá með áttatíu þúsund krónur í start sem þeir höfðu safnað sér í sumarvinnunni það árið. „Við ákváðum að hjóla í þetta, þar sem við höfðum verið að vinna í tískufataverslunum og höfðum brennandi áhuga á tísku. Okkur fannst þó eitthvað vanta, þar sem allir eru voðalega eins klæddir hérna,“ útskýrir Róbert. Fljótt vatt verkefnið upp á sig og síðan þá hefur greinilega ansi mikið vatn runnið til sjávar, og sífellt birtast fréttir þess efnis að stórstjörnur séu að skarta Inklaw-fatnaði og virðast heimsþekktir íþróttamenn hafa sérlegt dálæti á fötunum. „Það er svolítið sérstakt en auðvitað gaman, og frábær auglýsing fyrir okkur að sjá menn eins og Robert Lewandowski hjá Bayern München og NBA-leikmanninn Shaun Livingston, sem við sérsaumuðum á, nota fötin okkar,“ segir Róbert að lokum, yfir sig spenntur fyrir komandi tímum.
Tengdar fréttir Alþjóðlega viðskiptaráðstefnan Point Zero haldin í Reykjavík Alþjóðlegi viðburðurinn Point Zero verður haldinn í Reykjavík dagana 21.-23. apríl og í tengslum við hann fer fram ráðstefna í Gamla Bíói þann 22.apríl. 18. mars 2015 10:49 Landsbankinn úthlutar 10 milljónum til nýsköpunarverkefna Fjórtán verkefni hlutu styrk. 6. febrúar 2015 15:17 Risavaxið fjölskylduboð haldið á nýárskvöld Bandaríski samfélagsmiðlagúrúinn Oliver Luckett ætlar að fagna nýju ári á Íslandi. 31. desember 2014 10:00 Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Alþjóðlega viðskiptaráðstefnan Point Zero haldin í Reykjavík Alþjóðlegi viðburðurinn Point Zero verður haldinn í Reykjavík dagana 21.-23. apríl og í tengslum við hann fer fram ráðstefna í Gamla Bíói þann 22.apríl. 18. mars 2015 10:49
Landsbankinn úthlutar 10 milljónum til nýsköpunarverkefna Fjórtán verkefni hlutu styrk. 6. febrúar 2015 15:17
Risavaxið fjölskylduboð haldið á nýárskvöld Bandaríski samfélagsmiðlagúrúinn Oliver Luckett ætlar að fagna nýju ári á Íslandi. 31. desember 2014 10:00