Alþjóðlega viðskiptaráðstefnan Point Zero haldin í Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2015 10:49 Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Point Zero. mynd/aðsend Alþjóðlegi viðburðurinn Point Zero verður haldinn í Reykjavík dagana 21.-23. apríl og í tengslum við hann fer fram ráðstefna í Gamla Bíói þann 22.apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar. Þar verður fjallað um þær gríðarlega hröðu breytingar sem hafa orðið í viðskiptalífinu og samfélaginu öllu með tilkomu stafrænnar dreifingar og hvernig dregið hefur úr bilinu á milli framleiðenda og neytenda. „Ný tegund af milliliðum hefur orðið til á síðasta áratugi, staður sem við köllum á ensku Platform, þar sem framleiðendur og neytendur geta verið í beinum samskiptum og viðskiptum. Platform á borð við Airbnb, UBER, Aliexpress og Kickstarter hafa breytt viðskiptaheiminum nánast á einni nóttu en þessi þróun á eftir að halda áfram og fyrirtæki í öllum geirum þurfa að bregðast við þessari framtíðarmynd og það hratt ef þau ætla ekki að verða undir,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Point Zero. Nú þegar hafa þekktir fyrirlesarar verið bókaðir og enn eiga margir eftir að bætast við. Af erlendu fyrirlesurunum má meðal annars nefna Sangeet Paul Choudary, stofnanda Platform Thinking, en hann er jafnframt aðalhvatamaðurinn að ráðstefnunni. „Hann er tíður penni hjá hinu virta tímariti Hardvard Business Review og hefur verið ráðgjafi margra af stærstu fyrirækjum í heimi varðandi þessar breytingar. Þá hefur April Rinne, einn áhugaverðasti fyrirlesari heims á sviði deilihagkerfis, boðað komu sína líkt og Íslandsvinurinn Oliver Luckett, framkvæmdastjóri theAudience, sem mun fjalla um breytingar í samskiptatækni.“ Þessi fyrsti viðburður Point Zero er ætlaður áhrifafólki úr íslensku viðskiptalífi en hugmyndin er að hann verði að árlegum viðskiptaviðburði sem hefur sömu áhrif á viðskiptalífið og Iceland Airwaves á tónlistarlífið. Áhersla er lögð á einstaka upplifun, heimsklassa fyrirlesara og tækifæri til að mynda ný tengsl. Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Alþjóðlegi viðburðurinn Point Zero verður haldinn í Reykjavík dagana 21.-23. apríl og í tengslum við hann fer fram ráðstefna í Gamla Bíói þann 22.apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar. Þar verður fjallað um þær gríðarlega hröðu breytingar sem hafa orðið í viðskiptalífinu og samfélaginu öllu með tilkomu stafrænnar dreifingar og hvernig dregið hefur úr bilinu á milli framleiðenda og neytenda. „Ný tegund af milliliðum hefur orðið til á síðasta áratugi, staður sem við köllum á ensku Platform, þar sem framleiðendur og neytendur geta verið í beinum samskiptum og viðskiptum. Platform á borð við Airbnb, UBER, Aliexpress og Kickstarter hafa breytt viðskiptaheiminum nánast á einni nóttu en þessi þróun á eftir að halda áfram og fyrirtæki í öllum geirum þurfa að bregðast við þessari framtíðarmynd og það hratt ef þau ætla ekki að verða undir,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Point Zero. Nú þegar hafa þekktir fyrirlesarar verið bókaðir og enn eiga margir eftir að bætast við. Af erlendu fyrirlesurunum má meðal annars nefna Sangeet Paul Choudary, stofnanda Platform Thinking, en hann er jafnframt aðalhvatamaðurinn að ráðstefnunni. „Hann er tíður penni hjá hinu virta tímariti Hardvard Business Review og hefur verið ráðgjafi margra af stærstu fyrirækjum í heimi varðandi þessar breytingar. Þá hefur April Rinne, einn áhugaverðasti fyrirlesari heims á sviði deilihagkerfis, boðað komu sína líkt og Íslandsvinurinn Oliver Luckett, framkvæmdastjóri theAudience, sem mun fjalla um breytingar í samskiptatækni.“ Þessi fyrsti viðburður Point Zero er ætlaður áhrifafólki úr íslensku viðskiptalífi en hugmyndin er að hann verði að árlegum viðskiptaviðburði sem hefur sömu áhrif á viðskiptalífið og Iceland Airwaves á tónlistarlífið. Áhersla er lögð á einstaka upplifun, heimsklassa fyrirlesara og tækifæri til að mynda ný tengsl.
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira