Flugeldar á Íslandi sprengja ESB-reglur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. janúar 2015 08:00 Íslendingar þykja nokkuð skotglaðir á áramótum. vísir/pjetur Herdís Storgaard, verkefnisstjóri um slysavarnir barna hjá Miðstöð um slysavarnir barna, segir að stærstu flugeldarnir sem seldir eru hérlendis séu of stórir og hættulegir almenningi. Um áramótin sprakk skotkaka, af gerðinni Þrumur Surts, í heild sinni á jörðu niðri og olli talsverðu tjóni á húsum í Bergstaðastræti. „Stærstu terturnar eru allt að 25 kílógrömm og það er of mikið magn af púðri,“ segir Herdís. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði skotkakan sem olli skemmdum í Bergstaðastræti sprungið nálægt hópi af fólki. Reglugerð sú sem nú sé í gildi sé úr sér gengin og eftirliti með geymslu og sölu flugelda sé mjög ábótavant. Þó sé skipan mála mun betri en hún var fyrir fáeinum árum en betur megi ef duga skal.Herdís Storgaardvísir/stefán„Á undanförnum árum hefur sá hópur sem verður fyrir slysum tekið breytingum,“ segir Herdís. Áður fyrr hafi það að stærstum hluta verið unglingar sem voru að fikta með flugeldana en nú sé meira um það að fullorðnir slasist. „Verði slys vegna notkunar flugelda þá þyrfti að skrá það mun nánar. Komi í kjölfarið upp grunur um að galli gæti leynst í einhverri vörunni þá væri hægt að koma skilaboðum áleiðis til fólks svo það viti af honum eða í það minnsta af möguleikanum,“ segir Herdís. „Það er alltaf hætta og möguleiki á að þetta geti gerst,“ segir Lúðvík Georgsson, talsmaður KR flugelda. Fyrirtækið flutti umrædda skotköku til landsins og hefur haft samband við tryggingafélag sitt vegna málsins.Lúðvík Georgssonmynd/lúðvík georgsson„Lögreglan athugar hvort flugeldar sem eru til sölu standist ekki reglugerð og slökkviliðið metur hvort eldvarnir í sölu- og geymsluplássum séu ekki til fyrirmyndar,“ segir Lúðvík og bætir við að ólíklegt sé að flugeldar verði fyrir hnjaski á leið til landsins. Aðeins örfáar hafnir í heiminum hleypi flugeldum í gegn hjá sér og þær taki það hlutverk föstum tökum. „Hérlendis höfum við leyft stærri flugelda en nágrannalöndin og er hægt að rökræða fram og til baka hve stóra flugelda eigi að leyfa,“ segir Lúðvík. Það sé enn fremur ljóst að flugeldar á íslenskum markaði verði öllu minni verði íslensk lög samræmd reglum Evrópusambandsins. Lúðvík segir að menn verði að fara varlega með skotelda sökum eðlis vörunnar. Sé fyllstu varúðar hins vegar gætt eigi áramótin að geta farið slysalaust fram þó að stöku flugeldur sé gallaður. Ekki náðist í starfsfólk innanríkisráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Herdís Storgaard, verkefnisstjóri um slysavarnir barna hjá Miðstöð um slysavarnir barna, segir að stærstu flugeldarnir sem seldir eru hérlendis séu of stórir og hættulegir almenningi. Um áramótin sprakk skotkaka, af gerðinni Þrumur Surts, í heild sinni á jörðu niðri og olli talsverðu tjóni á húsum í Bergstaðastræti. „Stærstu terturnar eru allt að 25 kílógrömm og það er of mikið magn af púðri,“ segir Herdís. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði skotkakan sem olli skemmdum í Bergstaðastræti sprungið nálægt hópi af fólki. Reglugerð sú sem nú sé í gildi sé úr sér gengin og eftirliti með geymslu og sölu flugelda sé mjög ábótavant. Þó sé skipan mála mun betri en hún var fyrir fáeinum árum en betur megi ef duga skal.Herdís Storgaardvísir/stefán„Á undanförnum árum hefur sá hópur sem verður fyrir slysum tekið breytingum,“ segir Herdís. Áður fyrr hafi það að stærstum hluta verið unglingar sem voru að fikta með flugeldana en nú sé meira um það að fullorðnir slasist. „Verði slys vegna notkunar flugelda þá þyrfti að skrá það mun nánar. Komi í kjölfarið upp grunur um að galli gæti leynst í einhverri vörunni þá væri hægt að koma skilaboðum áleiðis til fólks svo það viti af honum eða í það minnsta af möguleikanum,“ segir Herdís. „Það er alltaf hætta og möguleiki á að þetta geti gerst,“ segir Lúðvík Georgsson, talsmaður KR flugelda. Fyrirtækið flutti umrædda skotköku til landsins og hefur haft samband við tryggingafélag sitt vegna málsins.Lúðvík Georgssonmynd/lúðvík georgsson„Lögreglan athugar hvort flugeldar sem eru til sölu standist ekki reglugerð og slökkviliðið metur hvort eldvarnir í sölu- og geymsluplássum séu ekki til fyrirmyndar,“ segir Lúðvík og bætir við að ólíklegt sé að flugeldar verði fyrir hnjaski á leið til landsins. Aðeins örfáar hafnir í heiminum hleypi flugeldum í gegn hjá sér og þær taki það hlutverk föstum tökum. „Hérlendis höfum við leyft stærri flugelda en nágrannalöndin og er hægt að rökræða fram og til baka hve stóra flugelda eigi að leyfa,“ segir Lúðvík. Það sé enn fremur ljóst að flugeldar á íslenskum markaði verði öllu minni verði íslensk lög samræmd reglum Evrópusambandsins. Lúðvík segir að menn verði að fara varlega með skotelda sökum eðlis vörunnar. Sé fyllstu varúðar hins vegar gætt eigi áramótin að geta farið slysalaust fram þó að stöku flugeldur sé gallaður. Ekki náðist í starfsfólk innanríkisráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira