Innlent

Enn er ósamið í kjaradeilu lækna

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Ef samningar nást ekki fyrir miðnætti á sunnudaginn hefjast umfangsmiklar verkfallsaðgerðir lækna sem koma til með að hafa mikil áhrif á heilbrigðiskerfið.
Ef samningar nást ekki fyrir miðnætti á sunnudaginn hefjast umfangsmiklar verkfallsaðgerðir lækna sem koma til með að hafa mikil áhrif á heilbrigðiskerfið. Vísir/Vilhelm
Enn er ósamið í kjaradeilu lækna og ríksins. Samninganefndir Læknafélags Íslands og ríksins hafa verið boðaðar á nýjan sáttafund í Karphúsinu klukkan hálf tvö.

Níu stunda löngum samningafundi skurðlækna og ríkisins lauk hins vegar án árangurs um miðnætti. Ríkissáttasemjari sá ekki ástæðu til að boða nýjan fund.

Ef samningar nást ekki fyrir miðnætti á sunnudaginn hefjast umfangsmiklar verkfallsaðgerðir lækna sem koma til með að hafa mikil áhrif á heilbrigðiskerfið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×