Innlent

Snjógirðingar hafa lengt skíðatímabilið

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað um miðjan desember. Síðustu ár hefur tekist æ oftar að opna svæðið fyrr en áður.
Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað um miðjan desember. Síðustu ár hefur tekist æ oftar að opna svæðið fyrr en áður.
Fjölgun snjógirðinga á skíðasvæðinu í Bláfjöllum á síðustu árum hefur orðið til þess að skíðatímabilið hefur lengst. Bæði hefur verið hægt að opna svæðið fyrr og hafa það opið lengur.

Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað um miðjan desember. Síðustu ár hefur tekist æ oftar að opna svæðið fyrr en áður.

„ Síðastliðin ár höfum við náð að opna í svona enda nóvember, byrjun desember vanalega, eftir að við jukum hérna töluvert við snjógirðingar þá hefur þetta breyst gríðarlega mikið. Það er bara þeim að þakka að við höfum geta opnað fyrr,“ segir Einar Bjarnason, rekstarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum.

Snjógirðingarnar safna snjó sem annars fýkur burt og er snjórinn síðan notaður til að troða brekkurnar. Einar segir miklu muna um þetta en girðingunum hefur verið fjölgað mikið frá árinu 2007.

Einar segir opið í dag og fjölmenni í fjallinu. Opið hafi verið þrjá fyrstu daga ársins og allt upp í sjö þúsund manns hafi verið á svæðinu þegar mest hefur verið. „Það er æðislegt færi,“ segir Einar Bjarnason. 

Snjógirðingarnar safna snjó sem annars fýkur burt og er snjórinn síðan notaður til að troða brekkurnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×