Innlent

Nýr fundur í læknadeilunni boðaður á morgun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Takist samningar ekki fyrir miðnætti annað kvöld hefjast hertar verkfallsaðgerðir lækna á mánudag.
Takist samningar ekki fyrir miðnætti annað kvöld hefjast hertar verkfallsaðgerðir lækna á mánudag. Vísir/Ernir
Samningafundi ríkisins og Læknafélagsins lauk um klukkan 19 í kvöld og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan 14 á morgun.

Takist samningar ekki fyrir miðnætti annað kvöld hefjast hertar verkfallsaðgerðir lækna sem munu hafa afar víðtæk áhrif á Landspítalanum og heilbrigðisstofnanir um land allt.

Ekki hefur verið boðað til nýs fundar vegna kjaradeilu skurðlækna og ríkisins, en fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að svo virðist sem algjör pattstaða sé komin upp í þeim viðræðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×