Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Séra Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, benti þingheimi á að sértekjur gætu komið til frádráttar á ríkisframlagi. Fréttablaðið/Valli Tillögum tveggja presta á kirkjuþingi í október um að þjóðkirkjan aflaði sér meiri eigin tekna var fálega tekið af formanni fjárhagsnefndar kirkjuþingsins sem taldi að þá myndi framlag úr ríkissjóði minnka á móti. Það var í umræðum um fjármál kirkjunnar sem séra Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, og séra Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur á Selfossi, vöktu máls á því að þjóðkirkjan hefði möguleika til þess að skapa sjálfri sér tekjur. „Ég er aðeins með smá hugleiðingar um hvar sú vinna stendur og hvort það sé svona aðeins verið að ræða það hvort kirkjan geti ekki farið í meiri rekstur, aflað tekna. Mér er þetta mjög hugleikið af því, og ég hef haft orð á því áður, að það eru svo ótrúlega mörg tækifæri í gangi sem gætu flokkast undir auknar tekjur fyrir okkur, sem við sköpum sjálf,“ sagði séra Vigfús. Fyrir sitt leyti sagðist séra Guðbjörg hafa eina tillögu: „Skógrækt er tekjumöguleiki,“ sagði hún.Séra Vigfús Bjarni Albertsson.Séra Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, sagði þessi mál örugglega til skoðunar. „En á meðan við erum í þessu umhverfi sem við erum í núna, og vonandi losnum út úr, þá þurfum við hins vegar að passa okkur bara á einu: á meðan við erum í fjárlagaumhverfi og erum meðhöndluð eins og hver önnur stofnun þá koma allar svona sértekjur til frádráttar,“ varaði Gísli við og undirstrikaði það frekar: „Þannig að það þarf að passa það alveg sérstaklega í öllu reikningshaldi að sýna ekki sértekjur því þær eru bara mínusaðar frá fjárveitingunni,“ ráðlagði formaður fjárhagsnefndar þingheimi. Hann benti enn fremur á að í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er reiknað með nærri 230 milljóna króna sértekjum í þeim lið sem merktur er þjóðkirkjunni og Biskupsstofu. Þeim lið í frumvarpinu mótmælti Agnes M. Sigurðardóttir biskup í bréfi til alþingismanna í október.Agnes M. Sigurðardóttir biskup.„Það skal áréttað að þjóðkirkjan mun ekki hafa sértekjur á árinu 2016,“ segir í bréfi biskups. Kirkjan telji að ákvæði samnings síns við ríkið sé skýrt um að sértekjur eigi ekki að lækka skuldbindingar ríkisins gagnvart kirkjunni. „Þannig að þetta er ekkert alveg svona einfalt,“ sagði séra Gísli. „Að minnsta kosti á meðan við erum í þessu rugli sem við lendum í þegar verið er að blanda þessu í fjárlögin.“ Þar vísaði séra Gísli í mál sem fjárhagsnefnd Kirkjuþings reifaði síðan í nefndaráliti. „Nefndin telur mikilvægt að afgjald ríkisins af kirkjujarðasamkomulaginu verði ekki skráð á fjárlögum sem framlag til þjóðkirkjunnar á fjárlagalið innanríkisráðuneytisins heldur fært í ríkisbókhaldi hjá fjármálaráðuneyti,“ sagði nefndin. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Tillögum tveggja presta á kirkjuþingi í október um að þjóðkirkjan aflaði sér meiri eigin tekna var fálega tekið af formanni fjárhagsnefndar kirkjuþingsins sem taldi að þá myndi framlag úr ríkissjóði minnka á móti. Það var í umræðum um fjármál kirkjunnar sem séra Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, og séra Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur á Selfossi, vöktu máls á því að þjóðkirkjan hefði möguleika til þess að skapa sjálfri sér tekjur. „Ég er aðeins með smá hugleiðingar um hvar sú vinna stendur og hvort það sé svona aðeins verið að ræða það hvort kirkjan geti ekki farið í meiri rekstur, aflað tekna. Mér er þetta mjög hugleikið af því, og ég hef haft orð á því áður, að það eru svo ótrúlega mörg tækifæri í gangi sem gætu flokkast undir auknar tekjur fyrir okkur, sem við sköpum sjálf,“ sagði séra Vigfús. Fyrir sitt leyti sagðist séra Guðbjörg hafa eina tillögu: „Skógrækt er tekjumöguleiki,“ sagði hún.Séra Vigfús Bjarni Albertsson.Séra Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, sagði þessi mál örugglega til skoðunar. „En á meðan við erum í þessu umhverfi sem við erum í núna, og vonandi losnum út úr, þá þurfum við hins vegar að passa okkur bara á einu: á meðan við erum í fjárlagaumhverfi og erum meðhöndluð eins og hver önnur stofnun þá koma allar svona sértekjur til frádráttar,“ varaði Gísli við og undirstrikaði það frekar: „Þannig að það þarf að passa það alveg sérstaklega í öllu reikningshaldi að sýna ekki sértekjur því þær eru bara mínusaðar frá fjárveitingunni,“ ráðlagði formaður fjárhagsnefndar þingheimi. Hann benti enn fremur á að í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er reiknað með nærri 230 milljóna króna sértekjum í þeim lið sem merktur er þjóðkirkjunni og Biskupsstofu. Þeim lið í frumvarpinu mótmælti Agnes M. Sigurðardóttir biskup í bréfi til alþingismanna í október.Agnes M. Sigurðardóttir biskup.„Það skal áréttað að þjóðkirkjan mun ekki hafa sértekjur á árinu 2016,“ segir í bréfi biskups. Kirkjan telji að ákvæði samnings síns við ríkið sé skýrt um að sértekjur eigi ekki að lækka skuldbindingar ríkisins gagnvart kirkjunni. „Þannig að þetta er ekkert alveg svona einfalt,“ sagði séra Gísli. „Að minnsta kosti á meðan við erum í þessu rugli sem við lendum í þegar verið er að blanda þessu í fjárlögin.“ Þar vísaði séra Gísli í mál sem fjárhagsnefnd Kirkjuþings reifaði síðan í nefndaráliti. „Nefndin telur mikilvægt að afgjald ríkisins af kirkjujarðasamkomulaginu verði ekki skráð á fjárlögum sem framlag til þjóðkirkjunnar á fjárlagalið innanríkisráðuneytisins heldur fært í ríkisbókhaldi hjá fjármálaráðuneyti,“ sagði nefndin.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira