Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2015 17:20 Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, en vinnusálfræðingurinn átti meðal annars að taka viðtöl við yfirstjórn lögreglunnar. vísir Innanríkisráðuneytið fékk doktor í vinnusálfræði til þess að greina hvort að samskiptavandi væri til staðar innan embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, og ef svo væri hver rót vandans væri og hvernig mætti bæta úr honum. Þetta kemur fram í bréfi sem innanríkisráðuneytið sendi lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu í apríl síðastliðnum og Vísir hefur undir höndum. Áætlað var að vinnusálfræðingurinn, Leifur Geir Hafsteinsson, myndi skila af sér skýrslu til ráðuneytisins mánuði síðar. Ekkert bólar hins vegar á þeirri skýrslu, fimm mánuðum síðar. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytinu hafi borist ábendingar um að innan lögreglunnar væri samskiptavandi. Þessar ábendingar voru ræddar við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, og var í kjölfarið ákveðið að ráðuneytið fengi utanaðkomandi ráðgjafa til að greina vandann. Greiningarvinna Leifs Geirs átti meðal annars að felast í viðtölum við yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, viðtölum við aðra starfsmenn eftir þörfum auk þess sem leggja átti spurningalista fyrir starfsmenn. Eins og áður segir er Sigríður Björk lögreglustjóri en aðstoðarlögreglustjórar eru þau Alda Hrönn Jóhannsdóttir, ein nánasta samstarfskona Sigríðar Bjarkar um langt skeið, og Jón H. B. Snorrason. Lögreglustjórinn sagði á dögunum í samtali við RÚV að samskiptaerfiðleikar hefðu ekki áhrif á starfsemi embættisins, þótt menn greini á um áherslur. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Innanríkisráðuneytið fékk doktor í vinnusálfræði til þess að greina hvort að samskiptavandi væri til staðar innan embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, og ef svo væri hver rót vandans væri og hvernig mætti bæta úr honum. Þetta kemur fram í bréfi sem innanríkisráðuneytið sendi lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu í apríl síðastliðnum og Vísir hefur undir höndum. Áætlað var að vinnusálfræðingurinn, Leifur Geir Hafsteinsson, myndi skila af sér skýrslu til ráðuneytisins mánuði síðar. Ekkert bólar hins vegar á þeirri skýrslu, fimm mánuðum síðar. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytinu hafi borist ábendingar um að innan lögreglunnar væri samskiptavandi. Þessar ábendingar voru ræddar við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, og var í kjölfarið ákveðið að ráðuneytið fengi utanaðkomandi ráðgjafa til að greina vandann. Greiningarvinna Leifs Geirs átti meðal annars að felast í viðtölum við yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, viðtölum við aðra starfsmenn eftir þörfum auk þess sem leggja átti spurningalista fyrir starfsmenn. Eins og áður segir er Sigríður Björk lögreglustjóri en aðstoðarlögreglustjórar eru þau Alda Hrönn Jóhannsdóttir, ein nánasta samstarfskona Sigríðar Bjarkar um langt skeið, og Jón H. B. Snorrason. Lögreglustjórinn sagði á dögunum í samtali við RÚV að samskiptaerfiðleikar hefðu ekki áhrif á starfsemi embættisins, þótt menn greini á um áherslur.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira