Fræðsludagskrá fyrir listamenn á Airwaves Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. nóvember 2015 09:00 Sigtryggur Baldursson segir fræðsludagskrána geta verið ákaflega mikilvæga fyrir listamenn. vísir/gva Í fyrsta sinn í sögu Iceland Airwaves-hátíðarinnar fer nú fram svokölluð fræðsludagskrá meðfram hátíðinni, sem er hugsað fyrir tónlistarmenn sem vilja kynna sér hinar ýmsu hliðar tónlistargeirans. „Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á svona. Við verðum í Petersen svítunni sem er efsta hæðin í Gamla bíói og verður það svæði hugsað fyrir þá listamenn sem koma fram á hátíðinni, fjölmiðlafólkið og allt bransafólkið, þar sem allt þetta fólk getur hangið saman og blandað geði,“ segir Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Útóns. Á þessu sama svæði fer einnig fram fræðsludagskrá um hin ýmsu málefni tengd tónlistarbransanum og segir Sigtryggur þessa fræðsludagskrá geta verið einkar mikilvæga fyrir listamenn sem vilja koma sköpun sinni á framfæri. „Þetta er í raun eingöngu fyrir þá sem eru með listamannsarmband og pressuarmband og darling-armband en við ætlum samt að gefa armbönd á þessa fræðslufundi því við viljum fá fólk til að koma og ég vil hvetja fólk til að kíkja eitthvað á þetta því þetta er dýrmætt fræðsluefni fyrir músíkbransann,“ segir Sigtryggur. Fræðslufundirnir hefjast í dag og verða fram á laugardag. Á meðal fyrirlesara eru Heather Kolker, umboðsmaður Of Monsters and Men, Simon Raymonde, eigandi plötufyrirtækisins Bella Union, María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs, og fjöldinn allur af fólki frá hinum ýmsu stöðum í tónlistarbransanum. „Þetta verða fyrirlestrar, pallborðsumræður og spjall, þannig að fólk getur spurt spurninga og fræðst um hvað allt þetta fólk er að gera.“ Þeir sem hafa áhuga á þessari fræðslu en eru ekki með armband sem gefur aðgang geta fengið armband með því að hafa samband við Útón. Airwaves Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögu Iceland Airwaves-hátíðarinnar fer nú fram svokölluð fræðsludagskrá meðfram hátíðinni, sem er hugsað fyrir tónlistarmenn sem vilja kynna sér hinar ýmsu hliðar tónlistargeirans. „Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á svona. Við verðum í Petersen svítunni sem er efsta hæðin í Gamla bíói og verður það svæði hugsað fyrir þá listamenn sem koma fram á hátíðinni, fjölmiðlafólkið og allt bransafólkið, þar sem allt þetta fólk getur hangið saman og blandað geði,“ segir Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Útóns. Á þessu sama svæði fer einnig fram fræðsludagskrá um hin ýmsu málefni tengd tónlistarbransanum og segir Sigtryggur þessa fræðsludagskrá geta verið einkar mikilvæga fyrir listamenn sem vilja koma sköpun sinni á framfæri. „Þetta er í raun eingöngu fyrir þá sem eru með listamannsarmband og pressuarmband og darling-armband en við ætlum samt að gefa armbönd á þessa fræðslufundi því við viljum fá fólk til að koma og ég vil hvetja fólk til að kíkja eitthvað á þetta því þetta er dýrmætt fræðsluefni fyrir músíkbransann,“ segir Sigtryggur. Fræðslufundirnir hefjast í dag og verða fram á laugardag. Á meðal fyrirlesara eru Heather Kolker, umboðsmaður Of Monsters and Men, Simon Raymonde, eigandi plötufyrirtækisins Bella Union, María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs, og fjöldinn allur af fólki frá hinum ýmsu stöðum í tónlistarbransanum. „Þetta verða fyrirlestrar, pallborðsumræður og spjall, þannig að fólk getur spurt spurninga og fræðst um hvað allt þetta fólk er að gera.“ Þeir sem hafa áhuga á þessari fræðslu en eru ekki með armband sem gefur aðgang geta fengið armband með því að hafa samband við Útón.
Airwaves Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira