Konan var á vettvangi þegar lögreglu bar að Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. febrúar 2015 12:15 Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði. Vísir/AntonBrink Kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði sem talið er að hafi borið að með saknæmum hætti. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni síðar í dag. Talið er að banameinið hafi verið hnífstunga en Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að það yrði ekki ljóst fyrr en að lokinni krufningu. Hin grunaða, sem er fædd 1959, og hinn látni, sem er rúmlega fertugur, eru talin hafa verið sambúðarfólk en atvikið átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði. „Lögreglan fékk tilkynningu um þetta um þrjú leytið í gær og svo tilkynningu um mannslát og fór á vettvang og í ljós kom að hinn látni var með stunguáverka á brjóstkassa,“ sagði Kristján Ingi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Og hvar var hin grunaða á þessum tímapunkti? „Á vettvangi,“ sagði Kristján. Vettvangsrannsókn lauk síðdegis í gær og var hin grunaða yfirheyrð í gærkvöldi. Lögreglunni er einungis heimilt að halda hinni handteknu í allt að sólarhring samkvæmt sakamálalögum nema krafist verði gæsluvarðhalds og það samþykkt. Kristján sagðist ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. „Nú get ég ekki tjáð mig um það á þessari stundu,“ sagði Kristján sem reiknaði með því að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir konunni í dag. Frekari fréttir verða sagðar af þessu máli á Vísir.is og Bylgjunni um leið og þær berast og í kvöldfréttum klukkan hálfsjö. Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10 Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Sjá meira
Kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði sem talið er að hafi borið að með saknæmum hætti. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni síðar í dag. Talið er að banameinið hafi verið hnífstunga en Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að það yrði ekki ljóst fyrr en að lokinni krufningu. Hin grunaða, sem er fædd 1959, og hinn látni, sem er rúmlega fertugur, eru talin hafa verið sambúðarfólk en atvikið átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði. „Lögreglan fékk tilkynningu um þetta um þrjú leytið í gær og svo tilkynningu um mannslát og fór á vettvang og í ljós kom að hinn látni var með stunguáverka á brjóstkassa,“ sagði Kristján Ingi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Og hvar var hin grunaða á þessum tímapunkti? „Á vettvangi,“ sagði Kristján. Vettvangsrannsókn lauk síðdegis í gær og var hin grunaða yfirheyrð í gærkvöldi. Lögreglunni er einungis heimilt að halda hinni handteknu í allt að sólarhring samkvæmt sakamálalögum nema krafist verði gæsluvarðhalds og það samþykkt. Kristján sagðist ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. „Nú get ég ekki tjáð mig um það á þessari stundu,“ sagði Kristján sem reiknaði með því að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir konunni í dag. Frekari fréttir verða sagðar af þessu máli á Vísir.is og Bylgjunni um leið og þær berast og í kvöldfréttum klukkan hálfsjö.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10 Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Sjá meira
Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10