Innlent

Hljóp með fulla kerru af mat út úr búðinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þó nokkrir voru teknir fyrir akstur undir áhrifum liðna nótt.
Þó nokkrir voru teknir fyrir akstur undir áhrifum liðna nótt. Vísir/Kolbeinn Tumi
Mikið var um að vera hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í nótt. Þó nokkrir voru teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og neitaði meðal annars einn ökumaður að segja hver hann var. Hann gisti því fangageymslur en að lokum gaf hann upp hver hann væri og var þá sleppt.

Tilkynnt var um mann sem hljóp út úr matvöruverslun með fulla kerru af mat og öðrum vörum án þess að borga. Þjófurinn fannst ekki.

Ekið var á gangandi vegfaranda en skyggni var slæmt og léleg lýsing. Þá var tilkynnt um bíl sem ekið var á umferðarmannvirki og merkingar. Ökumaðurinn flúði af vettvangi en skildi bílinn eftir þannig að hætta stafaði af honum. Bíllinn var fjarlægður en ökumaðurinn má eiga á von á kæru vegna atviksins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×