Systkini aðskilin þar sem þau komast ekki í sama leikskóla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. janúar 2015 23:26 Nokkuð algengt er að systkini fari í sitt hvorn leikskólann í Reykjavík eftir að systkinaforgangur var lagður af fyrir nokkrum árum. Móðir sem stendur frammi fyrir því í annað sinn að vera með börn sín í sitt hvorum leikskólanum segir það raksa bæði heimilislífi og aðlögun barnanna. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg voru í október á síðasta ári 26 börn á yngstu deild leikskóla sem ekki komust inn á sama leikskóla og eldra systkini. Systkinaforgangur var áður við lýði í Reykjavík en var afnuminn árið 2008 þar reglan var talin brjóta gegn jafnræðisreglunni. Herborg er fjögurra barna móðir. Fyrir nokkrum árum voru elstu börnin hennar tvö á sitt hvorum leikskólanum sökum þess hve seint á árinu það yngra var fætt. Nú stendur hún frammi fyrir sama vanda þegar yngsta barnið fer í leikskóla í haust. „ Það er mjög sérstakt að koma á leikskóla með barn og vita það frá byrjun að barnið verður ekki þarna áfram. Ég er náttúrulega búin að fara í gengum þetta áður og veit og þekki muninn hvernig er að vera með börn á sama leikskóla eða sitt hvorum leikskólanum. Mér finnst í raun og veru ekkert mæla með því að systkini séu á tveimur mismunandi leikskólum. Ég sé ekki afhverju þetta vandamál er til, “ segir Herborg Harpa Ingvarsdóttir. Foreldrar í sömu stöðu og Herborg, með börn á nokkrum leikskólum í Reykjavík, hafa undanfarið talað sig saman og skorað á Reykjavíkurborg að endurskoða reglur um innritun barna á leikskóla. „ Þau fá færri frídaga með okkur foreldrunum og færri stundir vegna þess að það eru ólíkir skipulagsdagar leikskólanna og ólíkir viðburðir. Þannig að við þurfum að taka okkur frí og það eru færri þá frídagar saman. Þannig að þannig bitnar þetta á þeim. Þetta lengir þeirra vistunartíma. Við viljum meina það að þetta sé fyrst og fremst hagmunamál barnanna,“ segir Fanney Karlsdóttir. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Nokkuð algengt er að systkini fari í sitt hvorn leikskólann í Reykjavík eftir að systkinaforgangur var lagður af fyrir nokkrum árum. Móðir sem stendur frammi fyrir því í annað sinn að vera með börn sín í sitt hvorum leikskólanum segir það raksa bæði heimilislífi og aðlögun barnanna. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg voru í október á síðasta ári 26 börn á yngstu deild leikskóla sem ekki komust inn á sama leikskóla og eldra systkini. Systkinaforgangur var áður við lýði í Reykjavík en var afnuminn árið 2008 þar reglan var talin brjóta gegn jafnræðisreglunni. Herborg er fjögurra barna móðir. Fyrir nokkrum árum voru elstu börnin hennar tvö á sitt hvorum leikskólanum sökum þess hve seint á árinu það yngra var fætt. Nú stendur hún frammi fyrir sama vanda þegar yngsta barnið fer í leikskóla í haust. „ Það er mjög sérstakt að koma á leikskóla með barn og vita það frá byrjun að barnið verður ekki þarna áfram. Ég er náttúrulega búin að fara í gengum þetta áður og veit og þekki muninn hvernig er að vera með börn á sama leikskóla eða sitt hvorum leikskólanum. Mér finnst í raun og veru ekkert mæla með því að systkini séu á tveimur mismunandi leikskólum. Ég sé ekki afhverju þetta vandamál er til, “ segir Herborg Harpa Ingvarsdóttir. Foreldrar í sömu stöðu og Herborg, með börn á nokkrum leikskólum í Reykjavík, hafa undanfarið talað sig saman og skorað á Reykjavíkurborg að endurskoða reglur um innritun barna á leikskóla. „ Þau fá færri frídaga með okkur foreldrunum og færri stundir vegna þess að það eru ólíkir skipulagsdagar leikskólanna og ólíkir viðburðir. Þannig að við þurfum að taka okkur frí og það eru færri þá frídagar saman. Þannig að þannig bitnar þetta á þeim. Þetta lengir þeirra vistunartíma. Við viljum meina það að þetta sé fyrst og fremst hagmunamál barnanna,“ segir Fanney Karlsdóttir.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira