Mikið misrétti kynja í kvikmyndagerðinni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 13:00 Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona tekur undir að kvikmyndaiðnaður sé kynjaskiptur en segist merkja breytingar. Íslenskur kvikmyndaiðnaður er mjög kynjaskiptur. Konur starfa helst við búninga og gervi en karlar starfa sem leikstjórar, handritshöfundar, kvikmyndatökumenn og semja tónlist. Á síðasta ári störfuðu átta konur við búninga en enginn karl. Þá störfuðu sex konur að gervi og enginn karl. Sjö karlar leikstýrðu myndum og engin kona og þrettán karlar skrifuðu handrit kvikmynda síðasta árs en engin kona. Þá starfa töluvert fleiri karlar en konur að kvikmyndagerð, 77 prósent voru karlar og 23 prósent voru konur. Rannveig Jónsdóttir er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona sem hefur starfað við tugi kvikmynda, auglýsinga og sjónvarpsþátta. Rannveig, sem í daglegu tali er kölluð Gagga, segir misrétti og kynjaskiptingu í kvikmyndagerð ekki einskorðast við Ísland. „Iðnaðurinn er kynjaskiptur á alheimsvísu. Konur eru í kvennastörfum og karlar í karlastörfum og tæki og tól eru meira metin en farði og flíkur,“ segir hún en skynjar breytingar í farvatninu. „Ég tel að þetta sé hægt og bítandi að breytast, þær konur sem starfa í þessum iðnaði þurfa að standa á sínu, eins og aðrar konur í atvinnulífinu almennt.“ Starfsaðstæður í kvikmyndagerð eru þó með sérstöku sniði. Flestir koma að verkefnum sem verktakar og þurfa því að semja um kaup og kjör sjálfir. Kannski virðist konur almennt óframfærnari við að biðja um betri kjör. Þá tali hún út frá sjálfri sér. „Virkari þátttaka kvenna sem sinna stjórnunarstörfum í kvikmyndum, bæði listrænum og praktískum, stuðlar að því að fleiri konur vinna við kvikmyndagerð.“ Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar á síðasta ári. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT, samtaka kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, minnir á að stjórnvöld beri mikla ábyrgð. „Þetta eru ríkisstyrktar myndir og það gilda jafnréttislög í landinu. Sumir vilja meina að staða kvenna sé betri en tölurnar gefi til kynna. Það séu til dæmis fleiri konur í heimildarmynda- og stuttmyndagerð. En stærstu peningarnir, mestu völdin, eru í kvikmyndum í fullri lengd og það er fullkomlega réttlætanlegt að krefjast þess að ójöfn staða kynjanna sé leiðrétt.“ Tengdar fréttir Konur ráða litlu: „Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Íslenskur kvikmyndaiðnaður er mjög kynjaskiptur. Konur starfa helst við búninga og gervi en karlar starfa sem leikstjórar, handritshöfundar, kvikmyndatökumenn og semja tónlist. Á síðasta ári störfuðu átta konur við búninga en enginn karl. Þá störfuðu sex konur að gervi og enginn karl. Sjö karlar leikstýrðu myndum og engin kona og þrettán karlar skrifuðu handrit kvikmynda síðasta árs en engin kona. Þá starfa töluvert fleiri karlar en konur að kvikmyndagerð, 77 prósent voru karlar og 23 prósent voru konur. Rannveig Jónsdóttir er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona sem hefur starfað við tugi kvikmynda, auglýsinga og sjónvarpsþátta. Rannveig, sem í daglegu tali er kölluð Gagga, segir misrétti og kynjaskiptingu í kvikmyndagerð ekki einskorðast við Ísland. „Iðnaðurinn er kynjaskiptur á alheimsvísu. Konur eru í kvennastörfum og karlar í karlastörfum og tæki og tól eru meira metin en farði og flíkur,“ segir hún en skynjar breytingar í farvatninu. „Ég tel að þetta sé hægt og bítandi að breytast, þær konur sem starfa í þessum iðnaði þurfa að standa á sínu, eins og aðrar konur í atvinnulífinu almennt.“ Starfsaðstæður í kvikmyndagerð eru þó með sérstöku sniði. Flestir koma að verkefnum sem verktakar og þurfa því að semja um kaup og kjör sjálfir. Kannski virðist konur almennt óframfærnari við að biðja um betri kjör. Þá tali hún út frá sjálfri sér. „Virkari þátttaka kvenna sem sinna stjórnunarstörfum í kvikmyndum, bæði listrænum og praktískum, stuðlar að því að fleiri konur vinna við kvikmyndagerð.“ Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar á síðasta ári. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT, samtaka kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, minnir á að stjórnvöld beri mikla ábyrgð. „Þetta eru ríkisstyrktar myndir og það gilda jafnréttislög í landinu. Sumir vilja meina að staða kvenna sé betri en tölurnar gefi til kynna. Það séu til dæmis fleiri konur í heimildarmynda- og stuttmyndagerð. En stærstu peningarnir, mestu völdin, eru í kvikmyndum í fullri lengd og það er fullkomlega réttlætanlegt að krefjast þess að ójöfn staða kynjanna sé leiðrétt.“
Tengdar fréttir Konur ráða litlu: „Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Konur ráða litlu: „Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01