Mikið misrétti kynja í kvikmyndagerðinni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 13:00 Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona tekur undir að kvikmyndaiðnaður sé kynjaskiptur en segist merkja breytingar. Íslenskur kvikmyndaiðnaður er mjög kynjaskiptur. Konur starfa helst við búninga og gervi en karlar starfa sem leikstjórar, handritshöfundar, kvikmyndatökumenn og semja tónlist. Á síðasta ári störfuðu átta konur við búninga en enginn karl. Þá störfuðu sex konur að gervi og enginn karl. Sjö karlar leikstýrðu myndum og engin kona og þrettán karlar skrifuðu handrit kvikmynda síðasta árs en engin kona. Þá starfa töluvert fleiri karlar en konur að kvikmyndagerð, 77 prósent voru karlar og 23 prósent voru konur. Rannveig Jónsdóttir er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona sem hefur starfað við tugi kvikmynda, auglýsinga og sjónvarpsþátta. Rannveig, sem í daglegu tali er kölluð Gagga, segir misrétti og kynjaskiptingu í kvikmyndagerð ekki einskorðast við Ísland. „Iðnaðurinn er kynjaskiptur á alheimsvísu. Konur eru í kvennastörfum og karlar í karlastörfum og tæki og tól eru meira metin en farði og flíkur,“ segir hún en skynjar breytingar í farvatninu. „Ég tel að þetta sé hægt og bítandi að breytast, þær konur sem starfa í þessum iðnaði þurfa að standa á sínu, eins og aðrar konur í atvinnulífinu almennt.“ Starfsaðstæður í kvikmyndagerð eru þó með sérstöku sniði. Flestir koma að verkefnum sem verktakar og þurfa því að semja um kaup og kjör sjálfir. Kannski virðist konur almennt óframfærnari við að biðja um betri kjör. Þá tali hún út frá sjálfri sér. „Virkari þátttaka kvenna sem sinna stjórnunarstörfum í kvikmyndum, bæði listrænum og praktískum, stuðlar að því að fleiri konur vinna við kvikmyndagerð.“ Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar á síðasta ári. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT, samtaka kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, minnir á að stjórnvöld beri mikla ábyrgð. „Þetta eru ríkisstyrktar myndir og það gilda jafnréttislög í landinu. Sumir vilja meina að staða kvenna sé betri en tölurnar gefi til kynna. Það séu til dæmis fleiri konur í heimildarmynda- og stuttmyndagerð. En stærstu peningarnir, mestu völdin, eru í kvikmyndum í fullri lengd og það er fullkomlega réttlætanlegt að krefjast þess að ójöfn staða kynjanna sé leiðrétt.“ Tengdar fréttir Konur ráða litlu: „Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Íslenskur kvikmyndaiðnaður er mjög kynjaskiptur. Konur starfa helst við búninga og gervi en karlar starfa sem leikstjórar, handritshöfundar, kvikmyndatökumenn og semja tónlist. Á síðasta ári störfuðu átta konur við búninga en enginn karl. Þá störfuðu sex konur að gervi og enginn karl. Sjö karlar leikstýrðu myndum og engin kona og þrettán karlar skrifuðu handrit kvikmynda síðasta árs en engin kona. Þá starfa töluvert fleiri karlar en konur að kvikmyndagerð, 77 prósent voru karlar og 23 prósent voru konur. Rannveig Jónsdóttir er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona sem hefur starfað við tugi kvikmynda, auglýsinga og sjónvarpsþátta. Rannveig, sem í daglegu tali er kölluð Gagga, segir misrétti og kynjaskiptingu í kvikmyndagerð ekki einskorðast við Ísland. „Iðnaðurinn er kynjaskiptur á alheimsvísu. Konur eru í kvennastörfum og karlar í karlastörfum og tæki og tól eru meira metin en farði og flíkur,“ segir hún en skynjar breytingar í farvatninu. „Ég tel að þetta sé hægt og bítandi að breytast, þær konur sem starfa í þessum iðnaði þurfa að standa á sínu, eins og aðrar konur í atvinnulífinu almennt.“ Starfsaðstæður í kvikmyndagerð eru þó með sérstöku sniði. Flestir koma að verkefnum sem verktakar og þurfa því að semja um kaup og kjör sjálfir. Kannski virðist konur almennt óframfærnari við að biðja um betri kjör. Þá tali hún út frá sjálfri sér. „Virkari þátttaka kvenna sem sinna stjórnunarstörfum í kvikmyndum, bæði listrænum og praktískum, stuðlar að því að fleiri konur vinna við kvikmyndagerð.“ Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar á síðasta ári. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT, samtaka kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, minnir á að stjórnvöld beri mikla ábyrgð. „Þetta eru ríkisstyrktar myndir og það gilda jafnréttislög í landinu. Sumir vilja meina að staða kvenna sé betri en tölurnar gefi til kynna. Það séu til dæmis fleiri konur í heimildarmynda- og stuttmyndagerð. En stærstu peningarnir, mestu völdin, eru í kvikmyndum í fullri lengd og það er fullkomlega réttlætanlegt að krefjast þess að ójöfn staða kynjanna sé leiðrétt.“
Tengdar fréttir Konur ráða litlu: „Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Konur ráða litlu: „Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01