Dansað í dimmu gyða lóa ólafsdóttir skrifar 8. september 2015 09:00 Eyrún segir ákveðið frelsi felast í því að dansa í myrkri. Fréttablaðið/Anton „Þetta er mjög einfalt, það er nefnilega málið,“ segir Eyrún Arnadóttir. Hún ásamt þeim Emma Sanderson, Emmy Winks og Rik McNair halda dansviðburðinn Dansað í dimmu. „Við komum saman í rými þar sem er hægt að gera tiltölulega mikið myrkur. Svo bara slökkvum við ljósin og dönsum í klukkutíma.“ Dansað í dimmu er gert að ástralskri fyrirmynd, No Lights No Lycra Perth og kynntist Eyrún því þegar hún var búsett í Ástralíu um stund en verður viðburðurinn nú í fyrsta sinn haldinn undir yfirskriftinni Dansað í dimmu. Rúmt ár er síðan fyrsti viðburðurinn var haldinn og segir Eyrún talsverða aðsókn hafa verið í dansinn, þegar mest lét voru 40 manns sem mættu „Það var svolítið mikið,“ segir hún hlæjandi og bætir við að venjulega séu þau í kringum tuttugu talsins. „Við höfum fengið fólk til að búa til playlista eða mix. Kira Kira gerir playlistann núna og svo hefur fólk út í bæ haft samband og fengið að gera playlista og nokkrir plötusnúðar líka,“ en Eyrún segir tónlistina fjölbreytta en reynt sé að höfða til allra. Hún segir ákveðið frelsi fólgið í því að dansa í almyrkvuðu rými og nauðsynlegt sé að skilja egóið eftir fyrir utan. „Þetta er bara klukkutími sem þú átt með sjálfum þér og dansar án þess að fólk horfi á þig og það er mjög frelsandi.“ Eyrún segir þau vinina hafa ákveðið að láta slag standa og starta myrkradansinum hér á Íslandi aðallega fyrir sjálfan sig. „Okkur finnst rosalega gaman að dansa og ákvaðum að prófa, bara fyrir okkur og buðum fólki að koma.“Dansað í dimmu hefst klukkan 19.00 í kvöld á Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30. Þátttökugjald eru 1.000 krónur og enginn posi verður á staðnum. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta er mjög einfalt, það er nefnilega málið,“ segir Eyrún Arnadóttir. Hún ásamt þeim Emma Sanderson, Emmy Winks og Rik McNair halda dansviðburðinn Dansað í dimmu. „Við komum saman í rými þar sem er hægt að gera tiltölulega mikið myrkur. Svo bara slökkvum við ljósin og dönsum í klukkutíma.“ Dansað í dimmu er gert að ástralskri fyrirmynd, No Lights No Lycra Perth og kynntist Eyrún því þegar hún var búsett í Ástralíu um stund en verður viðburðurinn nú í fyrsta sinn haldinn undir yfirskriftinni Dansað í dimmu. Rúmt ár er síðan fyrsti viðburðurinn var haldinn og segir Eyrún talsverða aðsókn hafa verið í dansinn, þegar mest lét voru 40 manns sem mættu „Það var svolítið mikið,“ segir hún hlæjandi og bætir við að venjulega séu þau í kringum tuttugu talsins. „Við höfum fengið fólk til að búa til playlista eða mix. Kira Kira gerir playlistann núna og svo hefur fólk út í bæ haft samband og fengið að gera playlista og nokkrir plötusnúðar líka,“ en Eyrún segir tónlistina fjölbreytta en reynt sé að höfða til allra. Hún segir ákveðið frelsi fólgið í því að dansa í almyrkvuðu rými og nauðsynlegt sé að skilja egóið eftir fyrir utan. „Þetta er bara klukkutími sem þú átt með sjálfum þér og dansar án þess að fólk horfi á þig og það er mjög frelsandi.“ Eyrún segir þau vinina hafa ákveðið að láta slag standa og starta myrkradansinum hér á Íslandi aðallega fyrir sjálfan sig. „Okkur finnst rosalega gaman að dansa og ákvaðum að prófa, bara fyrir okkur og buðum fólki að koma.“Dansað í dimmu hefst klukkan 19.00 í kvöld á Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30. Þátttökugjald eru 1.000 krónur og enginn posi verður á staðnum.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira