Tolli vill leggja Þjóðhátíð af Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 09:30 Tolli Morthens leggur orð í belg þegar kemur að umræðu um nauðganir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/ Tolli Morthens, listmálari, segir gleði þeirra þúsunda sem skemmta sér á Þjóðhátíð of dýru verði keypt „ef nauðganir eru orðnar eins sjálfsagður staðalbúnaður þessarar hátíðar og Brekkusöngur.” Þetta skrifar hann á Facebook síðu sína í dag. Hann telur það fullreynt að halda Þjóðhátíð í Eyjum. „Það verður að stöðva þennan ófögnuð.“ Tolli segir nauðganir ganga morði næst. Gríðarlega athygli vakti bréf sem Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri, sendi undirmönnum sínum og undirmönnum annarra stofnana í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til þeirra sem meðhöndla kynferðisbrot sem kunna að koma upp að þau tjái sig ekki um málin við fjölmiðla. Þrjú kynferðisbrotamál komu upp á hátíðinni samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku sem staðfestar voru af lögreglunni í Vestmannaeyjum í kjölfarið.Elliði hafði það gott í brekkunni um helgina.Vísir„Vestmannaeyingar eru búnir að fá sín tækifæri við að gera þessa hátíð að fjölskylduhátíð sem er stöðugt þeirra markmið,“ skrifar Tolli. „Þegar það gengur ekki reyna þeir, það er yfirvaldið, að grípa til þöggunar og láta eins og ekkert sé að gerast vegna þess að gluggatjöldin eru dregin fyrir eins og er gert til að fela heimilisofbeldi. Það eru engar gardínur fyrir þessari hátíð.” Tolli spyr hvort það væri ráð að leggja hátíðina til hliðar í óákveðinn tíma á meðan „afneitunin rennur af fólki.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, telur ummæli Tolla ekki svaraverð og spyr hvernig listmálari tengist umræðunni. „Finnst þér í alvöru ástæða til að bera þetta undir mig?“ spyr Elliði aðspurður um hvort sú umræða hafi komið upp að leggja hátíðina til hliðar vegna umræðunnar í þjóðfélaginu að undanförnu. „Um helgina voru sennilega framin kynferðisafbrot, þau eru meðal alvarlegustu glæpa sem er hægt að fremja gagnvart nokkrum aðila. Mér finnst svo ljótt að ganga svona fram eins og sumir gera og ætlast til þess að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum tjái sig um orð listmálara um hvort leggja eigi niður Þjóðhátíð. Mér finnst þetta svo ljót umræða. Hugur minn hlýtur að vera hjá þessu fólki sem varð fyrir þessum ógeðslegu glæpum.” Hann segir bæinn taka kynferðisbrotum alvarlega. Elliði segist þekkja vel til nauðgunarglæpa, hann sé klínískur sálfræðingur, hafi áratuga reynslu af vinnu með fórnarlömbum nauðgana og þekki afleiðingar glæpsins. Hann bendir þó á að 75 prósent nauðgana á Íslandi fari fram í heimahúsi geranda. „Ég veit að af þeim sjö hundruð sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári þá voru fjórar á útihátíð. Fjórar. Það voru helmingi fleiri nauðganir á opinberum stofnunum heldur en á útihátíðum.” Hann biður um að málin séu nálguð á þann hátt að hægt sé að takast á við þessa samfélagslegu vá sem nauðganir eru. „Ef hún tengdist bara útihátíðum eða tjaldstæðum þá væri þetta svo auðvelt viðfangsefni.“ Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Tolli Morthens, listmálari, segir gleði þeirra þúsunda sem skemmta sér á Þjóðhátíð of dýru verði keypt „ef nauðganir eru orðnar eins sjálfsagður staðalbúnaður þessarar hátíðar og Brekkusöngur.” Þetta skrifar hann á Facebook síðu sína í dag. Hann telur það fullreynt að halda Þjóðhátíð í Eyjum. „Það verður að stöðva þennan ófögnuð.“ Tolli segir nauðganir ganga morði næst. Gríðarlega athygli vakti bréf sem Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri, sendi undirmönnum sínum og undirmönnum annarra stofnana í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til þeirra sem meðhöndla kynferðisbrot sem kunna að koma upp að þau tjái sig ekki um málin við fjölmiðla. Þrjú kynferðisbrotamál komu upp á hátíðinni samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku sem staðfestar voru af lögreglunni í Vestmannaeyjum í kjölfarið.Elliði hafði það gott í brekkunni um helgina.Vísir„Vestmannaeyingar eru búnir að fá sín tækifæri við að gera þessa hátíð að fjölskylduhátíð sem er stöðugt þeirra markmið,“ skrifar Tolli. „Þegar það gengur ekki reyna þeir, það er yfirvaldið, að grípa til þöggunar og láta eins og ekkert sé að gerast vegna þess að gluggatjöldin eru dregin fyrir eins og er gert til að fela heimilisofbeldi. Það eru engar gardínur fyrir þessari hátíð.” Tolli spyr hvort það væri ráð að leggja hátíðina til hliðar í óákveðinn tíma á meðan „afneitunin rennur af fólki.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, telur ummæli Tolla ekki svaraverð og spyr hvernig listmálari tengist umræðunni. „Finnst þér í alvöru ástæða til að bera þetta undir mig?“ spyr Elliði aðspurður um hvort sú umræða hafi komið upp að leggja hátíðina til hliðar vegna umræðunnar í þjóðfélaginu að undanförnu. „Um helgina voru sennilega framin kynferðisafbrot, þau eru meðal alvarlegustu glæpa sem er hægt að fremja gagnvart nokkrum aðila. Mér finnst svo ljótt að ganga svona fram eins og sumir gera og ætlast til þess að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum tjái sig um orð listmálara um hvort leggja eigi niður Þjóðhátíð. Mér finnst þetta svo ljót umræða. Hugur minn hlýtur að vera hjá þessu fólki sem varð fyrir þessum ógeðslegu glæpum.” Hann segir bæinn taka kynferðisbrotum alvarlega. Elliði segist þekkja vel til nauðgunarglæpa, hann sé klínískur sálfræðingur, hafi áratuga reynslu af vinnu með fórnarlömbum nauðgana og þekki afleiðingar glæpsins. Hann bendir þó á að 75 prósent nauðgana á Íslandi fari fram í heimahúsi geranda. „Ég veit að af þeim sjö hundruð sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári þá voru fjórar á útihátíð. Fjórar. Það voru helmingi fleiri nauðganir á opinberum stofnunum heldur en á útihátíðum.” Hann biður um að málin séu nálguð á þann hátt að hægt sé að takast á við þessa samfélagslegu vá sem nauðganir eru. „Ef hún tengdist bara útihátíðum eða tjaldstæðum þá væri þetta svo auðvelt viðfangsefni.“
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira