Segir rök hníga að því að Hæstiréttur hnekki BHM-dómi héraðsdóms Heimir Már Pétursson skrifar 6. ágúst 2015 19:30 Lögmaður Bandalags háskólamanna segir rök hníga að því að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en héraðsdómur um lögmæti laga á verkföll aðildarfélaga BHM. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi á mánudag sem bendir til að hann vilji kveða upp dóm áður en Gerðardómur gerir það tæpri viku síðar. Kjaradeilu BHM og ríkisins er langt í frá lokið þrátt fyrir lagasetningu í júni og að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi dæmt í júlí að lögin samræmdust stjórnarskrá. Nú er málið komið til Hæstaréttar þar sem það verður flutt á mánudag. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður sem flytur málið fyrir BHM telur rök fyrir því að Hæstiréttur gæti komist að annarri niðurstöðu en Hérðasdómur Reykjavíkur. „BHM lítur svo á að niðurstaða héraðsdóms sé að ýmsu leyti ófullnægjandi og ekki sérlega vel rökstudd,“ segir Ástráður.Hæstiréttur fjallar um málið áður en að Gerðardómi kemur Til að mynda hafi héraðsdómur fallist á í júní að auk þeirra félaga innan BHM sem voru í verkfalli, mætti líka setja lög á félög sem ekki voru í verkfalli. Þetta sé í andstöðu við dóm Hæstaréttar frá árinu 2002 vegna kjaradeilu sjómanna. „Að auki er auðvitað tekist á um það hvort sá grundvöllur sem löggjafinn byggði á um meinta þörf á að stöðva verkföll yfirleitt hafi verið fullnægjandi. Hvort rökstuðningur löggjafans hafi verið fullnægjandi í því sambandi," segir Ástráður. Það vekur athygli að Hæstiréttur sem er í réttarhléi fram að mánaðamótum ákveður að taka BHM málið fyrir á mánudag, tæpri viku áður en gerðardómur á að kveða upp sinn dóm um hver skuli vera kjör félaga innan BHM. Það bendir því margt til að Hæstiréttur vilji að hans niðurstaða liggi fyrir áður en að gerðardómi kemur. Ástráður segir að ef BHM vinni málið í Hæstarétti fái stéttarfélögin samningsréttinn aftur. „Auðvitað er það svo að löggjafinn getur undir sumum kringumstæðum þurft að skerða slík mannréttindi og takmarka lýðfrelsið þegar brýna nauðsyn ber til. En við í þessu þjóðfélagi áskiljum okkur rétt til að láta á það reyna í einstökum tilfellum hvort löggjafinn hafi haft fullnægjandi forsendur til slíkrar skerðingar,“ segir Ástráður Haraldsson. Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar fá flýtimeðferð Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnað hafði kröfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um flýtimeðferð í máli sem félagið hefst höfða á hendur íslenska ríkinu. 28. júlí 2015 15:03 Mál BHM þingfest í Hæstarétti í morgun Gera má ráð fyrir að málflutningur fyrir Hæstarétti fari fram í byrjun ágúst. 17. júlí 2015 11:52 Mál BHM gegn ríkinu tekið fyrir í Hæstarétti 10. ágúst BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí síðastliðinn um að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll félagsins. 23. júlí 2015 11:23 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Sjá meira
Lögmaður Bandalags háskólamanna segir rök hníga að því að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en héraðsdómur um lögmæti laga á verkföll aðildarfélaga BHM. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi á mánudag sem bendir til að hann vilji kveða upp dóm áður en Gerðardómur gerir það tæpri viku síðar. Kjaradeilu BHM og ríkisins er langt í frá lokið þrátt fyrir lagasetningu í júni og að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi dæmt í júlí að lögin samræmdust stjórnarskrá. Nú er málið komið til Hæstaréttar þar sem það verður flutt á mánudag. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður sem flytur málið fyrir BHM telur rök fyrir því að Hæstiréttur gæti komist að annarri niðurstöðu en Hérðasdómur Reykjavíkur. „BHM lítur svo á að niðurstaða héraðsdóms sé að ýmsu leyti ófullnægjandi og ekki sérlega vel rökstudd,“ segir Ástráður.Hæstiréttur fjallar um málið áður en að Gerðardómi kemur Til að mynda hafi héraðsdómur fallist á í júní að auk þeirra félaga innan BHM sem voru í verkfalli, mætti líka setja lög á félög sem ekki voru í verkfalli. Þetta sé í andstöðu við dóm Hæstaréttar frá árinu 2002 vegna kjaradeilu sjómanna. „Að auki er auðvitað tekist á um það hvort sá grundvöllur sem löggjafinn byggði á um meinta þörf á að stöðva verkföll yfirleitt hafi verið fullnægjandi. Hvort rökstuðningur löggjafans hafi verið fullnægjandi í því sambandi," segir Ástráður. Það vekur athygli að Hæstiréttur sem er í réttarhléi fram að mánaðamótum ákveður að taka BHM málið fyrir á mánudag, tæpri viku áður en gerðardómur á að kveða upp sinn dóm um hver skuli vera kjör félaga innan BHM. Það bendir því margt til að Hæstiréttur vilji að hans niðurstaða liggi fyrir áður en að gerðardómi kemur. Ástráður segir að ef BHM vinni málið í Hæstarétti fái stéttarfélögin samningsréttinn aftur. „Auðvitað er það svo að löggjafinn getur undir sumum kringumstæðum þurft að skerða slík mannréttindi og takmarka lýðfrelsið þegar brýna nauðsyn ber til. En við í þessu þjóðfélagi áskiljum okkur rétt til að láta á það reyna í einstökum tilfellum hvort löggjafinn hafi haft fullnægjandi forsendur til slíkrar skerðingar,“ segir Ástráður Haraldsson.
Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar fá flýtimeðferð Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnað hafði kröfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um flýtimeðferð í máli sem félagið hefst höfða á hendur íslenska ríkinu. 28. júlí 2015 15:03 Mál BHM þingfest í Hæstarétti í morgun Gera má ráð fyrir að málflutningur fyrir Hæstarétti fari fram í byrjun ágúst. 17. júlí 2015 11:52 Mál BHM gegn ríkinu tekið fyrir í Hæstarétti 10. ágúst BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí síðastliðinn um að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll félagsins. 23. júlí 2015 11:23 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar fá flýtimeðferð Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnað hafði kröfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um flýtimeðferð í máli sem félagið hefst höfða á hendur íslenska ríkinu. 28. júlí 2015 15:03
Mál BHM þingfest í Hæstarétti í morgun Gera má ráð fyrir að málflutningur fyrir Hæstarétti fari fram í byrjun ágúst. 17. júlí 2015 11:52
Mál BHM gegn ríkinu tekið fyrir í Hæstarétti 10. ágúst BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí síðastliðinn um að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll félagsins. 23. júlí 2015 11:23