Ofursnekkjan verður hér á landi þar til í ágúst Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 21. júlí 2015 20:10 Octopus lá við festar í dag við Reykjavíkurhöfn. Vísir/Pjetur Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur verður mikið á ofursnekkjunni Octopus á meðan hún dvelur hér við Reykjavíkurhöfn. Haraldur segist vera tengdur skipinu en ekki geta gefið nákvæmar upplýsingar um hvers vegna skipið er komið til Íslands nú, né hvort Paul Allen, eigandi skipsins og annar stofnandi Microsoft, sé með í för. „Skipið verður hér af og til þangað til um miðjan ágúst á þessu svæði,“ segir Haraldur. Hann segir þó helstu ástæðu þess að Octopus er komið hingað til lands í sumar vera ferðaáhuga. Markmiðið sé að „skoða Ísland og umhverfið.“Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er mikill vinur Paul Allen og hefur starfað með honum lengi. Vísir/Anton BrinkHaraldur hefur starfað mikið með Allen en þeir deila djúpstæðum áhuga á eldstöðvum, sér í lagi hefur Allen áhuga á eldvirkni og jarðhita á hafsbotni. Sú skoðun sem fram mun fara í heimsókninni nú mun ekki þurfa nein sérstök leyfi, ekki standi til að snerta botninn né neitt slíkt.Octopus „draumur vísindamannsins“Octopus, eða Kolkrabbinn, er 126 metra löng, eða 50 til 60 metrum lengri en stærstu togarar íslenska flotans enda er hún níunda stærsta ofursnekkja veraldar, sem ekki er í eigu þjóðhöfðingja eða þjóða. Tvær þyrlur eru um borð og tveir litlir kafbátar. „Það er eins og draumur vísindamannsins. Best útbúna hafrannsóknarskip í heimi. Og svo er 56 manna áhöfn fyrir einn mann,“ segir Haraldur. Hann hefur ferðast á því til Nýju-Gíneu og til Salomonseyja með Allen í því skyni að rannsaka jarðhita og hefur með honum skoðað eldfjöll víðsvegar um heiminn bæði að ofan og neðan. „Svo hefur þetta skip unnið við að kanna Hood sem var stærsta herskip Breta í seinni heimstyrjöldinni. Það var skotið niður á milli Íslands og Grænlands í seinni hluta stríðsins. Skotið niður af þýsku herskipi sem hét Bismarck. Skipið hefur nú verið fundið og Octopus hefur tekið þátt í að kanna það flak sem er á tæplega 3 kílómetra dýpi,“ útskýrir Haraldur. Paul Allen ku einnig vera mikill áhugamaður um fornminjar neðansjávar og skipsflök. Ofursnekkjan sigldi fyrst hingað til lands árið 2010 og vakti þá mikla athygli. Allen og kærasta hans sem átti þrítugsafmæli flugu þá hingað til lands á einkaþotu og dvöldu um borð í skipinu. Haraldur fór í leiðangur með Octopus árið 2012 til að sækja skipsbjölluna á breska skipinu Hood og rannsakaði háhitasvæði við Ísland. Tengdar fréttir Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36 Skreyttu Octopus með gjöfum fyrir kærustu Paul Allen Bandaríski auðkýfingurinn Paul Allen lét búa skip sitt gjöfum fyrir 30 ára gamla kærustu sína, sem hélt upp á afmælið sitt hér á landi. 5. ágúst 2010 04:00 Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00 Ofursnekkja bilaði í miðri Grænlandsför Octopus, snekkja auðkýfingsins Paul Allens, kom aftur til Reykjavíkur snemma í morgun. Hún hafði verið í leiðangri á Grænlandssundi til að endurheimta skipsbjöllu breska herskipsins HMS Hood en þurfti að snúa aftur til hafnar vegna vélarbilunar. 28. ágúst 2012 20:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur verður mikið á ofursnekkjunni Octopus á meðan hún dvelur hér við Reykjavíkurhöfn. Haraldur segist vera tengdur skipinu en ekki geta gefið nákvæmar upplýsingar um hvers vegna skipið er komið til Íslands nú, né hvort Paul Allen, eigandi skipsins og annar stofnandi Microsoft, sé með í för. „Skipið verður hér af og til þangað til um miðjan ágúst á þessu svæði,“ segir Haraldur. Hann segir þó helstu ástæðu þess að Octopus er komið hingað til lands í sumar vera ferðaáhuga. Markmiðið sé að „skoða Ísland og umhverfið.“Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er mikill vinur Paul Allen og hefur starfað með honum lengi. Vísir/Anton BrinkHaraldur hefur starfað mikið með Allen en þeir deila djúpstæðum áhuga á eldstöðvum, sér í lagi hefur Allen áhuga á eldvirkni og jarðhita á hafsbotni. Sú skoðun sem fram mun fara í heimsókninni nú mun ekki þurfa nein sérstök leyfi, ekki standi til að snerta botninn né neitt slíkt.Octopus „draumur vísindamannsins“Octopus, eða Kolkrabbinn, er 126 metra löng, eða 50 til 60 metrum lengri en stærstu togarar íslenska flotans enda er hún níunda stærsta ofursnekkja veraldar, sem ekki er í eigu þjóðhöfðingja eða þjóða. Tvær þyrlur eru um borð og tveir litlir kafbátar. „Það er eins og draumur vísindamannsins. Best útbúna hafrannsóknarskip í heimi. Og svo er 56 manna áhöfn fyrir einn mann,“ segir Haraldur. Hann hefur ferðast á því til Nýju-Gíneu og til Salomonseyja með Allen í því skyni að rannsaka jarðhita og hefur með honum skoðað eldfjöll víðsvegar um heiminn bæði að ofan og neðan. „Svo hefur þetta skip unnið við að kanna Hood sem var stærsta herskip Breta í seinni heimstyrjöldinni. Það var skotið niður á milli Íslands og Grænlands í seinni hluta stríðsins. Skotið niður af þýsku herskipi sem hét Bismarck. Skipið hefur nú verið fundið og Octopus hefur tekið þátt í að kanna það flak sem er á tæplega 3 kílómetra dýpi,“ útskýrir Haraldur. Paul Allen ku einnig vera mikill áhugamaður um fornminjar neðansjávar og skipsflök. Ofursnekkjan sigldi fyrst hingað til lands árið 2010 og vakti þá mikla athygli. Allen og kærasta hans sem átti þrítugsafmæli flugu þá hingað til lands á einkaþotu og dvöldu um borð í skipinu. Haraldur fór í leiðangur með Octopus árið 2012 til að sækja skipsbjölluna á breska skipinu Hood og rannsakaði háhitasvæði við Ísland.
Tengdar fréttir Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36 Skreyttu Octopus með gjöfum fyrir kærustu Paul Allen Bandaríski auðkýfingurinn Paul Allen lét búa skip sitt gjöfum fyrir 30 ára gamla kærustu sína, sem hélt upp á afmælið sitt hér á landi. 5. ágúst 2010 04:00 Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00 Ofursnekkja bilaði í miðri Grænlandsför Octopus, snekkja auðkýfingsins Paul Allens, kom aftur til Reykjavíkur snemma í morgun. Hún hafði verið í leiðangri á Grænlandssundi til að endurheimta skipsbjöllu breska herskipsins HMS Hood en þurfti að snúa aftur til hafnar vegna vélarbilunar. 28. ágúst 2012 20:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36
Skreyttu Octopus með gjöfum fyrir kærustu Paul Allen Bandaríski auðkýfingurinn Paul Allen lét búa skip sitt gjöfum fyrir 30 ára gamla kærustu sína, sem hélt upp á afmælið sitt hér á landi. 5. ágúst 2010 04:00
Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00
Ofursnekkja bilaði í miðri Grænlandsför Octopus, snekkja auðkýfingsins Paul Allens, kom aftur til Reykjavíkur snemma í morgun. Hún hafði verið í leiðangri á Grænlandssundi til að endurheimta skipsbjöllu breska herskipsins HMS Hood en þurfti að snúa aftur til hafnar vegna vélarbilunar. 28. ágúst 2012 20:00