Ofursnekkjan verður hér á landi þar til í ágúst Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 21. júlí 2015 20:10 Octopus lá við festar í dag við Reykjavíkurhöfn. Vísir/Pjetur Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur verður mikið á ofursnekkjunni Octopus á meðan hún dvelur hér við Reykjavíkurhöfn. Haraldur segist vera tengdur skipinu en ekki geta gefið nákvæmar upplýsingar um hvers vegna skipið er komið til Íslands nú, né hvort Paul Allen, eigandi skipsins og annar stofnandi Microsoft, sé með í för. „Skipið verður hér af og til þangað til um miðjan ágúst á þessu svæði,“ segir Haraldur. Hann segir þó helstu ástæðu þess að Octopus er komið hingað til lands í sumar vera ferðaáhuga. Markmiðið sé að „skoða Ísland og umhverfið.“Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er mikill vinur Paul Allen og hefur starfað með honum lengi. Vísir/Anton BrinkHaraldur hefur starfað mikið með Allen en þeir deila djúpstæðum áhuga á eldstöðvum, sér í lagi hefur Allen áhuga á eldvirkni og jarðhita á hafsbotni. Sú skoðun sem fram mun fara í heimsókninni nú mun ekki þurfa nein sérstök leyfi, ekki standi til að snerta botninn né neitt slíkt.Octopus „draumur vísindamannsins“Octopus, eða Kolkrabbinn, er 126 metra löng, eða 50 til 60 metrum lengri en stærstu togarar íslenska flotans enda er hún níunda stærsta ofursnekkja veraldar, sem ekki er í eigu þjóðhöfðingja eða þjóða. Tvær þyrlur eru um borð og tveir litlir kafbátar. „Það er eins og draumur vísindamannsins. Best útbúna hafrannsóknarskip í heimi. Og svo er 56 manna áhöfn fyrir einn mann,“ segir Haraldur. Hann hefur ferðast á því til Nýju-Gíneu og til Salomonseyja með Allen í því skyni að rannsaka jarðhita og hefur með honum skoðað eldfjöll víðsvegar um heiminn bæði að ofan og neðan. „Svo hefur þetta skip unnið við að kanna Hood sem var stærsta herskip Breta í seinni heimstyrjöldinni. Það var skotið niður á milli Íslands og Grænlands í seinni hluta stríðsins. Skotið niður af þýsku herskipi sem hét Bismarck. Skipið hefur nú verið fundið og Octopus hefur tekið þátt í að kanna það flak sem er á tæplega 3 kílómetra dýpi,“ útskýrir Haraldur. Paul Allen ku einnig vera mikill áhugamaður um fornminjar neðansjávar og skipsflök. Ofursnekkjan sigldi fyrst hingað til lands árið 2010 og vakti þá mikla athygli. Allen og kærasta hans sem átti þrítugsafmæli flugu þá hingað til lands á einkaþotu og dvöldu um borð í skipinu. Haraldur fór í leiðangur með Octopus árið 2012 til að sækja skipsbjölluna á breska skipinu Hood og rannsakaði háhitasvæði við Ísland. Tengdar fréttir Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36 Skreyttu Octopus með gjöfum fyrir kærustu Paul Allen Bandaríski auðkýfingurinn Paul Allen lét búa skip sitt gjöfum fyrir 30 ára gamla kærustu sína, sem hélt upp á afmælið sitt hér á landi. 5. ágúst 2010 04:00 Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00 Ofursnekkja bilaði í miðri Grænlandsför Octopus, snekkja auðkýfingsins Paul Allens, kom aftur til Reykjavíkur snemma í morgun. Hún hafði verið í leiðangri á Grænlandssundi til að endurheimta skipsbjöllu breska herskipsins HMS Hood en þurfti að snúa aftur til hafnar vegna vélarbilunar. 28. ágúst 2012 20:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur verður mikið á ofursnekkjunni Octopus á meðan hún dvelur hér við Reykjavíkurhöfn. Haraldur segist vera tengdur skipinu en ekki geta gefið nákvæmar upplýsingar um hvers vegna skipið er komið til Íslands nú, né hvort Paul Allen, eigandi skipsins og annar stofnandi Microsoft, sé með í för. „Skipið verður hér af og til þangað til um miðjan ágúst á þessu svæði,“ segir Haraldur. Hann segir þó helstu ástæðu þess að Octopus er komið hingað til lands í sumar vera ferðaáhuga. Markmiðið sé að „skoða Ísland og umhverfið.“Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er mikill vinur Paul Allen og hefur starfað með honum lengi. Vísir/Anton BrinkHaraldur hefur starfað mikið með Allen en þeir deila djúpstæðum áhuga á eldstöðvum, sér í lagi hefur Allen áhuga á eldvirkni og jarðhita á hafsbotni. Sú skoðun sem fram mun fara í heimsókninni nú mun ekki þurfa nein sérstök leyfi, ekki standi til að snerta botninn né neitt slíkt.Octopus „draumur vísindamannsins“Octopus, eða Kolkrabbinn, er 126 metra löng, eða 50 til 60 metrum lengri en stærstu togarar íslenska flotans enda er hún níunda stærsta ofursnekkja veraldar, sem ekki er í eigu þjóðhöfðingja eða þjóða. Tvær þyrlur eru um borð og tveir litlir kafbátar. „Það er eins og draumur vísindamannsins. Best útbúna hafrannsóknarskip í heimi. Og svo er 56 manna áhöfn fyrir einn mann,“ segir Haraldur. Hann hefur ferðast á því til Nýju-Gíneu og til Salomonseyja með Allen í því skyni að rannsaka jarðhita og hefur með honum skoðað eldfjöll víðsvegar um heiminn bæði að ofan og neðan. „Svo hefur þetta skip unnið við að kanna Hood sem var stærsta herskip Breta í seinni heimstyrjöldinni. Það var skotið niður á milli Íslands og Grænlands í seinni hluta stríðsins. Skotið niður af þýsku herskipi sem hét Bismarck. Skipið hefur nú verið fundið og Octopus hefur tekið þátt í að kanna það flak sem er á tæplega 3 kílómetra dýpi,“ útskýrir Haraldur. Paul Allen ku einnig vera mikill áhugamaður um fornminjar neðansjávar og skipsflök. Ofursnekkjan sigldi fyrst hingað til lands árið 2010 og vakti þá mikla athygli. Allen og kærasta hans sem átti þrítugsafmæli flugu þá hingað til lands á einkaþotu og dvöldu um borð í skipinu. Haraldur fór í leiðangur með Octopus árið 2012 til að sækja skipsbjölluna á breska skipinu Hood og rannsakaði háhitasvæði við Ísland.
Tengdar fréttir Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36 Skreyttu Octopus með gjöfum fyrir kærustu Paul Allen Bandaríski auðkýfingurinn Paul Allen lét búa skip sitt gjöfum fyrir 30 ára gamla kærustu sína, sem hélt upp á afmælið sitt hér á landi. 5. ágúst 2010 04:00 Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00 Ofursnekkja bilaði í miðri Grænlandsför Octopus, snekkja auðkýfingsins Paul Allens, kom aftur til Reykjavíkur snemma í morgun. Hún hafði verið í leiðangri á Grænlandssundi til að endurheimta skipsbjöllu breska herskipsins HMS Hood en þurfti að snúa aftur til hafnar vegna vélarbilunar. 28. ágúst 2012 20:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36
Skreyttu Octopus með gjöfum fyrir kærustu Paul Allen Bandaríski auðkýfingurinn Paul Allen lét búa skip sitt gjöfum fyrir 30 ára gamla kærustu sína, sem hélt upp á afmælið sitt hér á landi. 5. ágúst 2010 04:00
Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00
Ofursnekkja bilaði í miðri Grænlandsför Octopus, snekkja auðkýfingsins Paul Allens, kom aftur til Reykjavíkur snemma í morgun. Hún hafði verið í leiðangri á Grænlandssundi til að endurheimta skipsbjöllu breska herskipsins HMS Hood en þurfti að snúa aftur til hafnar vegna vélarbilunar. 28. ágúst 2012 20:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent