Emma Watson um kynjamisrétti: Aðeins verið leikstýrt tvisvar af konu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. september 2015 10:33 Emma Watson leikkona. Vísir/EPA „Ég hef upplifað kynjamisrétti á þann hátt að mér hefur verið leikstýrt af karlmönnum sautján sinnum en aðeins tvisvar af konum,“ sagði Emma Watson í viðtali við Guardian um kynjamisrétti í Hollywood. „Af þeim framleiðendum sem ég hef starfað með hafa þrettán verið karlmenn en ein verið kona.“ Greinin tekur saman ummæli níu kvenna sem starfað hafa í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs; leikstjórar, handritshöfundar og búningahönnuður deila reynslu sinni.Lexi Alexander er leikstjóri og bardagameistari.Vísir/EPA„En ég er heppin,“ útskýrði Watson sem er þekktust fyrir leik sinn í Harry Potter myndunum og fyrir að hafa ýtt úr vör átakinu HeForShe á vegum UN Women á síðasta ári. „Ég hef alltaf krafist þess að komið sé fram við mig á sama hátt og aðra og ég hef oftast náð fram því jafnrétti. Flest af þeim vandamálum sem ég hef staðið frammi fyrir hafa verið af völdum fjölmiðla, þar hef ég fengið allt aðra meðferð en karlkyns meðleikarar mínir. Ég held að starf mitt með Sameinuðu þjóðunum hafi gert það að verkum að ég er enn meðvitaðri um vandamálin. Ég fór út að borða á vegum vinnunnar um daginn og það voru sjö karlmenn og svo ég.“ Lexi Alexander, leikstjóri kvikmyndanna Green Street og Lifted, segist viss um að 99 prósent kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hafi upplifað misrétti vegna kynferðis. „Ég get talið upp ótal dæmi. Allt frá bílstjóranum sem neitaði að aka af stað af því að hann hafði fengið þau fyrirmæli að hann ætti að bíða eftir leikstjóranum – sem var ég og til stjórnenda sem reyna að halda því fram að þeir þurfi karlkyns leikstjóra fyrir kvikmynd um hnefaleika og slagsmál, svo ráða þeir mann sem hefur aldrei barist á ævinni og ég varði betri partinum af æsku minni sem alþjóðlegur bardagameistari.“ Lexi varð heimsmeistari í karate og öðrum bardagaíþróttum þegar hún var 19 ára. Þrátt fyrir það hefur verið sagt við hana: „Við viljum gjarnan að þú leikstýrir kvikmyndinni en, nafnlaus karlkyns kvikmyndastjarna, neitar að láta konu leikstýra sér.“Lesa má úttekt Guardian hér í fullri lengd – þar er rætt við Tess Morris, handritshöfund Man up, Ellen Kuras, sem skaut myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Amöndu Nevill, forstjóra British Film Institute og fleiri virtar konur í bransanum.Emma Watson hefur verið talskona HeForShe átaksins þar sem karlmenn eru hvattir til þess að láta sig kynjamisrétti varða.Vísir/EPA. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
„Ég hef upplifað kynjamisrétti á þann hátt að mér hefur verið leikstýrt af karlmönnum sautján sinnum en aðeins tvisvar af konum,“ sagði Emma Watson í viðtali við Guardian um kynjamisrétti í Hollywood. „Af þeim framleiðendum sem ég hef starfað með hafa þrettán verið karlmenn en ein verið kona.“ Greinin tekur saman ummæli níu kvenna sem starfað hafa í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs; leikstjórar, handritshöfundar og búningahönnuður deila reynslu sinni.Lexi Alexander er leikstjóri og bardagameistari.Vísir/EPA„En ég er heppin,“ útskýrði Watson sem er þekktust fyrir leik sinn í Harry Potter myndunum og fyrir að hafa ýtt úr vör átakinu HeForShe á vegum UN Women á síðasta ári. „Ég hef alltaf krafist þess að komið sé fram við mig á sama hátt og aðra og ég hef oftast náð fram því jafnrétti. Flest af þeim vandamálum sem ég hef staðið frammi fyrir hafa verið af völdum fjölmiðla, þar hef ég fengið allt aðra meðferð en karlkyns meðleikarar mínir. Ég held að starf mitt með Sameinuðu þjóðunum hafi gert það að verkum að ég er enn meðvitaðri um vandamálin. Ég fór út að borða á vegum vinnunnar um daginn og það voru sjö karlmenn og svo ég.“ Lexi Alexander, leikstjóri kvikmyndanna Green Street og Lifted, segist viss um að 99 prósent kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hafi upplifað misrétti vegna kynferðis. „Ég get talið upp ótal dæmi. Allt frá bílstjóranum sem neitaði að aka af stað af því að hann hafði fengið þau fyrirmæli að hann ætti að bíða eftir leikstjóranum – sem var ég og til stjórnenda sem reyna að halda því fram að þeir þurfi karlkyns leikstjóra fyrir kvikmynd um hnefaleika og slagsmál, svo ráða þeir mann sem hefur aldrei barist á ævinni og ég varði betri partinum af æsku minni sem alþjóðlegur bardagameistari.“ Lexi varð heimsmeistari í karate og öðrum bardagaíþróttum þegar hún var 19 ára. Þrátt fyrir það hefur verið sagt við hana: „Við viljum gjarnan að þú leikstýrir kvikmyndinni en, nafnlaus karlkyns kvikmyndastjarna, neitar að láta konu leikstýra sér.“Lesa má úttekt Guardian hér í fullri lengd – þar er rætt við Tess Morris, handritshöfund Man up, Ellen Kuras, sem skaut myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Amöndu Nevill, forstjóra British Film Institute og fleiri virtar konur í bransanum.Emma Watson hefur verið talskona HeForShe átaksins þar sem karlmenn eru hvattir til þess að láta sig kynjamisrétti varða.Vísir/EPA.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira