Innlent

Skartgripaþjófar staðnir að verki á Grandagarði

Gissur Sigurðsson skrifar
Skartgripaþjófarnir voru handsamaðir á flótta.
Skartgripaþjófarnir voru handsamaðir á flótta. Vísir/Anton
Lögreglumenn stóðu tvo þjófa að verki þar sem þeir voru að láta greipar sópa í gullsmíðaverslun á Grandagarði um klukkan fimm í nótt. Þegar þjófarnir urðu lögreglunnar varir tóku þeir til fótanna en lögreglumenn hlupu þá uppi og handtóku þá.

Þjófarnir, sem báðir eru um þrítugt, reyndust vera með þýfi í fórum sínum og verða þeir yfirheyrðir í dag.




Lögreglan á Suðurlandi fékk þónokkrar tilkynningar um innbrot í sumarbústaði í uppsveitum Árnessýslu um helgina. Ekki er vitað hvenær þjófarnir voru þar að verki því eigendur bústaðina sáu fyrst hvers kyns var þegar þeir komu í þá í helgarfríi.

Stolið var sjónvarpstækjum og öðrum hlutum sem auðvelt mun vara að koma í verð í undraheiminum. Engin spellvirki voru unnin , en þjófarnir eru ófundnir.-




Þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki enn upplýst hvað fólst í aðgerð hennar í Efra Breiðholti síðdegis í gær. Ekkert er því vitað um málavexti en lögreglumenn komu að heimahúsi á að minnsta kosti fjórum lögreglubílum og handtóku fimm menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×