Uppselt á góðgerðarsýningu Everest Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2015 11:22 Baltasar á tökustað Everest myndarinnar. vísir/getty Uppselt er á góðgerðarsýninguna á stórmyndinni Everest sem haldin verður næsta miðvikudag 16. september í Laugarásbíói, en um er að ræða fyrstu sýningu á myndinni hérlendis. Sýningin er haldin af 66°Norður, Myndform, Rvk. Studios og Universal Pictures en allur ágóðinn rennur óskiptur til uppbyggingar í Nepal eftir jarðskjálftann sem reið þar yfir fyrr á árinu. Vegna þessa var ákveðið að hafa verðið á miðanum dýrara en venjulega eða um 3.000 kr. Allir þeir sem keyptu miða munu fá Surtsey húfu frá 66°Norður á sýningunni. Leikstjóri myndarinnar er sem kunnugt er Baltasar Kormákur og hluti myndarinnar var tekinn upp í Nepal. Myndin er byggð á sannri sögu um leiðangur á tind Everrest, hæsta fjall heims. Í aðalhlutverkum eru stórleikararnir Josh Brolin, Jake Gyllenhall, Keira Knightley, Jason Clarke, Emily Watson, Sam Worthington, Robin Wright, John Hawkes og Ingvar E. Sigurðsson og voru þau m.a. klædd fatnaði frá íslenska fataframleiðandanum 66°Norður við tökur á myndinni. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Uppselt er á góðgerðarsýninguna á stórmyndinni Everest sem haldin verður næsta miðvikudag 16. september í Laugarásbíói, en um er að ræða fyrstu sýningu á myndinni hérlendis. Sýningin er haldin af 66°Norður, Myndform, Rvk. Studios og Universal Pictures en allur ágóðinn rennur óskiptur til uppbyggingar í Nepal eftir jarðskjálftann sem reið þar yfir fyrr á árinu. Vegna þessa var ákveðið að hafa verðið á miðanum dýrara en venjulega eða um 3.000 kr. Allir þeir sem keyptu miða munu fá Surtsey húfu frá 66°Norður á sýningunni. Leikstjóri myndarinnar er sem kunnugt er Baltasar Kormákur og hluti myndarinnar var tekinn upp í Nepal. Myndin er byggð á sannri sögu um leiðangur á tind Everrest, hæsta fjall heims. Í aðalhlutverkum eru stórleikararnir Josh Brolin, Jake Gyllenhall, Keira Knightley, Jason Clarke, Emily Watson, Sam Worthington, Robin Wright, John Hawkes og Ingvar E. Sigurðsson og voru þau m.a. klædd fatnaði frá íslenska fataframleiðandanum 66°Norður við tökur á myndinni.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira