„Eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt“ Una Sighvatsdóttir skrifar 14. september 2015 20:30 Frá og með miðnætti í kvöld eiga flóttamenn sem fara yfir landamæri Serbíu og Ungverjalands á hættu að verða handteknir og dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi. Fjöldi Íslendinga stundar læknanám í Debrecen í Ungverjalandi og hefur þar aðstoðað flóttafólk að undanförnum, meðal annars veitt þeim lágmarks heilbrigðisþjónustu eftir langt ferðalag. „Fólkið sem við sáum þarna það eru fjölskyldur, einstæðar mæður eru að koma líka. ´Það eru um 300 manns sem koma í gegn á sólarhring, stundum meira og stundum minna og í raun er ástandið á þeim ekki sérlega gott,“ segir Ragnheiður Anna Þórsdóttir, læknanemi í Debrecen sem slóst í lið með þarlendum sjálfboðaliðahópi læknanema.Sár og sýkt eftir flóttamannabúðirAð sögn Ragnheiðar Önnu er einungis unnt að veita fólkinu grundvallarþjónustu, svo það komist áfram leiðar sinnar, en flest hafa þau stefnt til Þýskalands. „Við sjáum mikið af sárum á fótum, sem hafa þá komið sýkingar í, líka öndunarvegssýkingar, vírussýkingar og bakteríusýkingar.“ Einungis er hægt að gefa fólkinu sýklalyf í ítrustu neyð þar sem magnið er mjög takmarkað. Sárin hlaut fólk bæði á langri og erfiðri göngu en einnig í lokuðum flóttamannabúðum við landamærin, þar sem aðbúnaður er greinilega skelfilegur að sögn Ragnheiðar Önnu. Ekki síður mikilvæg er hinsvegar túlkaþjónusta sem þeir stúdentar hafa boðið fram sem tala tungumál flóttafólksins, arabísku, farsí eða úrdú. „Það fólk hefur verið að hjálpa þeim að kaupa miða og reyna að segja þeim hvernig þau komast áfram. Því þau fá engar upplýsingar þegar þau koma inn til Ungverjalands, þau eru bara send eitthvað áfram með lest, koma til Debrecen og vita ekkert hvar þau eru, skilja jafnvel ekki stafrófið okkar.“Safna fötum og skóm í pokaAðrir íslenskir læknanemar hafa lagt sitt að mörkum með því að gefa flóttafólki helstu nauðþurftar. Einn þeirra er Ragnar Árni Ágústsson. „Ég er búinn að setja í poka og er að fara niður á lestarstöð,“ segir Ragnar og bætir við að stúdentar af öllum þjóðernum láti málið sig varða með þessum hætti. Hann gefur lítið fyrir þótt stúdentar eigi kannski lítið milli handanna sjálfir. „Við sem stúdentar eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt. Það er bara þannig. Það eru margir íslenskir nemar veit ég sem hafa farið í gegnum fataskápinn sinn og taka kannski gömul föt, notuð föt og skó og kannski teppi. Það þarf ekki að vera meira. Og svo kannski fara út í búð og kaupa einhvern mat.“ Landamærunum við Serbíu verður sem fyrr segir lokað endanlega á miðnætti. Ragnheiður segir þá sem standa fyrir hjálparstarfinu í raun ekki geta skipulagt sig lengra en klukkustund fram í tímann í einu. „Vegna þess að landamærunum verður lokað á miðnætti í kvöld þá vita þau ekki hvort að fólk sé að koma núna. Hvort að Serbarnir muni reyna að ýta þeim yfir landamærin, af því að það eru þúsundir manna sem bíða hinum megin við landamærin, en ekkert Ungverjalandsmegin.“ Flóttamenn Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Frá og með miðnætti í kvöld eiga flóttamenn sem fara yfir landamæri Serbíu og Ungverjalands á hættu að verða handteknir og dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi. Fjöldi Íslendinga stundar læknanám í Debrecen í Ungverjalandi og hefur þar aðstoðað flóttafólk að undanförnum, meðal annars veitt þeim lágmarks heilbrigðisþjónustu eftir langt ferðalag. „Fólkið sem við sáum þarna það eru fjölskyldur, einstæðar mæður eru að koma líka. ´Það eru um 300 manns sem koma í gegn á sólarhring, stundum meira og stundum minna og í raun er ástandið á þeim ekki sérlega gott,“ segir Ragnheiður Anna Þórsdóttir, læknanemi í Debrecen sem slóst í lið með þarlendum sjálfboðaliðahópi læknanema.Sár og sýkt eftir flóttamannabúðirAð sögn Ragnheiðar Önnu er einungis unnt að veita fólkinu grundvallarþjónustu, svo það komist áfram leiðar sinnar, en flest hafa þau stefnt til Þýskalands. „Við sjáum mikið af sárum á fótum, sem hafa þá komið sýkingar í, líka öndunarvegssýkingar, vírussýkingar og bakteríusýkingar.“ Einungis er hægt að gefa fólkinu sýklalyf í ítrustu neyð þar sem magnið er mjög takmarkað. Sárin hlaut fólk bæði á langri og erfiðri göngu en einnig í lokuðum flóttamannabúðum við landamærin, þar sem aðbúnaður er greinilega skelfilegur að sögn Ragnheiðar Önnu. Ekki síður mikilvæg er hinsvegar túlkaþjónusta sem þeir stúdentar hafa boðið fram sem tala tungumál flóttafólksins, arabísku, farsí eða úrdú. „Það fólk hefur verið að hjálpa þeim að kaupa miða og reyna að segja þeim hvernig þau komast áfram. Því þau fá engar upplýsingar þegar þau koma inn til Ungverjalands, þau eru bara send eitthvað áfram með lest, koma til Debrecen og vita ekkert hvar þau eru, skilja jafnvel ekki stafrófið okkar.“Safna fötum og skóm í pokaAðrir íslenskir læknanemar hafa lagt sitt að mörkum með því að gefa flóttafólki helstu nauðþurftar. Einn þeirra er Ragnar Árni Ágústsson. „Ég er búinn að setja í poka og er að fara niður á lestarstöð,“ segir Ragnar og bætir við að stúdentar af öllum þjóðernum láti málið sig varða með þessum hætti. Hann gefur lítið fyrir þótt stúdentar eigi kannski lítið milli handanna sjálfir. „Við sem stúdentar eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt. Það er bara þannig. Það eru margir íslenskir nemar veit ég sem hafa farið í gegnum fataskápinn sinn og taka kannski gömul föt, notuð föt og skó og kannski teppi. Það þarf ekki að vera meira. Og svo kannski fara út í búð og kaupa einhvern mat.“ Landamærunum við Serbíu verður sem fyrr segir lokað endanlega á miðnætti. Ragnheiður segir þá sem standa fyrir hjálparstarfinu í raun ekki geta skipulagt sig lengra en klukkustund fram í tímann í einu. „Vegna þess að landamærunum verður lokað á miðnætti í kvöld þá vita þau ekki hvort að fólk sé að koma núna. Hvort að Serbarnir muni reyna að ýta þeim yfir landamærin, af því að það eru þúsundir manna sem bíða hinum megin við landamærin, en ekkert Ungverjalandsmegin.“
Flóttamenn Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira