Lögreglan staðnar í klóm fjársveltis og manneklu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. september 2015 20:00 Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Lítil fjölgun hefur átt sér stað í röðum lögreglumanna undanfarið og það á sama tíma og starfsumhverfi þeirra tekur breytingum. Skipulögð brotastarfsemi er til staðar á höfuðborgarsvæðinu og líklega víðar á landsbyggðinni. Þá er íslenskur markaður með marijúana orðinn sjálfbær og minni verkefnum fjölgar með stórauknum fjölda ferðamanna. Í niðurlagi samantektarinnar segir orðrétt: „Við vinnslu þessarar skýrslu kom fram það almenna mat lögreglunnar á Íslandi að hún sé ekki fær um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts og manneklu.“ Þá telur lögreglan á landsbyggðinni sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um framtíðarhorfur skipulagðrar glæpastarfsemi segir að íslensku lögreglunni hafi verið sniðinn þröngur stakkur síðustu ár. „Verði svo áfram er sú áhætta fyrir hendi að umfang skipulagðrar brotastarsemi aukist án viðspyrnu samfélagsins.“„Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla.“„Það var gerð greining á mannaflaþörf lögreglunnar árið 2006 og þá var talað um að það væri nauðsynlegt að hafa 900 manns. Nú er lögreglumenn 640 talsins. Það sýnir sig að að er engan veginn nóg,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Skortur á frumkvæðisvinnu skapi þá hættu að starfandi hópar glæpamanna eflist og á það jafnt við um umsvif og veltu fjármuna. „Í flestum tilfellum telja menn sig ekki hafa nægilegan mannskap til að sinna ásættanlegri frumkvæðisvinnu,“ segir Ásgeir. „Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla. Þeir hafa miklu minni möguleika á að rannsaka stærri og flóknari mál en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.“ Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Lítil fjölgun hefur átt sér stað í röðum lögreglumanna undanfarið og það á sama tíma og starfsumhverfi þeirra tekur breytingum. Skipulögð brotastarfsemi er til staðar á höfuðborgarsvæðinu og líklega víðar á landsbyggðinni. Þá er íslenskur markaður með marijúana orðinn sjálfbær og minni verkefnum fjölgar með stórauknum fjölda ferðamanna. Í niðurlagi samantektarinnar segir orðrétt: „Við vinnslu þessarar skýrslu kom fram það almenna mat lögreglunnar á Íslandi að hún sé ekki fær um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts og manneklu.“ Þá telur lögreglan á landsbyggðinni sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um framtíðarhorfur skipulagðrar glæpastarfsemi segir að íslensku lögreglunni hafi verið sniðinn þröngur stakkur síðustu ár. „Verði svo áfram er sú áhætta fyrir hendi að umfang skipulagðrar brotastarsemi aukist án viðspyrnu samfélagsins.“„Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla.“„Það var gerð greining á mannaflaþörf lögreglunnar árið 2006 og þá var talað um að það væri nauðsynlegt að hafa 900 manns. Nú er lögreglumenn 640 talsins. Það sýnir sig að að er engan veginn nóg,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Skortur á frumkvæðisvinnu skapi þá hættu að starfandi hópar glæpamanna eflist og á það jafnt við um umsvif og veltu fjármuna. „Í flestum tilfellum telja menn sig ekki hafa nægilegan mannskap til að sinna ásættanlegri frumkvæðisvinnu,“ segir Ásgeir. „Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla. Þeir hafa miklu minni möguleika á að rannsaka stærri og flóknari mál en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.“
Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira